Eiður: Ég er bara mannlegur Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júlí 2016 23:17 Eiður Smári spilaði síðustu tíu. vísir/vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í tapinu gegn Frakklandi í kvöld en hann þurfti að sætta sig við að sitja á bekknum allan tímann í sigrunum gegn Austurríki og Englandi. Eiður Smári gaf sér smá tíma til að ræða við íslenska fjölmiðla eftir leikinn en bað þá sérstaklega um að spyrja sig ekki hvort hann sé hættur. Vonandi þýðir það að hann sé ekki hættur. Aðspurður um tilfinninguna í brjósti leikmanna inn í klefa eftir leik sagði Eiður: „Ég held að það hafi verið mikið svekkelsi. Það sem stendur upp úr hjá mér er bara stolt eftir það sem við gerðum.“ „Það hefði verið verra að hefðum við fallið út á síðustu mínútu eða í vítaspyrnukeppni eða eitthvað svoleiðis.“ Franska liðið var 4-0 yfir í fyrri hálfleik og yfirspilaði okkar stráka sem gerðu mikið af mistökum sem þeir eru ekki þekktir fyrir að gera. „Því miður áttum við ekki séns í þessum leik. Við spiluðum ekki nógu vel. Það var ekki nógu mikil orka í okkur og við gáfum því miður of mikið af svæði. Okkur var bara refsað,“ sagði Eiður Smári. Eins og gegn Ungverjalandi ætlaði allt um koll að keyra í stúkunni þegar Eiður Smári kom inn á. Þessi þrautreyndi og markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi viðurkenndi að þetta yljar honum um hjartarætur. „Auðvitað. Ég er bara mannlegur eins og allir aðrir. Þetta var æðislegt. Það er samt svo erfitt þegar maður er að koma inn á og einbeita sér að því að hugsa um það sem er að gerast upp í stúku. En auðvitað fann ég fyrir þessu. Þetta var frábært," sagði Eiður sem þakkaði svo stuðninginn eftir leik ásamt hinum strákunum í liðinu. „Það hefði verið asnalegt að gera það ekki. Þetta er besti stuðningur sem ég hef upplifað hjá íslensku landsliðinu og ég held að við getum verið ótrúlega stolt af því hvernig stuðningurinn hefur verið, hvernig fólk hefur hagað sér og hvernig það hefur mætt á völlinn. Orkan sem við höfum fundið frá fólkinu öllu bæði hér og heima hefur verið mögnuð,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Fyrsta sinn á ævinni stoltur eftir að hafa skíttapað Ragnar Sigurðsson sagði að franska liðið hafi einfaldlega tekið það íslenska í bakaríið í fyrri hálfleik í kvöld. 3. júlí 2016 23:00 Ari Freyr: Englandsleikurinn hápunktur Ari Freyr Skúlason segir að hann muni minnast þess til æviloka að hafa spilað með Íslandi í fyrsta skipti á EM. 3. júlí 2016 22:43 Kári: Að fá á sig fimm mörk er eitthvað sem ég get ekki brosað yfir núna Kári Árnason var niðurlútur í leikslok þegar hann talaði við fjölmiðla skömmu eftir að Ísland datt út á EM í Frakklandi gegn gestgjöfunum. 3. júlí 2016 23:00 Jón Daði: Búið að vera þvílíkt ferðalag Jón Daði Böðvarsson lék fyrri hálfleikinn þegar Ísland féll úr leik fyrir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM 2016 í Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 22:51 Geggjuð ljósasýning og veisla við Eiffel-turninn eftir sigur Frakka Tugir þúsunda fögnuðu á stuðningsmannasvæðinu eftir leikinn í kvöld. 3. júlí 2016 22:27 Elmar: Ekki séð Íslendinga svona jákvæða í mörg ár Theódór Elmar Bjarnason sagði menn vera svekktir inn í klefa, en menn gætu gengið stoltir frá borði eftir frábæra frammistöðu Íslands á EM. 3. júlí 2016 22:20 Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í tapinu gegn Frakklandi í kvöld en hann þurfti að sætta sig við að sitja á bekknum allan tímann í sigrunum gegn Austurríki og Englandi. Eiður Smári gaf sér smá tíma til að ræða við íslenska fjölmiðla eftir leikinn en bað þá sérstaklega um að spyrja sig ekki hvort hann sé hættur. Vonandi þýðir það að hann sé ekki hættur. Aðspurður um tilfinninguna í brjósti leikmanna inn í klefa eftir leik sagði Eiður: „Ég held að það hafi verið mikið svekkelsi. Það sem stendur upp úr hjá mér er bara stolt eftir það sem við gerðum.“ „Það hefði verið verra að hefðum við fallið út á síðustu mínútu eða í vítaspyrnukeppni eða eitthvað svoleiðis.“ Franska liðið var 4-0 yfir í fyrri hálfleik og yfirspilaði okkar stráka sem gerðu mikið af mistökum sem þeir eru ekki þekktir fyrir að gera. „Því miður áttum við ekki séns í þessum leik. Við spiluðum ekki nógu vel. Það var ekki nógu mikil orka í okkur og við gáfum því miður of mikið af svæði. Okkur var bara refsað,“ sagði Eiður Smári. Eins og gegn Ungverjalandi ætlaði allt um koll að keyra í stúkunni þegar Eiður Smári kom inn á. Þessi þrautreyndi og markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi viðurkenndi að þetta yljar honum um hjartarætur. „Auðvitað. Ég er bara mannlegur eins og allir aðrir. Þetta var æðislegt. Það er samt svo erfitt þegar maður er að koma inn á og einbeita sér að því að hugsa um það sem er að gerast upp í stúku. En auðvitað fann ég fyrir þessu. Þetta var frábært," sagði Eiður sem þakkaði svo stuðninginn eftir leik ásamt hinum strákunum í liðinu. „Það hefði verið asnalegt að gera það ekki. Þetta er besti stuðningur sem ég hef upplifað hjá íslensku landsliðinu og ég held að við getum verið ótrúlega stolt af því hvernig stuðningurinn hefur verið, hvernig fólk hefur hagað sér og hvernig það hefur mætt á völlinn. Orkan sem við höfum fundið frá fólkinu öllu bæði hér og heima hefur verið mögnuð,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Fyrsta sinn á ævinni stoltur eftir að hafa skíttapað Ragnar Sigurðsson sagði að franska liðið hafi einfaldlega tekið það íslenska í bakaríið í fyrri hálfleik í kvöld. 3. júlí 2016 23:00 Ari Freyr: Englandsleikurinn hápunktur Ari Freyr Skúlason segir að hann muni minnast þess til æviloka að hafa spilað með Íslandi í fyrsta skipti á EM. 3. júlí 2016 22:43 Kári: Að fá á sig fimm mörk er eitthvað sem ég get ekki brosað yfir núna Kári Árnason var niðurlútur í leikslok þegar hann talaði við fjölmiðla skömmu eftir að Ísland datt út á EM í Frakklandi gegn gestgjöfunum. 3. júlí 2016 23:00 Jón Daði: Búið að vera þvílíkt ferðalag Jón Daði Böðvarsson lék fyrri hálfleikinn þegar Ísland féll úr leik fyrir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM 2016 í Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 22:51 Geggjuð ljósasýning og veisla við Eiffel-turninn eftir sigur Frakka Tugir þúsunda fögnuðu á stuðningsmannasvæðinu eftir leikinn í kvöld. 3. júlí 2016 22:27 Elmar: Ekki séð Íslendinga svona jákvæða í mörg ár Theódór Elmar Bjarnason sagði menn vera svekktir inn í klefa, en menn gætu gengið stoltir frá borði eftir frábæra frammistöðu Íslands á EM. 3. júlí 2016 22:20 Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Ragnar: Fyrsta sinn á ævinni stoltur eftir að hafa skíttapað Ragnar Sigurðsson sagði að franska liðið hafi einfaldlega tekið það íslenska í bakaríið í fyrri hálfleik í kvöld. 3. júlí 2016 23:00
Ari Freyr: Englandsleikurinn hápunktur Ari Freyr Skúlason segir að hann muni minnast þess til æviloka að hafa spilað með Íslandi í fyrsta skipti á EM. 3. júlí 2016 22:43
Kári: Að fá á sig fimm mörk er eitthvað sem ég get ekki brosað yfir núna Kári Árnason var niðurlútur í leikslok þegar hann talaði við fjölmiðla skömmu eftir að Ísland datt út á EM í Frakklandi gegn gestgjöfunum. 3. júlí 2016 23:00
Jón Daði: Búið að vera þvílíkt ferðalag Jón Daði Böðvarsson lék fyrri hálfleikinn þegar Ísland féll úr leik fyrir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM 2016 í Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 22:51
Geggjuð ljósasýning og veisla við Eiffel-turninn eftir sigur Frakka Tugir þúsunda fögnuðu á stuðningsmannasvæðinu eftir leikinn í kvöld. 3. júlí 2016 22:27
Elmar: Ekki séð Íslendinga svona jákvæða í mörg ár Theódór Elmar Bjarnason sagði menn vera svekktir inn í klefa, en menn gætu gengið stoltir frá borði eftir frábæra frammistöðu Íslands á EM. 3. júlí 2016 22:20