Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 15:00 Lars Lagerbäck er alltaf raunsær en bjartsýnn. vísir/vilhelm Fyrsti mótherji strákanna okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta á Evrópumótinu í Frakklandi er Portúgal. Ísland mætir Cristiano Ronaldo og félögum á Stade Geoffroy-Guichard klukkan 19.00 í kvöld en um er að ræða fyrsta leik karlalandsliðsins á stórmóti í sögunni. Lars ber mikla virðingu fyrir portúgalska liðinu og þjálfara þess, Fernando Santos, sem er að gera flotta hluti með liðið. „Portúgal er virkilega gott lið. Ég hef aldrei séð portúgalska liðið jafngott og það er núna. Liðið er stútfullt af hæfileikum með mjög góða spilara,“ segir Lars í samtali við Vísi. Lars talar alltaf um að öll lið eigi möguleika í fótboltaleikjum en til þess að eiga möguleika á að vinna lið eins og Portúgal þarf nánast allt að ganga upp. „Ef við ætlum okkur að gera eitthvað í þessum leik þurfum við að spila nánast fullkominn varnarleik. Ef við gerum það eigum við fínan möguleika,“ segir Lars. „Þeir eru ekki alveg jafngóðir ef við náum aðeins að sækja á þá. Ég segi alltaf að maður eigi möguleika. Hversu mikill möguleikinn er veit ég ekki en það er tækifæri fyrir okkur að ná úrslitum.“Lars Lagerbäck á blaðamannafundi með Alfreð og Birki Bjarna.vísir/vilhelmÞurfum ekki að vera hræddir Það þarf ekkert að ræða lengi um hver er aðalstjarnan í portúgalska liðinu. Það er auðvitað Cristiano Ronaldo, þrefaldur sigurvegari í Meistaradeildinni og einn besti fótboltamaður sögunnar. Hann er í svakalegu formi og skoraði tvö mörk í vináttuleik rétt fyrir EM. „Við þurfum ekki að vera hræddir við Ronaldo en við þurfum að sýna honum virðingu. Hann er frábær leikmaður. Við verðum að gera eins og með Robben og loka á hann en samt passa upp á heildarvarnarleik liðsins. Portúgalarnir eru mjög góðir að sækja og hafa fleiri leikmenn en bara Ronaldo,“ segir Lars. Nokkrir sænskir blaðamenn fylgja íslenska liðinu eftir og hafa mikinn áhuga á sínum fyrrverandi landsliðsþjálfara, Lars Lagerbäck. Aðspurður út í þennan áhuga gerði Lars ekki mikið úr sjálfum sér frekar en vanalega. „Þeir hafa meiri áhuga á Íslandi og þessu afreki liðsins heldur en bara mér. Það eru fleiri sem hafa áhuga á íslenska liðinu heldur en Svíarnir eins og áhuginn hefur sýnt að undanförnu. Við erum fámenn þjóð og þess vegna vekur það áhuga að við séum á EM,“ segir Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira
Fyrsti mótherji strákanna okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta á Evrópumótinu í Frakklandi er Portúgal. Ísland mætir Cristiano Ronaldo og félögum á Stade Geoffroy-Guichard klukkan 19.00 í kvöld en um er að ræða fyrsta leik karlalandsliðsins á stórmóti í sögunni. Lars ber mikla virðingu fyrir portúgalska liðinu og þjálfara þess, Fernando Santos, sem er að gera flotta hluti með liðið. „Portúgal er virkilega gott lið. Ég hef aldrei séð portúgalska liðið jafngott og það er núna. Liðið er stútfullt af hæfileikum með mjög góða spilara,“ segir Lars í samtali við Vísi. Lars talar alltaf um að öll lið eigi möguleika í fótboltaleikjum en til þess að eiga möguleika á að vinna lið eins og Portúgal þarf nánast allt að ganga upp. „Ef við ætlum okkur að gera eitthvað í þessum leik þurfum við að spila nánast fullkominn varnarleik. Ef við gerum það eigum við fínan möguleika,“ segir Lars. „Þeir eru ekki alveg jafngóðir ef við náum aðeins að sækja á þá. Ég segi alltaf að maður eigi möguleika. Hversu mikill möguleikinn er veit ég ekki en það er tækifæri fyrir okkur að ná úrslitum.“Lars Lagerbäck á blaðamannafundi með Alfreð og Birki Bjarna.vísir/vilhelmÞurfum ekki að vera hræddir Það þarf ekkert að ræða lengi um hver er aðalstjarnan í portúgalska liðinu. Það er auðvitað Cristiano Ronaldo, þrefaldur sigurvegari í Meistaradeildinni og einn besti fótboltamaður sögunnar. Hann er í svakalegu formi og skoraði tvö mörk í vináttuleik rétt fyrir EM. „Við þurfum ekki að vera hræddir við Ronaldo en við þurfum að sýna honum virðingu. Hann er frábær leikmaður. Við verðum að gera eins og með Robben og loka á hann en samt passa upp á heildarvarnarleik liðsins. Portúgalarnir eru mjög góðir að sækja og hafa fleiri leikmenn en bara Ronaldo,“ segir Lars. Nokkrir sænskir blaðamenn fylgja íslenska liðinu eftir og hafa mikinn áhuga á sínum fyrrverandi landsliðsþjálfara, Lars Lagerbäck. Aðspurður út í þennan áhuga gerði Lars ekki mikið úr sjálfum sér frekar en vanalega. „Þeir hafa meiri áhuga á Íslandi og þessu afreki liðsins heldur en bara mér. Það eru fleiri sem hafa áhuga á íslenska liðinu heldur en Svíarnir eins og áhuginn hefur sýnt að undanförnu. Við erum fámenn þjóð og þess vegna vekur það áhuga að við séum á EM,“ segir Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira
Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00
Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00
Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00