Úkraína fékk hvorki stig né skoraði mark á EM | Sjáðu sigurmark Póllands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 17:45 Jakub Blaszczykowski fagnar marki sínu. Vísir/EPA Pólverjar unnu allt annað en sannfærandi 1-0 sigur á Úkraínu í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Varamaðurinn Jakub Blaszczykowski skoraði eina mark leiksins skömmu eftir að hann kom inná í hálfleik. Pólska liðið tryggði sér endanlega sæti í sextán liða úrslitum með þessum sigri en þetta er í fyrsta sinn sem liðið kemst upp úr sínum riðli á Evrópumóti. Það er hreinlega ótrúlegt að Úkraínumenn hafi ekki náð að skora í leiknum á móti pólska liðinu í dag því úkraínska liðið fékk hvert færið á fætur öðru í leiknum. Pólverjar náðu að landa þessum þremur stigum en urðu samt að sætta sig við annað sætið í riðlinum þar sem Þjóðverjar unnu einnig sinn leik og voru með betri markatölu en þeir. Pólverjar byrjuðu leikinn vel og fengu tvö dauðafæri strax á upphafsmínútum leiksins. Það stefndi því í öruggan sigur pólska liðsins. Arkadius Milik og Robert Lewandowski fengu báðir færi á fyrstu fimm mínútunum en tókst ekki að koma Póllandi yfir. Fyrra skotið var varið en hitt skotið hitti ekki markið. Úkraínumenn vöknuðu við þetta og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn. Þeir voru líka að skapa sér fullt af færum fram að hálfleik og Pólverjar gátu þakkað fyrir að fá ekki á sig mark í hálfleiknum. Úkraína byrjaði seinni hálfleikinn líka ágætlega og fékk frábært skallafæri á 49. mínútu en Oleksandr Zinchenko hitti ekki markið. Úkraínskt mark lá í loftinu. Pólverjar sluppu vel og þeir voru síðan komnir yfir fimm mínútum síðar. Varamaðurinn Jakub Blaszczykowski fékk boltann í teignum frá Arek Milik og svo nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig og smella honum upp í fjærhornið. Úkraínumenn héldu áfram að ógna pólska liðinu út hálfleikinn en ekkert gekk og þeim var hreinlega fyrirmunað að skora á þessu Evrópumóti. Úkraína hefur nú leikið í 479 mínútur í úrslitakeppni án þess að skora en síðasta mark liðsins á EM gerði Andriy Shevchenko í fyrsta leik úkraínska liðsins á EM fyrir fjórum árum.Jakub Blaszczykowski kemur Póllandi í 1-0 Pólland er komið yfir gegn Úkraínu! 1-0! #POL #UKR #EMÍsland https://t.co/fwglKp54gz— Síminn (@siminn) June 21, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Pólverjar unnu allt annað en sannfærandi 1-0 sigur á Úkraínu í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Varamaðurinn Jakub Blaszczykowski skoraði eina mark leiksins skömmu eftir að hann kom inná í hálfleik. Pólska liðið tryggði sér endanlega sæti í sextán liða úrslitum með þessum sigri en þetta er í fyrsta sinn sem liðið kemst upp úr sínum riðli á Evrópumóti. Það er hreinlega ótrúlegt að Úkraínumenn hafi ekki náð að skora í leiknum á móti pólska liðinu í dag því úkraínska liðið fékk hvert færið á fætur öðru í leiknum. Pólverjar náðu að landa þessum þremur stigum en urðu samt að sætta sig við annað sætið í riðlinum þar sem Þjóðverjar unnu einnig sinn leik og voru með betri markatölu en þeir. Pólverjar byrjuðu leikinn vel og fengu tvö dauðafæri strax á upphafsmínútum leiksins. Það stefndi því í öruggan sigur pólska liðsins. Arkadius Milik og Robert Lewandowski fengu báðir færi á fyrstu fimm mínútunum en tókst ekki að koma Póllandi yfir. Fyrra skotið var varið en hitt skotið hitti ekki markið. Úkraínumenn vöknuðu við þetta og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn. Þeir voru líka að skapa sér fullt af færum fram að hálfleik og Pólverjar gátu þakkað fyrir að fá ekki á sig mark í hálfleiknum. Úkraína byrjaði seinni hálfleikinn líka ágætlega og fékk frábært skallafæri á 49. mínútu en Oleksandr Zinchenko hitti ekki markið. Úkraínskt mark lá í loftinu. Pólverjar sluppu vel og þeir voru síðan komnir yfir fimm mínútum síðar. Varamaðurinn Jakub Blaszczykowski fékk boltann í teignum frá Arek Milik og svo nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig og smella honum upp í fjærhornið. Úkraínumenn héldu áfram að ógna pólska liðinu út hálfleikinn en ekkert gekk og þeim var hreinlega fyrirmunað að skora á þessu Evrópumóti. Úkraína hefur nú leikið í 479 mínútur í úrslitakeppni án þess að skora en síðasta mark liðsins á EM gerði Andriy Shevchenko í fyrsta leik úkraínska liðsins á EM fyrir fjórum árum.Jakub Blaszczykowski kemur Póllandi í 1-0 Pólland er komið yfir gegn Úkraínu! 1-0! #POL #UKR #EMÍsland https://t.co/fwglKp54gz— Síminn (@siminn) June 21, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira