Fjórar ástæður fyrir því að 24 liða EM er betra | Ísland eitt besta dæmið Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júlí 2016 07:00 Strákarnir okkar koma ekki frá stóru landi en eru að standa sig vel. vísir/Vilhelm Á Evrópumótinu í fótbolta sem nú stendur yfir í Frakklandi eru í fyrsta sinn 24 lið að keppa en ekki 16 eins og hafa verið síðan 1996. Minni lið eins og Albanía, Ungverjaland, Norður-Írland, Wales og Ísland unnu sér öll inn þátttökurétt en Ísland hefði reyndar komist á 16 liða mót miðað við gengi þess í undankeppninni. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessa breytingu. Mörgum sparkspekingum finnst gæðin ekki þau sömu og margir leikir frekar óáhugaverðir. Henry Winter, einn fremsti fótboltablaðamaður Englands, er einn þeirra en í viðtali við Vísi fyrr á mótinu sagði hann: „Þetta er ekki frábært mót hvað varðar tækni, leikstíl eða frábær lið en það er frábært að sjá lið eins og Ísland vera hérna og standa sig svona vel.“ Evan J. Davis, penni á íþróttavefsíðunni SB Nation, er mjög hrifinn af þessari breytingu og skrifar ítarlega grein þess efnis. Hann telur upp fjórar greinargóðar ástæður fyrir því að 24 liða Evrópumót sé betra en 16 liða.Zico og félagar gerðu það gott 1982.vísir/getty1. Þetta hefur virkað áður Margir þeirra sem eru fúlir yfir 24 liða móti gleyma því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Aðeins 24 lið spiluðu á HM frá 1982-1994 og miðað við hvað menn tapa sér í nostalgíu þegar talað er um leikmenn eins og Zico, Sócrates, Lineker, Maradona og Romario er erfitt að líta til baka á þau mót sem óspennandi. Á HM 1982 voru skoruð fleiri mörk en á 1970 eða 2,81 leik en brasilíska liðið á því móti er talið eitt besta lið sögunnar. HM kvenna á síðasta ári var líka mun meira spennandi þökk sé að 24 lið spiluðu þar. Kosta Ríka, Kamerún og England fengu allt í einu tækifæri til að sýna sig á stóra sviðinu og gerðu vel.vísir/vilhelm2. Stærra mót ýtir undir þróun í löndunum Ef þú átt engan möguleika á að komast í álfukeppni eins og EM, til hvers þá að eyða peningum í grasrótina? Ef þú sérð fram á tækifæri að spila á stórmóti eru meiri líkur á að knattspyrnusambönd dæli peningum í betri aðstöðu og betri þjálfara og fái þannig betri leikmenn. Ísland er líklega besta dæmið um þetta. Þar byrjuðu menn að pumpa seðlum í innanhúsvelli og þjálfara með UEFA-réttindi. Og hvað gerðist? Ísland var hársbreidd frá því að komast á HM 2014 en tapaði í tveggja leikja umspili gegn Króatíu. Ísland stormaði svo í gegnum undankeppni Evrópumótsins þar sem það vann Tyrkland, Holland og Tékkland áður en það tók svo Austurríki og England á Evrópumótinu og er komið í átta liða úrslit. Ekkert af þessu hefði gerst ef Evrópumótið væri enn þá 16 liða mót eða HM hefði ekki verið stækkað í 32 liða mót. Stækkun mótanna varð gulrót fyrir Íslendinga að gera betur hjá sér.vísir/vilhelm3. Fleiri lið, meiri skemmtun Er einhver virkilega svekktur með að Ungverjaland og Wales unnu sína riðli? Hvað með að Ísland valtaði yfir England í 16 liða úrslitum? Sá einhver Austurríki fyrir sér vera tekið í bakaríið af smáliðum? Ég veit ekki með ykkur en ég naut þess að sjá Norður-Írland spila sinn sterka varnarleik og komast í útsláttarkeppnina. Staðreyndin er sú að leiðinlegasti leikur mótsins var líklega viðureign Króatíu og Portúgal í 16 liða úrsitum. Ísland er búið að þróast úr því að verjast bara eins og í fyrsta leiknum gegn Portúgal í það að halda boltanum og beita sínum löngu innköstum. Það að Wales og Ísland eru komin í átta liða úrslitin er bara skemmtilegt.vísir/vilhelm4. Þessi nýju lið eru góð, punktur. Það virðist vera að þrátt fyrir óvæntu úrslitin á EM telur fólk þessi minni lið ekki góð og sérstaklega ekki þegar þau eru borin saman við þau bestu í heiminum. Það er satt að bestu liðin eru miklu betri en restin en bilið er að minnka á milli þjóðanna. Til að sýna fram á þetta má benda á Alþjóðlega Elo-listann sem gefur og dregur stig af landsliðum út frá hæfileikum leikmanna þeirra og fleira. Þetta er gegnsærra og nákvæmara kerfi en FIFa-listinn. 384 stig skilja að Argentínu í fyrsta sæti og Úkraínu í 32. sæti. Argentína væri alltaf talið sigurstranglegra lið í mótsleik. Aftur á móti skilja aðeins 151 stig að Svíþjóð í 33. sæti og Serbíu í 63. sæti. Á þessu bili eru lið sem eru að keppa á EM eins og Ungverjaland, Austurríki, Ísland, Rússland, Norður-Írland og Albanía. Af þessu liðum voru það aðeins Rússar og Svíar sem áttu virkilega slæmt mót. Austurríki var talið betra fyrir mótið en tapaði fyrir Íslandi og Ungverjalandi í riðlakeppninni, liðum sem höfðu meiri hæfileika innanborðs en flestir reiknuðu með.Hér má sjá alla úttektina á SB Nation.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Á Evrópumótinu í fótbolta sem nú stendur yfir í Frakklandi eru í fyrsta sinn 24 lið að keppa en ekki 16 eins og hafa verið síðan 1996. Minni lið eins og Albanía, Ungverjaland, Norður-Írland, Wales og Ísland unnu sér öll inn þátttökurétt en Ísland hefði reyndar komist á 16 liða mót miðað við gengi þess í undankeppninni. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessa breytingu. Mörgum sparkspekingum finnst gæðin ekki þau sömu og margir leikir frekar óáhugaverðir. Henry Winter, einn fremsti fótboltablaðamaður Englands, er einn þeirra en í viðtali við Vísi fyrr á mótinu sagði hann: „Þetta er ekki frábært mót hvað varðar tækni, leikstíl eða frábær lið en það er frábært að sjá lið eins og Ísland vera hérna og standa sig svona vel.“ Evan J. Davis, penni á íþróttavefsíðunni SB Nation, er mjög hrifinn af þessari breytingu og skrifar ítarlega grein þess efnis. Hann telur upp fjórar greinargóðar ástæður fyrir því að 24 liða Evrópumót sé betra en 16 liða.Zico og félagar gerðu það gott 1982.vísir/getty1. Þetta hefur virkað áður Margir þeirra sem eru fúlir yfir 24 liða móti gleyma því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Aðeins 24 lið spiluðu á HM frá 1982-1994 og miðað við hvað menn tapa sér í nostalgíu þegar talað er um leikmenn eins og Zico, Sócrates, Lineker, Maradona og Romario er erfitt að líta til baka á þau mót sem óspennandi. Á HM 1982 voru skoruð fleiri mörk en á 1970 eða 2,81 leik en brasilíska liðið á því móti er talið eitt besta lið sögunnar. HM kvenna á síðasta ári var líka mun meira spennandi þökk sé að 24 lið spiluðu þar. Kosta Ríka, Kamerún og England fengu allt í einu tækifæri til að sýna sig á stóra sviðinu og gerðu vel.vísir/vilhelm2. Stærra mót ýtir undir þróun í löndunum Ef þú átt engan möguleika á að komast í álfukeppni eins og EM, til hvers þá að eyða peningum í grasrótina? Ef þú sérð fram á tækifæri að spila á stórmóti eru meiri líkur á að knattspyrnusambönd dæli peningum í betri aðstöðu og betri þjálfara og fái þannig betri leikmenn. Ísland er líklega besta dæmið um þetta. Þar byrjuðu menn að pumpa seðlum í innanhúsvelli og þjálfara með UEFA-réttindi. Og hvað gerðist? Ísland var hársbreidd frá því að komast á HM 2014 en tapaði í tveggja leikja umspili gegn Króatíu. Ísland stormaði svo í gegnum undankeppni Evrópumótsins þar sem það vann Tyrkland, Holland og Tékkland áður en það tók svo Austurríki og England á Evrópumótinu og er komið í átta liða úrslit. Ekkert af þessu hefði gerst ef Evrópumótið væri enn þá 16 liða mót eða HM hefði ekki verið stækkað í 32 liða mót. Stækkun mótanna varð gulrót fyrir Íslendinga að gera betur hjá sér.vísir/vilhelm3. Fleiri lið, meiri skemmtun Er einhver virkilega svekktur með að Ungverjaland og Wales unnu sína riðli? Hvað með að Ísland valtaði yfir England í 16 liða úrslitum? Sá einhver Austurríki fyrir sér vera tekið í bakaríið af smáliðum? Ég veit ekki með ykkur en ég naut þess að sjá Norður-Írland spila sinn sterka varnarleik og komast í útsláttarkeppnina. Staðreyndin er sú að leiðinlegasti leikur mótsins var líklega viðureign Króatíu og Portúgal í 16 liða úrsitum. Ísland er búið að þróast úr því að verjast bara eins og í fyrsta leiknum gegn Portúgal í það að halda boltanum og beita sínum löngu innköstum. Það að Wales og Ísland eru komin í átta liða úrslitin er bara skemmtilegt.vísir/vilhelm4. Þessi nýju lið eru góð, punktur. Það virðist vera að þrátt fyrir óvæntu úrslitin á EM telur fólk þessi minni lið ekki góð og sérstaklega ekki þegar þau eru borin saman við þau bestu í heiminum. Það er satt að bestu liðin eru miklu betri en restin en bilið er að minnka á milli þjóðanna. Til að sýna fram á þetta má benda á Alþjóðlega Elo-listann sem gefur og dregur stig af landsliðum út frá hæfileikum leikmanna þeirra og fleira. Þetta er gegnsærra og nákvæmara kerfi en FIFa-listinn. 384 stig skilja að Argentínu í fyrsta sæti og Úkraínu í 32. sæti. Argentína væri alltaf talið sigurstranglegra lið í mótsleik. Aftur á móti skilja aðeins 151 stig að Svíþjóð í 33. sæti og Serbíu í 63. sæti. Á þessu bili eru lið sem eru að keppa á EM eins og Ungverjaland, Austurríki, Ísland, Rússland, Norður-Írland og Albanía. Af þessu liðum voru það aðeins Rússar og Svíar sem áttu virkilega slæmt mót. Austurríki var talið betra fyrir mótið en tapaði fyrir Íslandi og Ungverjalandi í riðlakeppninni, liðum sem höfðu meiri hæfileika innanborðs en flestir reiknuðu með.Hér má sjá alla úttektina á SB Nation.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira