Íslendingar í Guardian: Þjóðin er ástfangin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júlí 2016 21:45 Vísir/Getty Þrír stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa deilt upplifun sinni af Evrópumótinu í knattspyrnu á vefsíðu enska dagblaðsins Guardian. Þeir Jón Gunnar Ákason, Alex Alexandersson og Eggert Stefánsson hafa allir skemmtilega sögu að segja frá því hvernig árangur Íslands á EM hefur snert þá persónulega og hvernig upplifun íslensku þjóðarinnar hefur verið. „Þetta er að breytast í ástarsögu sem nær til allrar þjóðarinnar. Það eru allir að verða ástfangnir af knattspyrnu,“ skrifaði Alex sem hrósaði sérstaklega frammistöðu miðvarðanna Kára Árnasonar og Ragnars Sigurðssonar. Hann þakkaði einnig stuðningsmönnum Motherwell sem færðu Íslendingum „víkingaklappið“ sem Silfurskeiðin, stuðningsmenn Stjörnunnar, tóku upp hjá sér og færðu svo til íslenska landsliðsins. Jón Gunnar segir að faðir hans, Áki Jónsson sem er 78 ára, hafi verið meðal áhorfenda þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar og að það hafi verið ein innilegasta og djúpstæðasta upplifun ævi hans. Hann segir einnig að viðbröð ensku leikmannanna hafi reynst honum hugleikin og líkir þeim við viðbrögð Hollendinga, Portúgala og Austurríkismanna eftir leiki þeirra við Ísland. „Ísland hefur staðfest að [fótbolti] er enn mikil liðsíþrótt. Með réttu viðhorfi og baráttuanda er hægt að draga úr kostum og hæfileikum einstaklingsins,“ skrifar hann. „Það vita allir að það er ótrúlegt afrek fyrir Ísland að leggja England að velli. En ekki allir skilja að það er ekki bara vegna þess að Íslendindgar voru heppnir þann daginn. Ég leyfi mér að segja að það er eitt merkasta afrek í knattspyrnusögunni.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Þrír stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa deilt upplifun sinni af Evrópumótinu í knattspyrnu á vefsíðu enska dagblaðsins Guardian. Þeir Jón Gunnar Ákason, Alex Alexandersson og Eggert Stefánsson hafa allir skemmtilega sögu að segja frá því hvernig árangur Íslands á EM hefur snert þá persónulega og hvernig upplifun íslensku þjóðarinnar hefur verið. „Þetta er að breytast í ástarsögu sem nær til allrar þjóðarinnar. Það eru allir að verða ástfangnir af knattspyrnu,“ skrifaði Alex sem hrósaði sérstaklega frammistöðu miðvarðanna Kára Árnasonar og Ragnars Sigurðssonar. Hann þakkaði einnig stuðningsmönnum Motherwell sem færðu Íslendingum „víkingaklappið“ sem Silfurskeiðin, stuðningsmenn Stjörnunnar, tóku upp hjá sér og færðu svo til íslenska landsliðsins. Jón Gunnar segir að faðir hans, Áki Jónsson sem er 78 ára, hafi verið meðal áhorfenda þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar og að það hafi verið ein innilegasta og djúpstæðasta upplifun ævi hans. Hann segir einnig að viðbröð ensku leikmannanna hafi reynst honum hugleikin og líkir þeim við viðbrögð Hollendinga, Portúgala og Austurríkismanna eftir leiki þeirra við Ísland. „Ísland hefur staðfest að [fótbolti] er enn mikil liðsíþrótt. Með réttu viðhorfi og baráttuanda er hægt að draga úr kostum og hæfileikum einstaklingsins,“ skrifar hann. „Það vita allir að það er ótrúlegt afrek fyrir Ísland að leggja England að velli. En ekki allir skilja að það er ekki bara vegna þess að Íslendindgar voru heppnir þann daginn. Ég leyfi mér að segja að það er eitt merkasta afrek í knattspyrnusögunni.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira