Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. júní 2016 13:15 „Þetta er einstök tilfinning. Þegar ég hóf baráttuna þá vissi ég að þetta gæti orðið niðurstaðan svo ég var búinn undir hana,“ sagði nýr forseti, Guðni Th. Jóhannesson, í morgunsárið. Guðni tók á móti fjölmiðlamönnum í morgun. Guðni sagði meðal annars að stóran hluta baráttunnar hafi hann verið með mikið fylgi og hann hafi alltaf grunað að svo gæti farið að hann myndi standa uppi sem sigurvegari. Eftir að nær dróg kjördegi hafi sú niðurstaða sífellt orðið líklegri. Síðustu daga fyrir kjördag sótti Halla Tómasdóttir mjög að honum og þegar fyrstu tölur voru kynntar í gær, úr Suðurkjördæmi, munaði aðeins um prósenti á þeim. „Þá kom fát á mig. Ég vissi að Halla hafði sótt mjög á, skiljanlega, og ég sá fyrir mér að munurinn milli okkar yrði ekki eins mikill og kannanir höfðu sýnt. En að það yrði svona hnífjafnt, það hafði ég ekki séð fyrir mér.“ Framundan hjá nýkjörnum forseta eru fleiri viðtöl í dag og hylling forseta fyrir utan heimili hans klukkan 16 í dag. Að henni lokinni fær Guðni „langþráð frí í nokkra klukkutíma“ áður en hann heldur út til Frakklands að horfa á leik Íslands og England í 16-liða úrslitum Evrópumótsins.Börnin spenntari yfir afmæliskökunni „Ég er mjög spennt,“ segir forsetafrúin Eliza Reid. „Það hefur verið mjög gaman að ferðast um landið undanfarnar sex vikur og nú hlakka ég til framtíðarinnar og að flytja.“ Eliza og Guðni eiga saman fjögur ung börn en það elsta er fætt árið 2007. Eliza segir að börnin hafi ekki enn áttað sig á því hvað hafi gerst. „Þau eru í raun spenntari fyrir því að í dag er afmælisdagur pabba þeirra. Hér er risastór kaka og hún er meira spennandi forsetaembættið.“ Guðni hyggst undirbúa sig fyrir nýja embættið með því að tala við fólk, hlusta á það og þiggja af því ráð. „Svo ætla ég að leggja línur með sjálfum mér og öðrum. Ég þarf að undirbúa mig fyrir þingkosningarnar í haust þar sem væntanlega verða stjórnarskipti. Það er mikilvægt að sá sem gegnir embættinu hafi tilfinningu hvað sé líklegast að fólk vilji innan þings og utan þess og að hann búi svo um hnútana að slík skipti gangi eins greitt fyrir sig og mögulega er unnt.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
„Þetta er einstök tilfinning. Þegar ég hóf baráttuna þá vissi ég að þetta gæti orðið niðurstaðan svo ég var búinn undir hana,“ sagði nýr forseti, Guðni Th. Jóhannesson, í morgunsárið. Guðni tók á móti fjölmiðlamönnum í morgun. Guðni sagði meðal annars að stóran hluta baráttunnar hafi hann verið með mikið fylgi og hann hafi alltaf grunað að svo gæti farið að hann myndi standa uppi sem sigurvegari. Eftir að nær dróg kjördegi hafi sú niðurstaða sífellt orðið líklegri. Síðustu daga fyrir kjördag sótti Halla Tómasdóttir mjög að honum og þegar fyrstu tölur voru kynntar í gær, úr Suðurkjördæmi, munaði aðeins um prósenti á þeim. „Þá kom fát á mig. Ég vissi að Halla hafði sótt mjög á, skiljanlega, og ég sá fyrir mér að munurinn milli okkar yrði ekki eins mikill og kannanir höfðu sýnt. En að það yrði svona hnífjafnt, það hafði ég ekki séð fyrir mér.“ Framundan hjá nýkjörnum forseta eru fleiri viðtöl í dag og hylling forseta fyrir utan heimili hans klukkan 16 í dag. Að henni lokinni fær Guðni „langþráð frí í nokkra klukkutíma“ áður en hann heldur út til Frakklands að horfa á leik Íslands og England í 16-liða úrslitum Evrópumótsins.Börnin spenntari yfir afmæliskökunni „Ég er mjög spennt,“ segir forsetafrúin Eliza Reid. „Það hefur verið mjög gaman að ferðast um landið undanfarnar sex vikur og nú hlakka ég til framtíðarinnar og að flytja.“ Eliza og Guðni eiga saman fjögur ung börn en það elsta er fætt árið 2007. Eliza segir að börnin hafi ekki enn áttað sig á því hvað hafi gerst. „Þau eru í raun spenntari fyrir því að í dag er afmælisdagur pabba þeirra. Hér er risastór kaka og hún er meira spennandi forsetaembættið.“ Guðni hyggst undirbúa sig fyrir nýja embættið með því að tala við fólk, hlusta á það og þiggja af því ráð. „Svo ætla ég að leggja línur með sjálfum mér og öðrum. Ég þarf að undirbúa mig fyrir þingkosningarnar í haust þar sem væntanlega verða stjórnarskipti. Það er mikilvægt að sá sem gegnir embættinu hafi tilfinningu hvað sé líklegast að fólk vilji innan þings og utan þess og að hann búi svo um hnútana að slík skipti gangi eins greitt fyrir sig og mögulega er unnt.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44