Hátt á þriðja hundrað koma að aðgerðum í Sveinsgili Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júlí 2016 23:42 Ástæða þess að búið er að kalla út svo marga björgunarsveitarmenn er einfaldleg sú að "manna þarf skóflurnar.“ Vísir/Loftmyndir Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri til þess að koma að aðgerðum í Sveinsgili. Þar er nú leitað að erlendum ferðamanni sem féll í gegnum snjóbrú yfir ána í gilinu. Um 250-280 björgunarsveitarmenn koma nú að aðgerðum. Aðstæður á svæðinu eru afar erfiðar. Mjög snjóþungt er og vinna björgunarsveitarmenn nú að því að grafa sig í gegnum snjóbrúna í átt að manninum. Leitarsvæðið er mjög þröngt og hafa björgunarsveitarmenn farið ferðir upp og niður ána auk þess sem að drónum hefur verið beitt. Er talið að maðurinn sé undir snjóbrúni. Ekki virðist hægt að ná til mannsins án þess að grafa sig í gegnum snjóbrúna og notast björgunarsveitarmenn m.a. við keðjusagir til þess að grafa í gegnum snjóinn. Ástæða þess að búið er að kalla út svo marga björgunarsveitarmenn er einfaldlega sú að „manna þarf skóflurnar“ líkt og talsmaður björgunarsveitarmanna á vettvangi komst að orði. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um eftir að tilkynning barst um slysið um klukkan 18 í dag. Maðurinn var á ferð með öðrum manni á leið yfir snjóbrúna þegar þeir féllu báðir niður um hana. Annar þeirra komst sjálfur upp og gat tilkynnt um óhappið. Þyrlan er enn á vettvangi og mun aðstoða björgunarsveitir og aðra viðbragðsaðila, meðal annars með því að ferja mannskap og búnað. Einnig hafa kafarar frá Landhelgisgæslunni verið sendir á vettvang. Nokkuð erfitt fjarskiptasamband er á staðnum auk þess sem að veður hefur versnað með kvöldinu og er mikil rigning á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn reyna að moka sig í gegn Gríðarlega erfiðar aðstæður eru við Sveinsgil þar sem leit stendur yfir af manni sem féll þar í ánna. 12. júlí 2016 22:23 Féll niður um snjóbrú Aðstæður eru nokkuð erfiðar í Sveinsgili en leitað er að manni sem féll í ánna fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 20:52 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn úr öllum björgunarsveitum frá Akranesi í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri til þess að koma að aðgerðum í Sveinsgili. Þar er nú leitað að erlendum ferðamanni sem féll í gegnum snjóbrú yfir ána í gilinu. Um 250-280 björgunarsveitarmenn koma nú að aðgerðum. Aðstæður á svæðinu eru afar erfiðar. Mjög snjóþungt er og vinna björgunarsveitarmenn nú að því að grafa sig í gegnum snjóbrúna í átt að manninum. Leitarsvæðið er mjög þröngt og hafa björgunarsveitarmenn farið ferðir upp og niður ána auk þess sem að drónum hefur verið beitt. Er talið að maðurinn sé undir snjóbrúni. Ekki virðist hægt að ná til mannsins án þess að grafa sig í gegnum snjóbrúna og notast björgunarsveitarmenn m.a. við keðjusagir til þess að grafa í gegnum snjóinn. Ástæða þess að búið er að kalla út svo marga björgunarsveitarmenn er einfaldlega sú að „manna þarf skóflurnar“ líkt og talsmaður björgunarsveitarmanna á vettvangi komst að orði. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um eftir að tilkynning barst um slysið um klukkan 18 í dag. Maðurinn var á ferð með öðrum manni á leið yfir snjóbrúna þegar þeir féllu báðir niður um hana. Annar þeirra komst sjálfur upp og gat tilkynnt um óhappið. Þyrlan er enn á vettvangi og mun aðstoða björgunarsveitir og aðra viðbragðsaðila, meðal annars með því að ferja mannskap og búnað. Einnig hafa kafarar frá Landhelgisgæslunni verið sendir á vettvang. Nokkuð erfitt fjarskiptasamband er á staðnum auk þess sem að veður hefur versnað með kvöldinu og er mikil rigning á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn reyna að moka sig í gegn Gríðarlega erfiðar aðstæður eru við Sveinsgil þar sem leit stendur yfir af manni sem féll þar í ánna. 12. júlí 2016 22:23 Féll niður um snjóbrú Aðstæður eru nokkuð erfiðar í Sveinsgili en leitað er að manni sem féll í ánna fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 20:52 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Björgunarsveitarmenn reyna að moka sig í gegn Gríðarlega erfiðar aðstæður eru við Sveinsgil þar sem leit stendur yfir af manni sem féll þar í ánna. 12. júlí 2016 22:23
Féll niður um snjóbrú Aðstæður eru nokkuð erfiðar í Sveinsgili en leitað er að manni sem féll í ánna fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 20:52
Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11