Rassskelltu Rússana og sendu þá heim af EM | Bale með sitt þriðja mark á mótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2016 20:45 Aaron Ramsey og Gareth Bale fagna í kvöld. Vísir/Getty Gareth Bale og félagar í velska landsliðinu tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í kvöld eftir sannfærandi 3-0 sigur á Rússlandi en þá fór fram lokaumferðin í B-riðlinum. Wales tryggði sér ekki aðeins sæti í næstu umferð með þessum glæsilegra sigri heldur nægði hann einnig til að vinna riðilinn þar sem að enska landsliðið gerði markalaust jafntefli á sama tíma. Rússar fengu aðeins eitt stig í riðlinum og eru því á heimaleið frá Frakklandi eins og Rúmenar. Rússneska liðið slapp með skrekkinn í fyrsta leiknum á móti Englandi og tapaði síðan tveimur síðustu leikjum sínum. Velska liðið er á sínu fyrsta Evrópumóti og á sínu fyrsta stórmóti frá 1958 og stuðningsmenn liðsins eru örugglega í skýjunum með þess frábæru frammistöðu liðsins. Tveir sigrar og sárgrætilegt tap á móti Englandi eru meira en örugglega flestum dreymdi um. Wales byrjaði leikinn frábærlega og velska liðið skoraði tvö mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Það fyrra skoraði Aaron Ramsey á 11. mínútu eftir frábæra sendingu Joe Allen inn fyrir vörnina og það síðara skoraði Neil Taylor á 20. mínútu en það er ekki á hverjum degi sem hann skoraði. Igor Akinfeev hafði mikið að gera í rússneska markinu og varði ófá skotin í leiknum. Gareth Bale lék lausum hala í leiknum og reyndi mörg skotin en Akinfeev sá við honum fram eftir leik. Gareth Bale tókst loksins að skora á 67. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Aaron Ramsey. Bale er nú markahæsti leikmaður Evrópumótsins með þrjú mörk. Gengi Rússa á EM í Frakklandi hlýtur að vera mikið áhyggjuefni en þeir halda eins og kunnugt er næstu heimsmeistarakeppni sem fer fram eftir aðeins tvö ár. Það þarf að taka mikið til í liðinu fram að því.Aaron Ramsey kemur Wales í 1-0 Hér er fyrra mark Walesverja. Aaron Ramsey. 1-0. #EMÍsland https://t.co/CV7Zx00BiO— Síminn (@siminn) June 20, 2016 Neil Taylor kemur Wales í 2-0 Neil Taylor bætir við marki! 2-0. #WAL #RUS #EMÍsland https://t.co/EGvh7Dsevg— Síminn (@siminn) June 20, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Gareth Bale og félagar í velska landsliðinu tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í kvöld eftir sannfærandi 3-0 sigur á Rússlandi en þá fór fram lokaumferðin í B-riðlinum. Wales tryggði sér ekki aðeins sæti í næstu umferð með þessum glæsilegra sigri heldur nægði hann einnig til að vinna riðilinn þar sem að enska landsliðið gerði markalaust jafntefli á sama tíma. Rússar fengu aðeins eitt stig í riðlinum og eru því á heimaleið frá Frakklandi eins og Rúmenar. Rússneska liðið slapp með skrekkinn í fyrsta leiknum á móti Englandi og tapaði síðan tveimur síðustu leikjum sínum. Velska liðið er á sínu fyrsta Evrópumóti og á sínu fyrsta stórmóti frá 1958 og stuðningsmenn liðsins eru örugglega í skýjunum með þess frábæru frammistöðu liðsins. Tveir sigrar og sárgrætilegt tap á móti Englandi eru meira en örugglega flestum dreymdi um. Wales byrjaði leikinn frábærlega og velska liðið skoraði tvö mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Það fyrra skoraði Aaron Ramsey á 11. mínútu eftir frábæra sendingu Joe Allen inn fyrir vörnina og það síðara skoraði Neil Taylor á 20. mínútu en það er ekki á hverjum degi sem hann skoraði. Igor Akinfeev hafði mikið að gera í rússneska markinu og varði ófá skotin í leiknum. Gareth Bale lék lausum hala í leiknum og reyndi mörg skotin en Akinfeev sá við honum fram eftir leik. Gareth Bale tókst loksins að skora á 67. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Aaron Ramsey. Bale er nú markahæsti leikmaður Evrópumótsins með þrjú mörk. Gengi Rússa á EM í Frakklandi hlýtur að vera mikið áhyggjuefni en þeir halda eins og kunnugt er næstu heimsmeistarakeppni sem fer fram eftir aðeins tvö ár. Það þarf að taka mikið til í liðinu fram að því.Aaron Ramsey kemur Wales í 1-0 Hér er fyrra mark Walesverja. Aaron Ramsey. 1-0. #EMÍsland https://t.co/CV7Zx00BiO— Síminn (@siminn) June 20, 2016 Neil Taylor kemur Wales í 2-0 Neil Taylor bætir við marki! 2-0. #WAL #RUS #EMÍsland https://t.co/EGvh7Dsevg— Síminn (@siminn) June 20, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira