MS ber að greiða sektina innan mánaðar Snærós Sindradóttir skrifar 13. júlí 2016 05:00 Mjólkursamsalan er ásamt tengdum fyrirtækjum sínum, Kaupfélagi Skagfirðinga og Mjólku, í nærri allsráðandi stöðu á mjólkurmarkaði. Fréttablaðið/Pjetur Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna með stjórnvaldssekt er bindandi, öfugt við það sem haldið er fram í tilkynningu forstjóra MS í gær. Þetta segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu Ara Edwald, forstjóra MS, segir að ótímabært sé að ræða sekt þar sem málinu er ekki lokið og eigi eftir að fara til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. „Þetta er bara endanlega ákvörðun og hún er bindandi fyrir fyrirtækið þangað til og nema því aðeins að áfrýjunarnefnd eða síðar dómstólar sjái meinbugi á ákvörðuninni og geri á henni breytingar. Það er í raun og veru ekkert svar annað til við þessu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Sektin skuli greidd þrátt fyrir að MS telji málinu ekki lokið. Verði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins snúið við verði sektin endurgreidd. „Sektina ber að greiða innan mánaðar frá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins,“ segir Páll. Hinn 7. júlí síðastliðinn tilkynnti Samkeppniseftirlitið um ákvörðun sína og sagði brot Mjólkursamsölunnar á samkeppnislögum alvarleg. MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja samkeppnisaðilum hrámjólk, ógerilsneydda mjólk, á óeðlilega háu verði. Á sama tíma hafi MS og tengdir aðilar, sem eru Kaupfélag Skagfirðinga og Mjólka eftir yfirtöku MS á fyrirtækinu, fengið mjólkina undir kostnaðarverði. Mjólkursamsalan hafi einnig veitt Samkeppniseftirlitinu rangar upplýsingar og haldið frá mikilvægum gögnum sem hafi tafið úrlausn málsins og skaðað samkeppni. Upp komst um verðmuninn þegar MS sendi samkeppnisaðila sínum, Mjólkurbúinu, fyrir misgáning reikning sem ætlaður var Mjólku. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær segist Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra efast um að MS hefði gerst brotlegt við samkeppnislög. Fyrirtækið hefði alltaf sýnt samfélaginu mikla ábyrgð. „Það er einfaldlega þannig að Samkeppniseftirlitið hefur tekið þá ákvörðun sem það telur réttasta að undangenginni ítarlegri rannsókn. Samkeppniseftirlitið hefur rökstutt þá ákvörðun sína með ítarlegum hætti,“ segir Páll Gunnar. Gunnar Bragi sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að öllum væri ljóst að MS sé í einokunarstöðu. Sem slíkt fylgi fyrirtækið ákveðnum reglum. „Eins og hægt er að sjá af ákvörðuninni þá hefur Mjólkursamsalan í fyrsta lagi haldið því fram að hún sé ekki markaðsráðandi og þar með ekki í einokunarstöðu,“ segir Páll Gunnar. Mjólkursamsalan byggir viðbrögð sín við ákvörðuninni á því að samspil samkeppnislaga og búvörulaga geri þeim heimilt að haga sínum málum með þeim hætti sem verið hefur. Páll Gunnar ítrekar að þrátt fyrir ummæli landbúnaðarráðherra og ummæli forstjóra MS þá sé ákvörðunin endanlega eins og hún snýr að Samkeppniseftirlitinu. Afar sjaldgæft sé að áfrýjunarnefnd samkeppnismála fresti réttaráhrifum og því bendi allt til þess að MS muni þurfa að greiða stjórnvaldssektina innan mánaðar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016 Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna með stjórnvaldssekt er bindandi, öfugt við það sem haldið er fram í tilkynningu forstjóra MS í gær. Þetta segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu Ara Edwald, forstjóra MS, segir að ótímabært sé að ræða sekt þar sem málinu er ekki lokið og eigi eftir að fara til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. „Þetta er bara endanlega ákvörðun og hún er bindandi fyrir fyrirtækið þangað til og nema því aðeins að áfrýjunarnefnd eða síðar dómstólar sjái meinbugi á ákvörðuninni og geri á henni breytingar. Það er í raun og veru ekkert svar annað til við þessu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Sektin skuli greidd þrátt fyrir að MS telji málinu ekki lokið. Verði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins snúið við verði sektin endurgreidd. „Sektina ber að greiða innan mánaðar frá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins,“ segir Páll. Hinn 7. júlí síðastliðinn tilkynnti Samkeppniseftirlitið um ákvörðun sína og sagði brot Mjólkursamsölunnar á samkeppnislögum alvarleg. MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja samkeppnisaðilum hrámjólk, ógerilsneydda mjólk, á óeðlilega háu verði. Á sama tíma hafi MS og tengdir aðilar, sem eru Kaupfélag Skagfirðinga og Mjólka eftir yfirtöku MS á fyrirtækinu, fengið mjólkina undir kostnaðarverði. Mjólkursamsalan hafi einnig veitt Samkeppniseftirlitinu rangar upplýsingar og haldið frá mikilvægum gögnum sem hafi tafið úrlausn málsins og skaðað samkeppni. Upp komst um verðmuninn þegar MS sendi samkeppnisaðila sínum, Mjólkurbúinu, fyrir misgáning reikning sem ætlaður var Mjólku. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær segist Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra efast um að MS hefði gerst brotlegt við samkeppnislög. Fyrirtækið hefði alltaf sýnt samfélaginu mikla ábyrgð. „Það er einfaldlega þannig að Samkeppniseftirlitið hefur tekið þá ákvörðun sem það telur réttasta að undangenginni ítarlegri rannsókn. Samkeppniseftirlitið hefur rökstutt þá ákvörðun sína með ítarlegum hætti,“ segir Páll Gunnar. Gunnar Bragi sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að öllum væri ljóst að MS sé í einokunarstöðu. Sem slíkt fylgi fyrirtækið ákveðnum reglum. „Eins og hægt er að sjá af ákvörðuninni þá hefur Mjólkursamsalan í fyrsta lagi haldið því fram að hún sé ekki markaðsráðandi og þar með ekki í einokunarstöðu,“ segir Páll Gunnar. Mjólkursamsalan byggir viðbrögð sín við ákvörðuninni á því að samspil samkeppnislaga og búvörulaga geri þeim heimilt að haga sínum málum með þeim hætti sem verið hefur. Páll Gunnar ítrekar að þrátt fyrir ummæli landbúnaðarráðherra og ummæli forstjóra MS þá sé ákvörðunin endanlega eins og hún snýr að Samkeppniseftirlitinu. Afar sjaldgæft sé að áfrýjunarnefnd samkeppnismála fresti réttaráhrifum og því bendi allt til þess að MS muni þurfa að greiða stjórnvaldssektina innan mánaðar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016
Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira