Maradona: Ísland getur valdið frönsku vörninni usla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júlí 2016 10:16 Maradona mun örugglega horfa á Ísland spila í dag. Vísir/Getty Argentínumaðurinn Diego Maradona, einn besti knattspyrnumaður heims frá upphafi, á von á erfiðum leik fyrir Ísland sem mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM í dag. Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitunum en Maradona segir að Frakkland sé mun sterkari andstæðingur en England. „Frakkar eru hungarðir á heimavelli,“ skrifaði Maradona í pistli sínum í Times of India í dag. „Við höfum séð lið eins og Brasilíu brotna undir þeirri pressu sem fylgir því að spila á heimavelli á stórmóti en Frakkar nýttu sér þá pressu til að koma til baka eftir að hafa lent undir gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum.“ Hann segir að Frakkar hafi kraftmikla leikmenn á miðju sem hafi mikla hlaupagetu. „Ísland verður að hafa þétta vörn til að taka á móti áhlaupum Frakka snemma leiks. Maður verður að gera sínar áætlanir miðað við þau úrræði sem maður hefur. Ísland verst aftarlega og það er enginn glæpur.“ Maradona hefur þó áhyggjur af frönsku vörninni enda Raphael Varane ekki með á mótinu vegna meiðsla og þá verður annar miðvörður, Adil Rami, í banni í dag. „Ef að Ísland fær ekki mark á sig snemma í leiknum munum við fá alvöru leik því vörn heimamanna er ekki mjög traust.“ „Það gæti opnað svæði fyrir Ísland ef Frakkland mun sækja á mörgum mönnum og það myndi einnig henta leikáætlun Íslendinga að treysta á skyndisóknir.“ „Bakverðirnir Patrice Evra og Bacary Sagna eru ekki jafn beittir og þeir voru áður. Deschamps notar þá því kostir hans eru takmarkaðir. Það á enn eftir að láta reyna almennilega á frönsku vörnina.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Argentínumaðurinn Diego Maradona, einn besti knattspyrnumaður heims frá upphafi, á von á erfiðum leik fyrir Ísland sem mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM í dag. Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitunum en Maradona segir að Frakkland sé mun sterkari andstæðingur en England. „Frakkar eru hungarðir á heimavelli,“ skrifaði Maradona í pistli sínum í Times of India í dag. „Við höfum séð lið eins og Brasilíu brotna undir þeirri pressu sem fylgir því að spila á heimavelli á stórmóti en Frakkar nýttu sér þá pressu til að koma til baka eftir að hafa lent undir gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum.“ Hann segir að Frakkar hafi kraftmikla leikmenn á miðju sem hafi mikla hlaupagetu. „Ísland verður að hafa þétta vörn til að taka á móti áhlaupum Frakka snemma leiks. Maður verður að gera sínar áætlanir miðað við þau úrræði sem maður hefur. Ísland verst aftarlega og það er enginn glæpur.“ Maradona hefur þó áhyggjur af frönsku vörninni enda Raphael Varane ekki með á mótinu vegna meiðsla og þá verður annar miðvörður, Adil Rami, í banni í dag. „Ef að Ísland fær ekki mark á sig snemma í leiknum munum við fá alvöru leik því vörn heimamanna er ekki mjög traust.“ „Það gæti opnað svæði fyrir Ísland ef Frakkland mun sækja á mörgum mönnum og það myndi einnig henta leikáætlun Íslendinga að treysta á skyndisóknir.“ „Bakverðirnir Patrice Evra og Bacary Sagna eru ekki jafn beittir og þeir voru áður. Deschamps notar þá því kostir hans eru takmarkaðir. Það á enn eftir að láta reyna almennilega á frönsku vörnina.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira