Stærsti viðburður ársins í UFC í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. júlí 2016 11:00 Brock Lesnar í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Það má segja að jólin séu í kvöld fyrir bardagaaðdáendur. UFC 200 er í kvöld og er óhætt að segja að þetta sé eitt stærsta bardagakvöld allra tíma. Tveir titilbardagar verða á dagskrá og er kvöldið hlaðið stórum nöfnum. Af þeim tíu bardagamönnum sem berjast á aðalhluta bardagakvöldsins hafa níu af þeim annað hvort verið meistarar eða barist um titil. Það voru auðvitað mikil vonbrigði þegar Jon Jones datt út eftir að hafa fallið á lyfjaprófi en UFC gerði það besta í stöðunni og fékk Anderson Silva í staðinn. Silva er að margra mati sá besti í sögunni og mætir Daniel Cormier með aðeins tveggja daga fyrirvara. Vissulega er Silva orðinn 41 árs gamall og er langt síðan hann vann bardaga síðast en eins og síðustu tvo ár hafa sýnt okkur er aldrei hægt að útiloka neitt í MMA. Í aðalbardaganum mætast þær Miesha Tate og Amanda Nunes um bantamvigtartitilinn. Þetta verður fyrsta titilvörn Mieshu Tate en Tate tók beltið af Holly Holm fyrr á þessu ári. Jötuninn Brock Lesnar snýr aftur eftir rúm fjögur ár frá íþróttinni. Þessi fyrrum þungavigtarmeistari UFC var stór stjarna í fjölbragðaglímunni og ætlar nú að taka að minnsta kosti einn bardaga í viðbót. Lesnar, sem passar varla í stærsta hanskapar UFC, mætir Mark Hunt. Hunt er einn mesti rotarinn í þungavigtinni og er ekki með flókna leikáætlun fyrir bardagann. Hann ætlar bara að kýla Lesnar á trýnið. Fyrrum fjaðurvigtarmeistarinn Jose Aldo snýr aftur eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo mætir fyrrum léttvigtarmeistaranum Frankie Edgar um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) í fjaðurvigtinni. Sigurvegarinn mun svo skora á Conor McGregor. Aldo og Edgar áttust við árið 2012 og þar fór Aldo með sigur af hólmi eftir gríðarlega jafnan bardaga. Síðast en ekki síst fáum við svo endurkomu hjá fyrrum þungavigtarmeistaranum, Cain Velasquez. Hann mætir kærasta Rondu Rousey, Travis Browne, í fyrsta bardaga kvöldsins á aðalhluta bardagakvöldsins. Velasquez hefur verið þjakaður af meiðslum á undanförnum árum en þegar hann er upp á sitt besta er hann besti þungavigtarmaður heims. Verður hann sama mulningsvél og hann var gegn Travis Browne í kvöld? Bardagakvöldið er svo troðið af stórum nöfnum að fyrrum bantamvigtarmeistarinn (T.J. Dillashaw) og fyrrum veltivigtarmeistarinn (Johny Hendricks) eru hluti af upphitunarbardögunum. Þetta er veisla sem enginn sannur bardagaaðdáandi má missa af. Bardagaveislan hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. 9. júlí 2016 14:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Það má segja að jólin séu í kvöld fyrir bardagaaðdáendur. UFC 200 er í kvöld og er óhætt að segja að þetta sé eitt stærsta bardagakvöld allra tíma. Tveir titilbardagar verða á dagskrá og er kvöldið hlaðið stórum nöfnum. Af þeim tíu bardagamönnum sem berjast á aðalhluta bardagakvöldsins hafa níu af þeim annað hvort verið meistarar eða barist um titil. Það voru auðvitað mikil vonbrigði þegar Jon Jones datt út eftir að hafa fallið á lyfjaprófi en UFC gerði það besta í stöðunni og fékk Anderson Silva í staðinn. Silva er að margra mati sá besti í sögunni og mætir Daniel Cormier með aðeins tveggja daga fyrirvara. Vissulega er Silva orðinn 41 árs gamall og er langt síðan hann vann bardaga síðast en eins og síðustu tvo ár hafa sýnt okkur er aldrei hægt að útiloka neitt í MMA. Í aðalbardaganum mætast þær Miesha Tate og Amanda Nunes um bantamvigtartitilinn. Þetta verður fyrsta titilvörn Mieshu Tate en Tate tók beltið af Holly Holm fyrr á þessu ári. Jötuninn Brock Lesnar snýr aftur eftir rúm fjögur ár frá íþróttinni. Þessi fyrrum þungavigtarmeistari UFC var stór stjarna í fjölbragðaglímunni og ætlar nú að taka að minnsta kosti einn bardaga í viðbót. Lesnar, sem passar varla í stærsta hanskapar UFC, mætir Mark Hunt. Hunt er einn mesti rotarinn í þungavigtinni og er ekki með flókna leikáætlun fyrir bardagann. Hann ætlar bara að kýla Lesnar á trýnið. Fyrrum fjaðurvigtarmeistarinn Jose Aldo snýr aftur eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo mætir fyrrum léttvigtarmeistaranum Frankie Edgar um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) í fjaðurvigtinni. Sigurvegarinn mun svo skora á Conor McGregor. Aldo og Edgar áttust við árið 2012 og þar fór Aldo með sigur af hólmi eftir gríðarlega jafnan bardaga. Síðast en ekki síst fáum við svo endurkomu hjá fyrrum þungavigtarmeistaranum, Cain Velasquez. Hann mætir kærasta Rondu Rousey, Travis Browne, í fyrsta bardaga kvöldsins á aðalhluta bardagakvöldsins. Velasquez hefur verið þjakaður af meiðslum á undanförnum árum en þegar hann er upp á sitt besta er hann besti þungavigtarmaður heims. Verður hann sama mulningsvél og hann var gegn Travis Browne í kvöld? Bardagakvöldið er svo troðið af stórum nöfnum að fyrrum bantamvigtarmeistarinn (T.J. Dillashaw) og fyrrum veltivigtarmeistarinn (Johny Hendricks) eru hluti af upphitunarbardögunum. Þetta er veisla sem enginn sannur bardagaaðdáandi má missa af. Bardagaveislan hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. 9. júlí 2016 14:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15
Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30
Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. 9. júlí 2016 14:30
Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn