Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júlí 2016 10:51 Maðurinn rann niður snjóhengjuna. Nauðsynlegt er að grafa holur í gegnum ísinn svo hægt sé að leita undir honum. Vísir/Landsbjörg Björgunaraðgerðir við Sveinsgil ganga hægt en um þrjátíu manns vinna nú að því að moka snjó úr snjóhengju sem franskur maður féll fram af síðdegis í gær. Undir snjóhengjunni rennur köld jökulá, Jökulkvíslin. Aðstæður eru erfiðar á vettvangi en unnið hefur verið í alla nótt að því að sprengja leið í gegnum ísinn sem er frosinn og harður. Verið er að moka í burt snjó af 20 metra þykkri snjóhellu svo hægt sé að komast undir ísinn til þess að skoða ánna undir. Björgunarsveitarmenn vinna í að grafa nokkrar holur eða skurði í ísinn.„Þetta er meiriháttar mál,“ segir Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi Suðurlands, en hann hélt á vettvang í nótt. „Þetta er margra klukkustunda vinna.“ Hann segir vanta fleira fólk á staðinn til þess að leysa af þá björgunarmenn sem starfað hafa í nótt. Löng leið að slysstað Til þess að komast á staðinn þarf að keyra að Landmannalaugum og þaðan inn gil sem sem kallast Jöklagil. Þar þarf að aka yfir Laugarkvíslina. Þá tekur við um 45 mínútna ganga yfir fjallahrygg að slysstað. Því er enginn hægðarleikur að komast á staðinn. Víðir segir að gengið hafi hægt í nótt að koma mannskap á staðinn þar sem mikið hafi verið í ám í nótt og hefðbundnir björgunarjeppar hafi ekki dugað til þess að komast yfir ánna. Samkvæmt heimildum Vísis var kallaður til sérstaklega útbúinn bíll sem notaður er til þess að komast yfir djúpar ár. Þyrla sem notuð var í nótt létti mikið á við að koma mannskap á staðinn en hún verður í hvíld fram að hádegi. Maðurinn var í dagsferð ásamt félaga sínum á svæðinu en þeir héldu af stað úr Landmannalaugum í gær og voru á leiðinni tilbaka þegar manninum skrikaði fótur á hörðum ísnum, rann á snjóhengjunni og féll ofan í ánna. Upphaflega var greint frá því að maðurinn hefði sokkið ofan í ísinn en það er ekki rétt. Ferðafélagi mannsins stóð eftir á ísnum, hóf leit að manninum í fyrstu en kallaði svo á hjálp. Sá var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar í gær en slasaðist sjálfur ekki samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nýtt fólk á staðinn til að leysa af „Við erum að keyra mannskap á staðinn. Við erum að fá nýtt fólk, það er bara á leiðinni,“ segir björgunarsveitarmaður í stjórnstöð björgunaraðgerða sem staðsett er í Landmannalaugum. Nýtt og ferskt fólk mætti til björgunaraðgerða snemma í morgun og um hádegi koma nokkrir tugir til viðbótar sem leysa af þá þrjátíu sem eru að störfum nú. Sveinsgil er í Torfajökli og voru mennirnir að ganga Fjallabaksleið nyrðri en Sveinsgil er á þeirri gönguleið. Þeir ætluðu sér hins vegar ekki að ganga alla leiðina sem er um þriggja daga leið eða tæpir þrjátíu kílómetrar og endar ýmist í Landmannalaugum eða Hólaskjóli. Eins og fyrr segir var aðeins um dagsferð að ræða. „Það er allt á fullu við að leita,“ segir Helga Björk Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. „Það var óskað eftir aukamannskap í morgun til að geta leyst af líka þá sem þurfa að fara í hvíld. Það er verið að vinna í því að koma fólki á staðinn.“ Ferðamennska á Íslandi Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Björgunaraðgerðir við Sveinsgil ganga hægt en um þrjátíu manns vinna nú að því að moka snjó úr snjóhengju sem franskur maður féll fram af síðdegis í gær. Undir snjóhengjunni rennur köld jökulá, Jökulkvíslin. Aðstæður eru erfiðar á vettvangi en unnið hefur verið í alla nótt að því að sprengja leið í gegnum ísinn sem er frosinn og harður. Verið er að moka í burt snjó af 20 metra þykkri snjóhellu svo hægt sé að komast undir ísinn til þess að skoða ánna undir. Björgunarsveitarmenn vinna í að grafa nokkrar holur eða skurði í ísinn.„Þetta er meiriháttar mál,“ segir Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi Suðurlands, en hann hélt á vettvang í nótt. „Þetta er margra klukkustunda vinna.“ Hann segir vanta fleira fólk á staðinn til þess að leysa af þá björgunarmenn sem starfað hafa í nótt. Löng leið að slysstað Til þess að komast á staðinn þarf að keyra að Landmannalaugum og þaðan inn gil sem sem kallast Jöklagil. Þar þarf að aka yfir Laugarkvíslina. Þá tekur við um 45 mínútna ganga yfir fjallahrygg að slysstað. Því er enginn hægðarleikur að komast á staðinn. Víðir segir að gengið hafi hægt í nótt að koma mannskap á staðinn þar sem mikið hafi verið í ám í nótt og hefðbundnir björgunarjeppar hafi ekki dugað til þess að komast yfir ánna. Samkvæmt heimildum Vísis var kallaður til sérstaklega útbúinn bíll sem notaður er til þess að komast yfir djúpar ár. Þyrla sem notuð var í nótt létti mikið á við að koma mannskap á staðinn en hún verður í hvíld fram að hádegi. Maðurinn var í dagsferð ásamt félaga sínum á svæðinu en þeir héldu af stað úr Landmannalaugum í gær og voru á leiðinni tilbaka þegar manninum skrikaði fótur á hörðum ísnum, rann á snjóhengjunni og féll ofan í ánna. Upphaflega var greint frá því að maðurinn hefði sokkið ofan í ísinn en það er ekki rétt. Ferðafélagi mannsins stóð eftir á ísnum, hóf leit að manninum í fyrstu en kallaði svo á hjálp. Sá var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar í gær en slasaðist sjálfur ekki samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nýtt fólk á staðinn til að leysa af „Við erum að keyra mannskap á staðinn. Við erum að fá nýtt fólk, það er bara á leiðinni,“ segir björgunarsveitarmaður í stjórnstöð björgunaraðgerða sem staðsett er í Landmannalaugum. Nýtt og ferskt fólk mætti til björgunaraðgerða snemma í morgun og um hádegi koma nokkrir tugir til viðbótar sem leysa af þá þrjátíu sem eru að störfum nú. Sveinsgil er í Torfajökli og voru mennirnir að ganga Fjallabaksleið nyrðri en Sveinsgil er á þeirri gönguleið. Þeir ætluðu sér hins vegar ekki að ganga alla leiðina sem er um þriggja daga leið eða tæpir þrjátíu kílómetrar og endar ýmist í Landmannalaugum eða Hólaskjóli. Eins og fyrr segir var aðeins um dagsferð að ræða. „Það er allt á fullu við að leita,“ segir Helga Björk Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. „Það var óskað eftir aukamannskap í morgun til að geta leyst af líka þá sem þurfa að fara í hvíld. Það er verið að vinna í því að koma fólki á staðinn.“
Ferðamennska á Íslandi Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27