EM-dagbók: Lengsti og besti dagur lífs míns Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júní 2016 08:00 Sigurmark í uppbótartíma og að leikurinn var flautaður af var of mikið í einu. vísir/vilhelm Ég er enn að reyna að átta mig á hvað gerðist á þessum tíu mínútum eftir að pólski dómarinn flautaði til leiksloka á Stade de France á miðvikudagskvöldið eftir að Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið gegn Austurríki. Það var eiginlega of mikið að skora sigurmarkið og að leikurinn var flautaður af á sama tíma. Maður var enn að reyna að fagna markinu þegar allt í einu átti maður líka að fara að fagna sigrinum og þeirri staðreynd að strákarnir væru komnir í 16 liða úrslitin. Að sjá liðið gjörsamlega bilast og fara svo til stuðningsmannanna 10.000 og syngja og klappa með þeim eftir þennan sögulega sigur er það magnaðasta sem ég hef upplifað. Allir sem voru þarna hljóta að vera sammála.Tómas Þór Þórðarson.vísir/stefánVið blaðamennirnir fögnuðum ekkert minna en hinn almenni stuðningsmaður í bláu í stúkunni. Við hoppuðum, öskruðum og lögðumst allir í faðma enda höldum við ekkert minna með þessu liði en aðrir. Við algjörlega biluðumst og voru fagnaðarlætin svo mikið að aðrir fréttamenn í stúkunni voru byrjaðir að taka myndbönd af okkur. Það fagna allir árangri íslenska liðsins. Ég gat varla rölt tíu metra á leið minni í viðtöl eftir leikinn án þess að erlendur blaðamaður eða sparkspekingur vildi taka í höndina á mér og óska mér til hamingju eins og ég væri búinn að afreka eitthvað. Það finnst öllum þetta geggjuð saga og það réttilega. Íslendingar fögnuðu svo eftir leik eins og Íslendingum sæmir. Hótelið okkar var í götunni þar sem íslensku stuðningsmennirnir mættu fyrir leik og margir þeirra komu aftur að Moulin Rouge eftir leik. Þar var sungið og trallað langt fram á nótt og í raun morgun.Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson fagna íslenskra sigrinum.Vísir/VilhelmVið blaðamennirnir þurftum að fara snemma að sofa enda var lest til baka til Annecy klukkan 6.30. Maður rétt náði tveggja tíma svefni þarna sem var eins og blundur og fjórum tímum síðar vorum við mættir aftur í vinnuna í Annecy að spjalla við þjálfarana. Dagurinn var sá lengsti á ævi minni en líka sá besti. Þegar við röltum út af hótelinu klukkan 6.30 voru að sjálfsögðu nokkrir Íslendingar enn á fótum. Þrír meistarar sem báru sigur úr býtum í djamminu reyndu að standa í fæturnar og fara yfir heimsmálin. Það var ekki sála á götunni fyrir utan þessa þrjá herramenn. Íslendingar eru nefnilega ólseigir bæði í íþróttum og að djamma. Strákarnir okkar lögðu allt sitt í að ná þessum frábæru úrslitum gegn Austurríki sem varð til þess að við mætum loksins Englandi og stuðningsmennirnir okkar tryggðu að París mun muna eftir þeim. Þvílíkur dagur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn Framkvæmdastjóri KSÍ segir nauðsynlegt að hafa stuðbolta úr Tólfunni á leiknum gegn Englandi í Nice. 24. júní 2016 07:00 Skora á Lars að halda áfram með landsliðið Íslendingar virðast ekki tilbúnir að kveðja Lars Lagerbäck. 24. júní 2016 08:30 Kraftur úr óvæntri átt Skiptingar þjálfara íslenska landsliðsins í sigurleiknum á Austurríki í París á miðvikudagskvöldið gengu fullkomlega upp. Heimir Hallgrímsson segir þá "kúl“ og kraftmikla stráka sem hann sé afar stoltur af. 24. júní 2016 06:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Ég er enn að reyna að átta mig á hvað gerðist á þessum tíu mínútum eftir að pólski dómarinn flautaði til leiksloka á Stade de France á miðvikudagskvöldið eftir að Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið gegn Austurríki. Það var eiginlega of mikið að skora sigurmarkið og að leikurinn var flautaður af á sama tíma. Maður var enn að reyna að fagna markinu þegar allt í einu átti maður líka að fara að fagna sigrinum og þeirri staðreynd að strákarnir væru komnir í 16 liða úrslitin. Að sjá liðið gjörsamlega bilast og fara svo til stuðningsmannanna 10.000 og syngja og klappa með þeim eftir þennan sögulega sigur er það magnaðasta sem ég hef upplifað. Allir sem voru þarna hljóta að vera sammála.Tómas Þór Þórðarson.vísir/stefánVið blaðamennirnir fögnuðum ekkert minna en hinn almenni stuðningsmaður í bláu í stúkunni. Við hoppuðum, öskruðum og lögðumst allir í faðma enda höldum við ekkert minna með þessu liði en aðrir. Við algjörlega biluðumst og voru fagnaðarlætin svo mikið að aðrir fréttamenn í stúkunni voru byrjaðir að taka myndbönd af okkur. Það fagna allir árangri íslenska liðsins. Ég gat varla rölt tíu metra á leið minni í viðtöl eftir leikinn án þess að erlendur blaðamaður eða sparkspekingur vildi taka í höndina á mér og óska mér til hamingju eins og ég væri búinn að afreka eitthvað. Það finnst öllum þetta geggjuð saga og það réttilega. Íslendingar fögnuðu svo eftir leik eins og Íslendingum sæmir. Hótelið okkar var í götunni þar sem íslensku stuðningsmennirnir mættu fyrir leik og margir þeirra komu aftur að Moulin Rouge eftir leik. Þar var sungið og trallað langt fram á nótt og í raun morgun.Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson fagna íslenskra sigrinum.Vísir/VilhelmVið blaðamennirnir þurftum að fara snemma að sofa enda var lest til baka til Annecy klukkan 6.30. Maður rétt náði tveggja tíma svefni þarna sem var eins og blundur og fjórum tímum síðar vorum við mættir aftur í vinnuna í Annecy að spjalla við þjálfarana. Dagurinn var sá lengsti á ævi minni en líka sá besti. Þegar við röltum út af hótelinu klukkan 6.30 voru að sjálfsögðu nokkrir Íslendingar enn á fótum. Þrír meistarar sem báru sigur úr býtum í djamminu reyndu að standa í fæturnar og fara yfir heimsmálin. Það var ekki sála á götunni fyrir utan þessa þrjá herramenn. Íslendingar eru nefnilega ólseigir bæði í íþróttum og að djamma. Strákarnir okkar lögðu allt sitt í að ná þessum frábæru úrslitum gegn Austurríki sem varð til þess að við mætum loksins Englandi og stuðningsmennirnir okkar tryggðu að París mun muna eftir þeim. Þvílíkur dagur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn Framkvæmdastjóri KSÍ segir nauðsynlegt að hafa stuðbolta úr Tólfunni á leiknum gegn Englandi í Nice. 24. júní 2016 07:00 Skora á Lars að halda áfram með landsliðið Íslendingar virðast ekki tilbúnir að kveðja Lars Lagerbäck. 24. júní 2016 08:30 Kraftur úr óvæntri átt Skiptingar þjálfara íslenska landsliðsins í sigurleiknum á Austurríki í París á miðvikudagskvöldið gengu fullkomlega upp. Heimir Hallgrímsson segir þá "kúl“ og kraftmikla stráka sem hann sé afar stoltur af. 24. júní 2016 06:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn Framkvæmdastjóri KSÍ segir nauðsynlegt að hafa stuðbolta úr Tólfunni á leiknum gegn Englandi í Nice. 24. júní 2016 07:00
Skora á Lars að halda áfram með landsliðið Íslendingar virðast ekki tilbúnir að kveðja Lars Lagerbäck. 24. júní 2016 08:30
Kraftur úr óvæntri átt Skiptingar þjálfara íslenska landsliðsins í sigurleiknum á Austurríki í París á miðvikudagskvöldið gengu fullkomlega upp. Heimir Hallgrímsson segir þá "kúl“ og kraftmikla stráka sem hann sé afar stoltur af. 24. júní 2016 06:00