Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. júlí 2016 07:00 Flóttamenn eru í mikilli neyð um allan heim. Í Noregi hefur fjöldamarkmiðum ekki verið náð um að senda hælisleitendur sjálfviljuga. Mynd/Epa Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. IOM rekur slík verkefni á Norðurlöndunum, til að mynda í Noregi og víðar. Fjárstuðningur til hælisleitanda í Noregi getur numið allt að hálfri milljón íslenskra króna. Útlendingastofnun benti á þörfina á fyrirkomulagi sem þessu og Ríkisendurskoðun tók undir mikilvægi þess í skýrslu sinni á síðasta ári að gerður verði samningur sem tryggi þeim hælisleitendum sem er hafnað um vernd stuðning. Innanríkisráðuneytið segir aðstoð við sjálfviljuga heimför hugsaða sem mannúðlega aðferð við að snúa hælisleitendum aftur til heimalandsins; þeim sem geta ekki, vilja ekki, eða fá ekki að dvelja í því landi sem þeir eru staddir í og óska þess sjálfir að snúa aftur til heimalandsins. Ráðuneytið leggur áherslu á að fjárstuðningurinn geti skipt máli fyrir fólk sem hafi kost á því að snúa aftur til heimalandsins í hættulaust ástand. Í nýjum útlendingalögum er heimild til þess að gefa fólki stuðning sem þennan. Í Noregi var markmiðið að aðstoða 2.300 hælisleitendur með þessum hætti – reyndin varð önnur en aðeins 1.100 sóttust eftir stuðningi. Þessi aðferð IOM krefst samstarfs við hælisleitendur, stofnanir og stjórnvöld bæði í því landi sem tekur upp aðferðina og upprunaland hælisleitanda. IOM hefur aðstoðað rúmlega 40 þúsund umsækjendur á þennan hátt síðustu fimm ár. Þeir sem gætu átt rétt á þessari aðstoð IOM eru til dæmis: Hælisleitendur sem er hafnað eða hafa dregið umsókn sína til baka, þolendur mansals og viðkvæmir hópar, fylgdarlaus börn eða fólk með heilsufarsbrest. Nú er fyrirkomulagið hins vegar þannig að allar ákvarðanir Útlendingastofnunar og úrskurðir kærunefndar útlendingamála, sem fela í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið, eru sendar til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar. Þær upplýsingar fengust úr innanríkisráðuneytinu að verkferlar og fyrirkomulag á þessum málum séu reglulega til skoðunar með umbætur að leiðarljósi, og er samningurinn við IOM dæmi um þá vinnu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. IOM rekur slík verkefni á Norðurlöndunum, til að mynda í Noregi og víðar. Fjárstuðningur til hælisleitanda í Noregi getur numið allt að hálfri milljón íslenskra króna. Útlendingastofnun benti á þörfina á fyrirkomulagi sem þessu og Ríkisendurskoðun tók undir mikilvægi þess í skýrslu sinni á síðasta ári að gerður verði samningur sem tryggi þeim hælisleitendum sem er hafnað um vernd stuðning. Innanríkisráðuneytið segir aðstoð við sjálfviljuga heimför hugsaða sem mannúðlega aðferð við að snúa hælisleitendum aftur til heimalandsins; þeim sem geta ekki, vilja ekki, eða fá ekki að dvelja í því landi sem þeir eru staddir í og óska þess sjálfir að snúa aftur til heimalandsins. Ráðuneytið leggur áherslu á að fjárstuðningurinn geti skipt máli fyrir fólk sem hafi kost á því að snúa aftur til heimalandsins í hættulaust ástand. Í nýjum útlendingalögum er heimild til þess að gefa fólki stuðning sem þennan. Í Noregi var markmiðið að aðstoða 2.300 hælisleitendur með þessum hætti – reyndin varð önnur en aðeins 1.100 sóttust eftir stuðningi. Þessi aðferð IOM krefst samstarfs við hælisleitendur, stofnanir og stjórnvöld bæði í því landi sem tekur upp aðferðina og upprunaland hælisleitanda. IOM hefur aðstoðað rúmlega 40 þúsund umsækjendur á þennan hátt síðustu fimm ár. Þeir sem gætu átt rétt á þessari aðstoð IOM eru til dæmis: Hælisleitendur sem er hafnað eða hafa dregið umsókn sína til baka, þolendur mansals og viðkvæmir hópar, fylgdarlaus börn eða fólk með heilsufarsbrest. Nú er fyrirkomulagið hins vegar þannig að allar ákvarðanir Útlendingastofnunar og úrskurðir kærunefndar útlendingamála, sem fela í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið, eru sendar til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar. Þær upplýsingar fengust úr innanríkisráðuneytinu að verkferlar og fyrirkomulag á þessum málum séu reglulega til skoðunar með umbætur að leiðarljósi, og er samningurinn við IOM dæmi um þá vinnu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira