Pokemon Go fáanlegur á Íslandi á degi stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. júlí 2016 13:16 Í snjallsímanum birtist pokemoni í raunheimum. Vísir/Getty Pokemon GO, snjallsímaleikurinn ógnarvinsæli, birtist nú í hinum íslensku snjallsímaverslunum. Samkvæmt tilkynningu á opinberri Facebook-síðu leiksins er hann nú fáanlegur í 26 Evrópulöndum til viðbótar við löndin fjögur sem tilkynnt var um í gær. Það voru Ítalía, Spánn, Portúgal og Bretland. Pokemon GO hefur notið gífurlegra vinsælda að undanförnu og hafa fjölmargir Íslendingar sótt leikinn með krókaleiðum og hafa þegar byrjað að safna pókemonum og þjálfa þá. Í dag hefur verið blásið til stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar á Klambratúni. Samkvæmt viðburðinum á Facebook ætla mörg hundruð manns að láta sjá sig með snjallsímana á lofti í veiðiham.Leikurinn ætti að vera fáanlegur bæði í íslenska app store fyrir iPhone og í íslenska playstore fyrir Android.Vísir/Skjáskot af íslenskum snjallsímaverslunumLeikurinn gengur út á að safna pókemon-köllum en þá má finna víðsvegar um landið. Sá sem leikur leikinn verður að ferðast á fæti um svæði landsins til þess að spila leikinn og því er ekki hægt að spila hann úr þægindum sófans heima við. Leikurinn krefst þess einnig af þátttakendum að þeir vinni saman en þátttakendum er skipt í þrjú lið, rautt, gult og blátt. Ólíka Pokémona má finna á ólíkum stöðum sem taka mið af aðstæðum í raunheiminum, svo sem hita- og rakastigi. Sem dæmi finnast svokallaðir Vatna-Pokémonar í nálægð við vatn. Pókemon-veiðarnar á Klambratúni hefjast klukkan tvö í dag. Pokemon Go Tengdar fréttir Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Frakkinn Antoine Griezmann hefur fundið sér eitthvað annað að gera í frítíma sínum en að spila FIFA og Football Manager. 15. júlí 2016 12:00 Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Herbragðið virðist virka og er hræódýrt. 15. júlí 2016 14:45 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Pokemon GO, snjallsímaleikurinn ógnarvinsæli, birtist nú í hinum íslensku snjallsímaverslunum. Samkvæmt tilkynningu á opinberri Facebook-síðu leiksins er hann nú fáanlegur í 26 Evrópulöndum til viðbótar við löndin fjögur sem tilkynnt var um í gær. Það voru Ítalía, Spánn, Portúgal og Bretland. Pokemon GO hefur notið gífurlegra vinsælda að undanförnu og hafa fjölmargir Íslendingar sótt leikinn með krókaleiðum og hafa þegar byrjað að safna pókemonum og þjálfa þá. Í dag hefur verið blásið til stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar á Klambratúni. Samkvæmt viðburðinum á Facebook ætla mörg hundruð manns að láta sjá sig með snjallsímana á lofti í veiðiham.Leikurinn ætti að vera fáanlegur bæði í íslenska app store fyrir iPhone og í íslenska playstore fyrir Android.Vísir/Skjáskot af íslenskum snjallsímaverslunumLeikurinn gengur út á að safna pókemon-köllum en þá má finna víðsvegar um landið. Sá sem leikur leikinn verður að ferðast á fæti um svæði landsins til þess að spila leikinn og því er ekki hægt að spila hann úr þægindum sófans heima við. Leikurinn krefst þess einnig af þátttakendum að þeir vinni saman en þátttakendum er skipt í þrjú lið, rautt, gult og blátt. Ólíka Pokémona má finna á ólíkum stöðum sem taka mið af aðstæðum í raunheiminum, svo sem hita- og rakastigi. Sem dæmi finnast svokallaðir Vatna-Pokémonar í nálægð við vatn. Pókemon-veiðarnar á Klambratúni hefjast klukkan tvö í dag.
Pokemon Go Tengdar fréttir Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Frakkinn Antoine Griezmann hefur fundið sér eitthvað annað að gera í frítíma sínum en að spila FIFA og Football Manager. 15. júlí 2016 12:00 Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Herbragðið virðist virka og er hræódýrt. 15. júlí 2016 14:45 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Frakkinn Antoine Griezmann hefur fundið sér eitthvað annað að gera í frítíma sínum en að spila FIFA og Football Manager. 15. júlí 2016 12:00
Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Herbragðið virðist virka og er hræódýrt. 15. júlí 2016 14:45