Elmar: Ætlum að ná enn lengra Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júní 2016 16:30 Theodór Elmar á blaðamannafundinum í dag. vísir/vilhelm Ísland mætir Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 í fótbolta á mánudagskvöldið en þetta verður fyrsti mótsleikur liðanna í sögunni. Tvisvar sinnum hafa þau mæst áður en í bæði skiptin var um að ræða vináttuleiki. Íslenska liðið hefur fellt nokkra risa á undanförnum árum á leið sinni á EM og í riðlakeppninni en strákarnir okkar eru komnir í útsláttarkeppnina án þess að tapa leik í frumraun sinni á stórmóti. Theodór Elmar Bjarnason átti frábæra innkomu gegn Austurríki og lagði upp sigurmarkið fyrir Arnór Ingva Traustason en hann sagði á blaðamannafundi í dag að enginn væri orðinn saddur í íslenska liðinu. „Við töluðum um það í gær hversu frábær árangur þetta er hjá okkur. Við erum búnir að ná markmiði okkar en það er enginn saddur. Við viljum gera enn betur,“ sagði Elmar. Enska liðið lenti í öðru sæti í B-riðli en það eru skiptar skoðanir um spilamennsku þess á mótinu. Sumum finnst hún hafa verið góð og liðið sé það besta í langan tíma en aðrir eru ósammála. Ljóst er þó að gæðin í enska liðinu eru töluvert meiri en í því íslenska. „Trúin er samt svo mikil hjá okkur að við sjáum fyrir okkur að við eigum möguleika á að komast áfram. Við þurfum bara að fókusa 100 prósent á þennan leik þá eigum við séns. Það er líka hugarfar allra í hópnum. Við ætlum að ná enn lengra,“ sagði Theodór Elmar Bjarnason.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sala á treyju Íslands aukist um 1800 prósent Öskubuskuævintýri Íslands á EM hefur áhrif víða og strákarnir hafa unnið hug og hjarta Evrópubúa með frammistöðu sinni. 24. júní 2016 16:00 Vill ráða Gumma Ben til CBS Spjallþáttastjórnandinn vinsæli, Stephen Colbert, var, líkt og heimurinn, afar ánægður með lýsingu Gumma Ben á sigurmarki Íslands gegn Austurríki. 24. júní 2016 14:15 Rooney: Við viljum vinna EM Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins, hefur mikla trú á enska landsliðinu á EM og segir að liðið geti gert ótrúlega hluti. 24. júní 2016 12:30 Enn meiri öryggisgæsla í kringum strákana eftir að þeir komust áfram Allt verður stærra og meira á Evrópumótinu því lengra sem liðin komast. 24. júní 2016 15:30 Kári í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian. 24. júní 2016 12:00 Roy Hodgson fyrstur til að velja Birki Bjarnason Landsliðsþjálfari Englands þjálfaði íslenska landsliðsmanninn hjá Viking í Noregi fyrir ellefu árum. 24. júní 2016 13:15 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Ísland mætir Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 í fótbolta á mánudagskvöldið en þetta verður fyrsti mótsleikur liðanna í sögunni. Tvisvar sinnum hafa þau mæst áður en í bæði skiptin var um að ræða vináttuleiki. Íslenska liðið hefur fellt nokkra risa á undanförnum árum á leið sinni á EM og í riðlakeppninni en strákarnir okkar eru komnir í útsláttarkeppnina án þess að tapa leik í frumraun sinni á stórmóti. Theodór Elmar Bjarnason átti frábæra innkomu gegn Austurríki og lagði upp sigurmarkið fyrir Arnór Ingva Traustason en hann sagði á blaðamannafundi í dag að enginn væri orðinn saddur í íslenska liðinu. „Við töluðum um það í gær hversu frábær árangur þetta er hjá okkur. Við erum búnir að ná markmiði okkar en það er enginn saddur. Við viljum gera enn betur,“ sagði Elmar. Enska liðið lenti í öðru sæti í B-riðli en það eru skiptar skoðanir um spilamennsku þess á mótinu. Sumum finnst hún hafa verið góð og liðið sé það besta í langan tíma en aðrir eru ósammála. Ljóst er þó að gæðin í enska liðinu eru töluvert meiri en í því íslenska. „Trúin er samt svo mikil hjá okkur að við sjáum fyrir okkur að við eigum möguleika á að komast áfram. Við þurfum bara að fókusa 100 prósent á þennan leik þá eigum við séns. Það er líka hugarfar allra í hópnum. Við ætlum að ná enn lengra,“ sagði Theodór Elmar Bjarnason.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sala á treyju Íslands aukist um 1800 prósent Öskubuskuævintýri Íslands á EM hefur áhrif víða og strákarnir hafa unnið hug og hjarta Evrópubúa með frammistöðu sinni. 24. júní 2016 16:00 Vill ráða Gumma Ben til CBS Spjallþáttastjórnandinn vinsæli, Stephen Colbert, var, líkt og heimurinn, afar ánægður með lýsingu Gumma Ben á sigurmarki Íslands gegn Austurríki. 24. júní 2016 14:15 Rooney: Við viljum vinna EM Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins, hefur mikla trú á enska landsliðinu á EM og segir að liðið geti gert ótrúlega hluti. 24. júní 2016 12:30 Enn meiri öryggisgæsla í kringum strákana eftir að þeir komust áfram Allt verður stærra og meira á Evrópumótinu því lengra sem liðin komast. 24. júní 2016 15:30 Kári í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian. 24. júní 2016 12:00 Roy Hodgson fyrstur til að velja Birki Bjarnason Landsliðsþjálfari Englands þjálfaði íslenska landsliðsmanninn hjá Viking í Noregi fyrir ellefu árum. 24. júní 2016 13:15 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Sala á treyju Íslands aukist um 1800 prósent Öskubuskuævintýri Íslands á EM hefur áhrif víða og strákarnir hafa unnið hug og hjarta Evrópubúa með frammistöðu sinni. 24. júní 2016 16:00
Vill ráða Gumma Ben til CBS Spjallþáttastjórnandinn vinsæli, Stephen Colbert, var, líkt og heimurinn, afar ánægður með lýsingu Gumma Ben á sigurmarki Íslands gegn Austurríki. 24. júní 2016 14:15
Rooney: Við viljum vinna EM Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins, hefur mikla trú á enska landsliðinu á EM og segir að liðið geti gert ótrúlega hluti. 24. júní 2016 12:30
Enn meiri öryggisgæsla í kringum strákana eftir að þeir komust áfram Allt verður stærra og meira á Evrópumótinu því lengra sem liðin komast. 24. júní 2016 15:30
Kári í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian. 24. júní 2016 12:00
Roy Hodgson fyrstur til að velja Birki Bjarnason Landsliðsþjálfari Englands þjálfaði íslenska landsliðsmanninn hjá Viking í Noregi fyrir ellefu árum. 24. júní 2016 13:15