Ísbjörn á land á Skaga: "Við trúðum þessu ekki“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júlí 2016 09:46 Það var merkileg upplifun fyrir börnin á bænum að fá að vaka lengur vegna þess að hvítabjörn kom á land við heimili þeirra. Myndin til hægri er úr safni. Vísir/Karitas „Við vorum mikið að pæla í þessu, því okkur fannst hún haga sér eitthvað undarlega,“ segir Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, en hún var í reiðtúr ásamt eiginmanni sínum þegar þau greindu eitthvað hvítt í fjarska sem þau héldu í fyrstu að væri kind. „En svo stóð hann upp á afturlappirnar, rétti alveg úr sér,“ útskýrir Karitas en þá rann upp fyrir þeim hjónum að þarna var ekki um kind að ræða heldur stærðarinnar ísbjörn. Mbl.is greindi fyrst frá málinu í nótt.Hér að neðan má sjá hvert bjarndýrið var flutt í nótt en bærinn Hvalnes stendur austar og norðar á þessum sama skaga.Karitas býr á bænum Hvalnesi á Skaga ásamt eiginmanni sínum Agli Þóri Bjarnasyni. Þeim brá við þessa sjón eins og gefur að skilja en þau urðu vör við ísbjörninn um klukkan ellefu í gærkvöldi. Bjarndýrið var svo fellt í nótt. „Þá tókum við stökkið heim því að börnin voru að leik þarna við bæinn,“ segir Karitas. „Við vorum náttúrulega bara í sjokki. Við trúðum þessu ekki fyrr en við vorum komin með kíki og fengum alveg staðfest með eigin augum að þetta væri björn.“ Enginn hafís við landið nú Karitas rifjar upp að fyrir nokkrum árum hafi komið björn komið á land við Hraun sem er í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá Hvalnesi.Hér má sjá skyttuna við bjarndýrið eftir að það var fellt.Vísir/Karitas„Þannig að þetta hefur gerst. En þetta er skrýtið því að það er náttúrulega enginn hafís núna, um hásumar,“ segir Karitas. Hún telur að mögulega hafi bjarndýrið synt sjálft að landi og látið sig reka um stund. Bjarndýrið var birna sem var frekar vel á sig komin að sögn Karitas. Þau hjónin bregðast hratt og örugglega við, byrja á því að smala krökkunum sínum inn í hús og ná í heimalingana á bænum. Svo er hringt í Jón Sigurjónsson á bænum Garði í Hegranesi en hann er góðvinur þeirra hjóna og góð skytta. „Svo hringjum við í lögregluna og hún lætur fólk á nærliggjandi bæjum vita. Svo bara koma þeir og allir eru í viðbragðsstöðu.“ Hún segir þó að birnan hafi virst róleg og á meðan hafi hópurinn verið rólegur. Jón skaut birnuna svo og tókst að gera það með þeim hætti að lítið blæddi á feldinn. Birnan var svo sótt og sett í frysti á Skagaströnd. Svo mun Náttúrufræðistofnun taka við henni og skoða hana. Ekki er ljóst á hvaða aldri dýrið var en Náttúrufræðistofnun mun aldursgreina það og þess háttar. Karitas segir þó að menn í nótt hafi talið hana vera vel fullorðna, hún var með brotna vígtönn sem er talið gefa til kynna að hún hafi séð tímana tvenna. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
„Við vorum mikið að pæla í þessu, því okkur fannst hún haga sér eitthvað undarlega,“ segir Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, en hún var í reiðtúr ásamt eiginmanni sínum þegar þau greindu eitthvað hvítt í fjarska sem þau héldu í fyrstu að væri kind. „En svo stóð hann upp á afturlappirnar, rétti alveg úr sér,“ útskýrir Karitas en þá rann upp fyrir þeim hjónum að þarna var ekki um kind að ræða heldur stærðarinnar ísbjörn. Mbl.is greindi fyrst frá málinu í nótt.Hér að neðan má sjá hvert bjarndýrið var flutt í nótt en bærinn Hvalnes stendur austar og norðar á þessum sama skaga.Karitas býr á bænum Hvalnesi á Skaga ásamt eiginmanni sínum Agli Þóri Bjarnasyni. Þeim brá við þessa sjón eins og gefur að skilja en þau urðu vör við ísbjörninn um klukkan ellefu í gærkvöldi. Bjarndýrið var svo fellt í nótt. „Þá tókum við stökkið heim því að börnin voru að leik þarna við bæinn,“ segir Karitas. „Við vorum náttúrulega bara í sjokki. Við trúðum þessu ekki fyrr en við vorum komin með kíki og fengum alveg staðfest með eigin augum að þetta væri björn.“ Enginn hafís við landið nú Karitas rifjar upp að fyrir nokkrum árum hafi komið björn komið á land við Hraun sem er í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá Hvalnesi.Hér má sjá skyttuna við bjarndýrið eftir að það var fellt.Vísir/Karitas„Þannig að þetta hefur gerst. En þetta er skrýtið því að það er náttúrulega enginn hafís núna, um hásumar,“ segir Karitas. Hún telur að mögulega hafi bjarndýrið synt sjálft að landi og látið sig reka um stund. Bjarndýrið var birna sem var frekar vel á sig komin að sögn Karitas. Þau hjónin bregðast hratt og örugglega við, byrja á því að smala krökkunum sínum inn í hús og ná í heimalingana á bænum. Svo er hringt í Jón Sigurjónsson á bænum Garði í Hegranesi en hann er góðvinur þeirra hjóna og góð skytta. „Svo hringjum við í lögregluna og hún lætur fólk á nærliggjandi bæjum vita. Svo bara koma þeir og allir eru í viðbragðsstöðu.“ Hún segir þó að birnan hafi virst róleg og á meðan hafi hópurinn verið rólegur. Jón skaut birnuna svo og tókst að gera það með þeim hætti að lítið blæddi á feldinn. Birnan var svo sótt og sett í frysti á Skagaströnd. Svo mun Náttúrufræðistofnun taka við henni og skoða hana. Ekki er ljóst á hvaða aldri dýrið var en Náttúrufræðistofnun mun aldursgreina það og þess háttar. Karitas segir þó að menn í nótt hafi talið hana vera vel fullorðna, hún var með brotna vígtönn sem er talið gefa til kynna að hún hafi séð tímana tvenna.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira