Henry Winter: Gaman að sjá hvernig Íslendingar tóku á Ronaldo Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júní 2016 09:30 Henry Winter, blaðamaður á The Times, er einn fremsti ef ekki sá fremsti þegar kemur að fótboltaskrifum á Bretlandi. Hann er margverðlaunaður fyrir sín störf og er sá blaðamaður sem hefur enska blaðamannaatkvæðið í kjöri besta fótboltamanns heims. Winter er Íslandsvinur mikill en hann heimsótti klakann í fyrra og hafði gaman að. Blaðamaður Vísis hitti hann fyrir leik Slóvakíu og Englands í Saint-Étienne og ræddi við hann um íslenska liðið sem hann er heillaður af. „Markvörðurinn ykkar er búinn að vera frábær. Ég er búinn að njóta þess að fylgast með Íslandi. Stuðningsmennirnir eru frábærir og leikmennirnir spila með hjartanu, eru taktískir og gáfaðir fótboltamenn. Svo var gaman að sjá hvernig Ísland tók á Ronaldo,“ segir Winter.Henry Winter.mynd/telegraphMessi frekar en Ronaldo Ronaldo fékk það heldur betur óþvegið frá íslensku þjóðinni og víðar fyrir að neita að taka í hendur strákanna okkar eftir jafntefli Íslands og Portúgals í fyrsta leik liðanna á mótinu. „Ronaldo hefur síðan þá hegðað sér betur enda sýndu Íslendingar honum að menn þurfa að koma fram af virðingu. Við tengjum það alltaf við íslenska íþróttamenn þannig það er búið að vera alveg frábært að fylgjast með Íslandi,“ segir Winter. „Ég vona að þetta verði til þess að íslenskir krakkar fylgist betur með sínum leikmönnum heldur en að dýrka mann eins og Ronaldo. Sjálfur myndi ég alltaf Messi fram yfir Ronaldo því það er meiri stíll yfir honum. Bestu leikmönnunum á að fylgja ákveðin virðing og Messi hefur hana.“ „Ég dáist að Ronaldo sem fótboltamanni en allt í kringum hann virðist alltaf snúast um hann. Á sama tíma hugsar Messi um Barcelona og Argentínu fyrst og fremst. En fótboltinn sýnir bæði góðu og slæmu hliðar lífsins og kannski er bara gott að krakkar sjái hvernig Ronaldo hagar sér og ákveði frekar að þeir vilji ekki vera eins og hann,“ segir Winter.Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason fagna marki Gylfa á móti Ungverjalandi.Vísir/EPAWinter fylgist mjög vel með ensku úrvalsdeildinni og segist alltaf hafa heillast af þeim íslensku leikmönnum sem spila þar. Hann er mikill aðdáandi Gylfa Þórs Sigurðssonar jafnt innan sem utan vallar. „Íslenskir leikmenn eru ekki bara góðir leikmenn heldur góðar manneskjur. Ég tók viðtal við Gylfa og varð mjög spenntur þegar ég komst að því að millinafnið hans er Þór,“ segir Winter en blaðamaður dró aðeins úr hrifningu hans þegar hann sagðist bera sama millinafn og það væri frekar algengt á Íslandi. „Nú, er þetta eins og Smith? Æi, ég sem varð svo æstur. Hann er samt mjög áhugaverður strákur sem er góður í golfi og pabbi hans er í útgerð hef ég heyrt.“ Gylfi Þór þarf væntanlega að skoða nokkur tilboð frá stærri liðum vel og vandlega í sumar áður en hann ákveður næsta skref. Hann skoraði níu mörk eftir áramót í ensku úrvalsdeildinni en telur Winter að hann getur spilað með einum af stærstu liðunum? „Hann getur auðveldlega spilað með einhverjum af þessum bestu liðum. Mér fannst hann alls ekkert svo slakur hjá Tottenham til dæmis. Gylfi er kannski aðeins fyrir aftan Christian Eriksen en þetta er strákur með svo gott viðhorf og vinnusiðferði að hann myndi sóma sér vel í Meistaradeildinni. Það sést að hann vill spila á stærra sviði,“ segir Winter.Ísland hefði komist á 16 liða EM.vísir/vilhelmEitt stærsta umræðuefnið og deilumálið á EM er hvort það var sniðugt að stækka mótið úr 16 liðum í 24. Winter bendir á að þetta var gert í pólitískum tilgangi til að tryggja Michel Platini atkvæði í forsetakjöri FIFA en hann er ekki hrifinn af stækkun EM: „Þetta er ekki frábært mót hvað varðar tækni, leikstíl eða frábær lið en það er frábært að sjá lið eins og Ísland vera hérna og standa sig svona vel," segir Winter. „Mér líkar þetta ekki en Ísland hefði komist á 16 liða Evrópumót. Við skulum ekki gleyma því. Á 16 liða móti þurfa allir að byrja af krafti. Það er ekkert hægt að verjast bara. Út af þessu 24 liða kerfi fer mótið frekar hægt af stað,“ segir Henry Winter.Að neðan má svo sjá nýjasta þáttinn af EM í dag.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Henry Winter, blaðamaður á The Times, er einn fremsti ef ekki sá fremsti þegar kemur að fótboltaskrifum á Bretlandi. Hann er margverðlaunaður fyrir sín störf og er sá blaðamaður sem hefur enska blaðamannaatkvæðið í kjöri besta fótboltamanns heims. Winter er Íslandsvinur mikill en hann heimsótti klakann í fyrra og hafði gaman að. Blaðamaður Vísis hitti hann fyrir leik Slóvakíu og Englands í Saint-Étienne og ræddi við hann um íslenska liðið sem hann er heillaður af. „Markvörðurinn ykkar er búinn að vera frábær. Ég er búinn að njóta þess að fylgast með Íslandi. Stuðningsmennirnir eru frábærir og leikmennirnir spila með hjartanu, eru taktískir og gáfaðir fótboltamenn. Svo var gaman að sjá hvernig Ísland tók á Ronaldo,“ segir Winter.Henry Winter.mynd/telegraphMessi frekar en Ronaldo Ronaldo fékk það heldur betur óþvegið frá íslensku þjóðinni og víðar fyrir að neita að taka í hendur strákanna okkar eftir jafntefli Íslands og Portúgals í fyrsta leik liðanna á mótinu. „Ronaldo hefur síðan þá hegðað sér betur enda sýndu Íslendingar honum að menn þurfa að koma fram af virðingu. Við tengjum það alltaf við íslenska íþróttamenn þannig það er búið að vera alveg frábært að fylgjast með Íslandi,“ segir Winter. „Ég vona að þetta verði til þess að íslenskir krakkar fylgist betur með sínum leikmönnum heldur en að dýrka mann eins og Ronaldo. Sjálfur myndi ég alltaf Messi fram yfir Ronaldo því það er meiri stíll yfir honum. Bestu leikmönnunum á að fylgja ákveðin virðing og Messi hefur hana.“ „Ég dáist að Ronaldo sem fótboltamanni en allt í kringum hann virðist alltaf snúast um hann. Á sama tíma hugsar Messi um Barcelona og Argentínu fyrst og fremst. En fótboltinn sýnir bæði góðu og slæmu hliðar lífsins og kannski er bara gott að krakkar sjái hvernig Ronaldo hagar sér og ákveði frekar að þeir vilji ekki vera eins og hann,“ segir Winter.Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason fagna marki Gylfa á móti Ungverjalandi.Vísir/EPAWinter fylgist mjög vel með ensku úrvalsdeildinni og segist alltaf hafa heillast af þeim íslensku leikmönnum sem spila þar. Hann er mikill aðdáandi Gylfa Þórs Sigurðssonar jafnt innan sem utan vallar. „Íslenskir leikmenn eru ekki bara góðir leikmenn heldur góðar manneskjur. Ég tók viðtal við Gylfa og varð mjög spenntur þegar ég komst að því að millinafnið hans er Þór,“ segir Winter en blaðamaður dró aðeins úr hrifningu hans þegar hann sagðist bera sama millinafn og það væri frekar algengt á Íslandi. „Nú, er þetta eins og Smith? Æi, ég sem varð svo æstur. Hann er samt mjög áhugaverður strákur sem er góður í golfi og pabbi hans er í útgerð hef ég heyrt.“ Gylfi Þór þarf væntanlega að skoða nokkur tilboð frá stærri liðum vel og vandlega í sumar áður en hann ákveður næsta skref. Hann skoraði níu mörk eftir áramót í ensku úrvalsdeildinni en telur Winter að hann getur spilað með einum af stærstu liðunum? „Hann getur auðveldlega spilað með einhverjum af þessum bestu liðum. Mér fannst hann alls ekkert svo slakur hjá Tottenham til dæmis. Gylfi er kannski aðeins fyrir aftan Christian Eriksen en þetta er strákur með svo gott viðhorf og vinnusiðferði að hann myndi sóma sér vel í Meistaradeildinni. Það sést að hann vill spila á stærra sviði,“ segir Winter.Ísland hefði komist á 16 liða EM.vísir/vilhelmEitt stærsta umræðuefnið og deilumálið á EM er hvort það var sniðugt að stækka mótið úr 16 liðum í 24. Winter bendir á að þetta var gert í pólitískum tilgangi til að tryggja Michel Platini atkvæði í forsetakjöri FIFA en hann er ekki hrifinn af stækkun EM: „Þetta er ekki frábært mót hvað varðar tækni, leikstíl eða frábær lið en það er frábært að sjá lið eins og Ísland vera hérna og standa sig svona vel," segir Winter. „Mér líkar þetta ekki en Ísland hefði komist á 16 liða Evrópumót. Við skulum ekki gleyma því. Á 16 liða móti þurfa allir að byrja af krafti. Það er ekkert hægt að verjast bara. Út af þessu 24 liða kerfi fer mótið frekar hægt af stað,“ segir Henry Winter.Að neðan má svo sjá nýjasta þáttinn af EM í dag.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira