180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2016 12:32 Frá svæðinu við Moulin Rouge á öðrum tímanum í Frakklandi í dag. Þar munu stuðningsmenn Íslands safnast saman og hita upp fyrir leikinn gegn Frökkum. Vísir/Vilhelm Þeir voru þreyttir og myglaðir stuðningsmennirir sem skiluðu sér til Parísar á tíunda tímanum í morgun. Þá voru liðnar um sautján klukkustundir síðan spenntir ferðalangarnir mættu í Leifsstöð á leið til Frakklands þar sem karlalandslið þjóðanna í knattspyrnu mætast í kvöld í átta liða úrslitum á EM. Gríðarlega mikið var um að vera í Leifsstöð í gær en á þriðja tug flugferða voru frá Keflavíkurflugvelli til Frakklands um helgina. Mörgum seinkaði eitthvað en þeir 180 sem áttu að fara með leiguflugi klukkan 18:45 í gærkvöldi lentu heldur betur í veseni. Ballið byrjaði þegar brunavarnakerfið í flugstöðinni fór í gang um sexleytið. Farþegarnir voru í þann mund að fara að hliðinu þegar allir þurftu að yfirgefa bygginguna. Eftir að gengið hafði verið úr skugga um að allt væri í lagi þurftu farþegarnir að fara aftur í gegnum öryggisleit. Nýr brottfarartími var 20:15 en aftur varð seinkun á því og fór vélin í loftið um klukkan 21. Flestum létt eftir vægt áfall í Keflavík. En fall er fararheill, eða hvað? átti flug til Frakklands en endaði í Amsterdam, annars geggjaður— Hákon Örn (@hakonmagg) July 2, 2016 Í háloftunum bárust farþegunum 180 svo ný skilaboð. Þar sem seinkun hefði orðið á brottför væri ekki lengur unnt að lenda á fyrirhuguðum lendingarstað, einhverja 150 kílómetra fyrir utan París þar sem rúta beið farþeganna. Flugvöllurinn þar lokar á miðnætti samkvæmt skilaboðum sem bárust farþegum. Í staðinn var ekkert annað að gera en að lenda í annarri evrópskri höfuðborg, Amsterdam.Sjá einnig:Fengu ekki lendingarleyfi á Charles de Gaul Upphaflega hafði verið selt í ferðina á þeim forsendum að um beint flug til Parísar væri að ræða en síðar kom í ljós að ekki yrði unnt að lenda í frönsku höfuðborginni. Þá var ákveðið að lenda á fyrrnefndum flugvelli sem reyndist svo ekki unnt að lenda á, líkast til vegna fyrrnefndar seiknkunar. Vitaferðir, selja beint flug til Charles de Gaulle, breyta úr því yfir í sveitaflugvöll, En lenda svo í AMSTERDAM!! Hvað eru menn að reykja— Guðjón Már Magnússon (@Gudjon_Mar) July 2, 2016 Í Amsterdam fóru svo farþegarnir upp í rútu og við tók löng rútuferð frá hollensku borginni til Parísar þangað sem Íslendingarnir 180 mættu svo á tíunda tímanum í morgun. Ljóst er að margir munu nýta fyrri hluta dags í að sofa úr sér ferðaþreytuna til að vera klár í slaginn fyrir átökin í kvöld þegar átta til tíu þúsund íslenskir stuðningsmenn mæta um sjötíu þúsund stuðningsmönnum Frakka á Stade de France.Lúðvík Arnarsson hjá Vita, sem skipulögðu ferðina, segir að álagið í Leifsstöð í gær hafi verið mikið og rýmingin hafi ekki hjálpað til. Í skoðun sé hvers vegna ekki var hægt að lenda flugvélinni á fyrrnefndum flugvelli í Frakklandi. Honum þyki leiðinlegt hvernig fór en sem betur fer hafi allir farþegar komist til Parísar á endanum og nái leiknum. Nú verði réttindi farþega varðandi bætur teknar til skoðunar. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15 121 slasaðist í troðningnum eftir að sprenging heyrðist á aðdáendasvæðinu í París Fjöldi Íslendinga var á svæðinu og mikil hræðsla greip um sig. 3. júlí 2016 12:05 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Þeir voru þreyttir og myglaðir stuðningsmennirir sem skiluðu sér til Parísar á tíunda tímanum í morgun. Þá voru liðnar um sautján klukkustundir síðan spenntir ferðalangarnir mættu í Leifsstöð á leið til Frakklands þar sem karlalandslið þjóðanna í knattspyrnu mætast í kvöld í átta liða úrslitum á EM. Gríðarlega mikið var um að vera í Leifsstöð í gær en á þriðja tug flugferða voru frá Keflavíkurflugvelli til Frakklands um helgina. Mörgum seinkaði eitthvað en þeir 180 sem áttu að fara með leiguflugi klukkan 18:45 í gærkvöldi lentu heldur betur í veseni. Ballið byrjaði þegar brunavarnakerfið í flugstöðinni fór í gang um sexleytið. Farþegarnir voru í þann mund að fara að hliðinu þegar allir þurftu að yfirgefa bygginguna. Eftir að gengið hafði verið úr skugga um að allt væri í lagi þurftu farþegarnir að fara aftur í gegnum öryggisleit. Nýr brottfarartími var 20:15 en aftur varð seinkun á því og fór vélin í loftið um klukkan 21. Flestum létt eftir vægt áfall í Keflavík. En fall er fararheill, eða hvað? átti flug til Frakklands en endaði í Amsterdam, annars geggjaður— Hákon Örn (@hakonmagg) July 2, 2016 Í háloftunum bárust farþegunum 180 svo ný skilaboð. Þar sem seinkun hefði orðið á brottför væri ekki lengur unnt að lenda á fyrirhuguðum lendingarstað, einhverja 150 kílómetra fyrir utan París þar sem rúta beið farþeganna. Flugvöllurinn þar lokar á miðnætti samkvæmt skilaboðum sem bárust farþegum. Í staðinn var ekkert annað að gera en að lenda í annarri evrópskri höfuðborg, Amsterdam.Sjá einnig:Fengu ekki lendingarleyfi á Charles de Gaul Upphaflega hafði verið selt í ferðina á þeim forsendum að um beint flug til Parísar væri að ræða en síðar kom í ljós að ekki yrði unnt að lenda í frönsku höfuðborginni. Þá var ákveðið að lenda á fyrrnefndum flugvelli sem reyndist svo ekki unnt að lenda á, líkast til vegna fyrrnefndar seiknkunar. Vitaferðir, selja beint flug til Charles de Gaulle, breyta úr því yfir í sveitaflugvöll, En lenda svo í AMSTERDAM!! Hvað eru menn að reykja— Guðjón Már Magnússon (@Gudjon_Mar) July 2, 2016 Í Amsterdam fóru svo farþegarnir upp í rútu og við tók löng rútuferð frá hollensku borginni til Parísar þangað sem Íslendingarnir 180 mættu svo á tíunda tímanum í morgun. Ljóst er að margir munu nýta fyrri hluta dags í að sofa úr sér ferðaþreytuna til að vera klár í slaginn fyrir átökin í kvöld þegar átta til tíu þúsund íslenskir stuðningsmenn mæta um sjötíu þúsund stuðningsmönnum Frakka á Stade de France.Lúðvík Arnarsson hjá Vita, sem skipulögðu ferðina, segir að álagið í Leifsstöð í gær hafi verið mikið og rýmingin hafi ekki hjálpað til. Í skoðun sé hvers vegna ekki var hægt að lenda flugvélinni á fyrrnefndum flugvelli í Frakklandi. Honum þyki leiðinlegt hvernig fór en sem betur fer hafi allir farþegar komist til Parísar á endanum og nái leiknum. Nú verði réttindi farþega varðandi bætur teknar til skoðunar. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15 121 slasaðist í troðningnum eftir að sprenging heyrðist á aðdáendasvæðinu í París Fjöldi Íslendinga var á svæðinu og mikil hræðsla greip um sig. 3. júlí 2016 12:05 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
„Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15
121 slasaðist í troðningnum eftir að sprenging heyrðist á aðdáendasvæðinu í París Fjöldi Íslendinga var á svæðinu og mikil hræðsla greip um sig. 3. júlí 2016 12:05