Stenson leiðir óvænt fyrir lokahringinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. júlí 2016 18:45 Henrik stillir upp fyrir pútt á flöt í dag. Vísir/Getty Sænski kylfingurinn Henrik Stenson náði forskotinu rétt fyrir lok þriðja hrings og leiðir fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi en hann er með eins högga forskot á Phil Mickelson. Mickelson leiddi fyrir þriðja hringinn hring en hann fór hægt af stað með einn fugl á fyrstu níu á meðan Stenson sem deildi ráshóp með honum byrjaði af krafti. Stenson fékk þrjá fugla á fyrstu fjórum holunum en fylgdi því eftir með tveimur skollum á 6. og 8. braut vallarins og voru þeir því jafnir að níu holum loknum. Mickelson náði aldrei flugi á seinni níu holunum en hann fékk tvo skolla og tvo fugla. Á sama tíma fékk Stenson tvo fugla og var skollalaus og náði með því forskotinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Stenson leiðir að þremur hringjum loknum á stórmóti í golfi en það verður fróðlegt að fylgjast með rimmu þeirra á lokahringnum á morgun. Stenson hefur aldrei borið sigur úr býtum á einu af stóru fjóru mótunum í golfi en hann getur sömuleiðis orðið fyrsti Svíinn sem sigrar Opna breska meistaramótið. Bill Haas kemur næstur á sex höggum undir pari en hann átti högg dagsins þegar hann setti vipp beint í holuna úr glompunni á 8. holu vallarins. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson náði forskotinu rétt fyrir lok þriðja hrings og leiðir fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi en hann er með eins högga forskot á Phil Mickelson. Mickelson leiddi fyrir þriðja hringinn hring en hann fór hægt af stað með einn fugl á fyrstu níu á meðan Stenson sem deildi ráshóp með honum byrjaði af krafti. Stenson fékk þrjá fugla á fyrstu fjórum holunum en fylgdi því eftir með tveimur skollum á 6. og 8. braut vallarins og voru þeir því jafnir að níu holum loknum. Mickelson náði aldrei flugi á seinni níu holunum en hann fékk tvo skolla og tvo fugla. Á sama tíma fékk Stenson tvo fugla og var skollalaus og náði með því forskotinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Stenson leiðir að þremur hringjum loknum á stórmóti í golfi en það verður fróðlegt að fylgjast með rimmu þeirra á lokahringnum á morgun. Stenson hefur aldrei borið sigur úr býtum á einu af stóru fjóru mótunum í golfi en hann getur sömuleiðis orðið fyrsti Svíinn sem sigrar Opna breska meistaramótið. Bill Haas kemur næstur á sex höggum undir pari en hann átti högg dagsins þegar hann setti vipp beint í holuna úr glompunni á 8. holu vallarins.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira