EM dagbók: Velja orðin vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júlí 2016 08:00 Vísir/Getty Ósjaldan hafa heyrst spurningar á blaðamannafundum í Frakklandi um hvernig mönnum hugnast hugsanlegir andstæðingar í útsláttarkeppninni. Ég heyrði þá spurningu fyrst eftir leik Englands og Slóvakíu í riðlakeppninni, er ungverskur blaðamaður spurði Roy Hodgson hvernig honum litist nú á að spila gegn Ungverjalandi í 16-liða úrslitunum ef það yrði raunin. Það varð auðvitað alls ekki raunin. Ekki frekar en þegar Patrice Evra var spurður af enskum blaðamanni hvernig honum myndi nú hugnast að Frakkland og England myndu mætast í 8-liða úrslitunum, áður en leikur Englendinga gegn Íslendingum í 16-liða úrslitunum fór fram. Svar Patrice Evra vakti verðskuldaða athygli enda bað hann blaðamanninn um að gera ekki endilega ráð fyrir því að England myndi vinna Ísland. Að leyfa leiknum að minnsta kosti að fara fram fyrst. Evra rifjaði upp þessi ummæli á blaðamannafundi í gær og bætti við að þó svo að Frakklandi ætlaði sér vitaskuld að vinna sigur á Íslandi í 8-liða úrslitunum bæri hann og franska liðið virðingu fyrir íslenska liðinu. Það hafi svo enn fremur farið í taugarnar á honum þegar þeir sem fjölluðu um leikinn hafi fremur gert lítið úr frammistöðu íslenska liðsins með því að segja hversu lélegir Englendingar voru í leiknum. Oftast er það engin tilviljun hvað menn láta út úr sér á blaðamannafundum, sérstaklega á við jafn stór tilefni og fyrir leik í 8-liða úrslitum á stórmóti. Ekki alltaf, en oftast. Orð sem menn velja sér móta ákveðna nálgun þeirra á leikinn, hvort sem er um hreinræktaðan sálfræðihernað að ræða eða lýsa því viðhorfi sem viðkomandi leikmaður eða þjálfari vill tileinka sér. Tökum sem dæmi ummælin sem Cristiano Ronaldo lét út úr sér eftir jafntefli Íslands og Portúgals. Sá leikur virðist reyndar í órafjarlægð í minningunni, svo mikið hefur gerst síðan þá. En sú vanvirðing sem orð Ronaldo um fögnuð íslenska liðsins [Þeir munu aldrei vinna neitt] fólu í sér eru enn framarlega í huga fólks, ekki síst eftir velgengni íslenska liðsins síðan að sá leikur fór fram. Sjálfsagt er Ronaldo alveg sama um hvað öðrum finnst um hann og það sem hann hefur að segja. Það breytir því ekki að þessi ummæli gerðu lítið til að hækka almenningsálitið á honum og portúgalska liðinu. Með ummælum sínum í gær sýndi Evra íslenska liðinu virðingu og fyrir það ber að hrósa. Enda veit hann sem er að það væri algert glapræði að bera olíu að íslenska eldinum með vanhugsuðum ummælum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ronaldo skaut á okkar menn: Ísland mun ekki gera neitt á þessu móti Gerði lítið úr fagnaðarlátum íslensku leikmannanna í kvöld. 14. júní 2016 22:12 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjá meira
Ósjaldan hafa heyrst spurningar á blaðamannafundum í Frakklandi um hvernig mönnum hugnast hugsanlegir andstæðingar í útsláttarkeppninni. Ég heyrði þá spurningu fyrst eftir leik Englands og Slóvakíu í riðlakeppninni, er ungverskur blaðamaður spurði Roy Hodgson hvernig honum litist nú á að spila gegn Ungverjalandi í 16-liða úrslitunum ef það yrði raunin. Það varð auðvitað alls ekki raunin. Ekki frekar en þegar Patrice Evra var spurður af enskum blaðamanni hvernig honum myndi nú hugnast að Frakkland og England myndu mætast í 8-liða úrslitunum, áður en leikur Englendinga gegn Íslendingum í 16-liða úrslitunum fór fram. Svar Patrice Evra vakti verðskuldaða athygli enda bað hann blaðamanninn um að gera ekki endilega ráð fyrir því að England myndi vinna Ísland. Að leyfa leiknum að minnsta kosti að fara fram fyrst. Evra rifjaði upp þessi ummæli á blaðamannafundi í gær og bætti við að þó svo að Frakklandi ætlaði sér vitaskuld að vinna sigur á Íslandi í 8-liða úrslitunum bæri hann og franska liðið virðingu fyrir íslenska liðinu. Það hafi svo enn fremur farið í taugarnar á honum þegar þeir sem fjölluðu um leikinn hafi fremur gert lítið úr frammistöðu íslenska liðsins með því að segja hversu lélegir Englendingar voru í leiknum. Oftast er það engin tilviljun hvað menn láta út úr sér á blaðamannafundum, sérstaklega á við jafn stór tilefni og fyrir leik í 8-liða úrslitum á stórmóti. Ekki alltaf, en oftast. Orð sem menn velja sér móta ákveðna nálgun þeirra á leikinn, hvort sem er um hreinræktaðan sálfræðihernað að ræða eða lýsa því viðhorfi sem viðkomandi leikmaður eða þjálfari vill tileinka sér. Tökum sem dæmi ummælin sem Cristiano Ronaldo lét út úr sér eftir jafntefli Íslands og Portúgals. Sá leikur virðist reyndar í órafjarlægð í minningunni, svo mikið hefur gerst síðan þá. En sú vanvirðing sem orð Ronaldo um fögnuð íslenska liðsins [Þeir munu aldrei vinna neitt] fólu í sér eru enn framarlega í huga fólks, ekki síst eftir velgengni íslenska liðsins síðan að sá leikur fór fram. Sjálfsagt er Ronaldo alveg sama um hvað öðrum finnst um hann og það sem hann hefur að segja. Það breytir því ekki að þessi ummæli gerðu lítið til að hækka almenningsálitið á honum og portúgalska liðinu. Með ummælum sínum í gær sýndi Evra íslenska liðinu virðingu og fyrir það ber að hrósa. Enda veit hann sem er að það væri algert glapræði að bera olíu að íslenska eldinum með vanhugsuðum ummælum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ronaldo skaut á okkar menn: Ísland mun ekki gera neitt á þessu móti Gerði lítið úr fagnaðarlátum íslensku leikmannanna í kvöld. 14. júní 2016 22:12 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjá meira
Ronaldo skaut á okkar menn: Ísland mun ekki gera neitt á þessu móti Gerði lítið úr fagnaðarlátum íslensku leikmannanna í kvöld. 14. júní 2016 22:12
Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55