Sverrir Ingi: Lít ekki á mig sem byrjunarliðsmann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. júní 2016 12:00 Sverrir Ingi á sjúkrabekknum á hóteli íslenska liðsins í Annecy. Sverrir Ingi Ingason hefur nýtt þau tækifæri sem hann hefur fengið með íslenska landsliðinu vel. Hann hefur spilað síðustu þrjá landsleiki Íslands og skorað í þeim tvö mörk. „Ég hefði átt að skora líka gegn Liechteinstein,“ viðurkennir Sverrir Ingi í samtali við Vísi. Hann skoraði bæði gegn Grikklandi og Noregi og fékk gott skallafæri í leiknum gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. „Ég missti hann einn meter yfir. En ef þú hefðir sagt mér að ég myndi skora tvö mörk í þessum þremur leikjum hefði ég tekið því.“ „Ég er ekki í liðinu til að skora mörk. En það er auðvitað alltaf gott fyrir okkur að nýta föst leikatriði. Við getum fengið mikið út úr því á þessu móti,“ segir Sverrir Ingi sem gerir ekki tilkall til þess að byrja í leiknum gegn Portúgal. „Ég er nýliði í landsliðinu og er að koma inn í liðið. Ég fékk tvo leiki (í maí) og reyndi að stimpla mig inn eins vel og ég gat. Kári [Árnason] og Raggi [Ragnar Sigurðsson] hafa verið frábærir. Það er erfitt að ætla að slá menn út sem halda nánast hreinu í hverjum leik.“ „Mitt hlutverk er að vera klár ef að kallið kemur. Ég er undirbúinn og tek því hlutverki sem mér er gefið.“ Hann hefur góða tilfinningu fyrir leiknum gegn Portúgal í kvöld. „Portúgal er með sjálfstaustið í lagi eftir að hafa slátrað Eistlandi en ég vona að okkur takist að stilla spennustigið og koma vel stemmdir til leiks.“ „Við komum inn í leikinn sem lítilmagni og það getur oft verið gott að sigla undir radarinn og láta aðeins finna fyrir okkur.“ Sverrir Ingi býst við að það fylgi því miklar tilfinningar að spila fyrsta leik Íslands á stórmóti en vonast eftir því besta. „Vonandi náum við sem bestu úrslitunum og fylgjum því svo eftir í næstu leikjum.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Sverrir Ingi Ingason hefur nýtt þau tækifæri sem hann hefur fengið með íslenska landsliðinu vel. Hann hefur spilað síðustu þrjá landsleiki Íslands og skorað í þeim tvö mörk. „Ég hefði átt að skora líka gegn Liechteinstein,“ viðurkennir Sverrir Ingi í samtali við Vísi. Hann skoraði bæði gegn Grikklandi og Noregi og fékk gott skallafæri í leiknum gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. „Ég missti hann einn meter yfir. En ef þú hefðir sagt mér að ég myndi skora tvö mörk í þessum þremur leikjum hefði ég tekið því.“ „Ég er ekki í liðinu til að skora mörk. En það er auðvitað alltaf gott fyrir okkur að nýta föst leikatriði. Við getum fengið mikið út úr því á þessu móti,“ segir Sverrir Ingi sem gerir ekki tilkall til þess að byrja í leiknum gegn Portúgal. „Ég er nýliði í landsliðinu og er að koma inn í liðið. Ég fékk tvo leiki (í maí) og reyndi að stimpla mig inn eins vel og ég gat. Kári [Árnason] og Raggi [Ragnar Sigurðsson] hafa verið frábærir. Það er erfitt að ætla að slá menn út sem halda nánast hreinu í hverjum leik.“ „Mitt hlutverk er að vera klár ef að kallið kemur. Ég er undirbúinn og tek því hlutverki sem mér er gefið.“ Hann hefur góða tilfinningu fyrir leiknum gegn Portúgal í kvöld. „Portúgal er með sjálfstaustið í lagi eftir að hafa slátrað Eistlandi en ég vona að okkur takist að stilla spennustigið og koma vel stemmdir til leiks.“ „Við komum inn í leikinn sem lítilmagni og það getur oft verið gott að sigla undir radarinn og láta aðeins finna fyrir okkur.“ Sverrir Ingi býst við að það fylgi því miklar tilfinningar að spila fyrsta leik Íslands á stórmóti en vonast eftir því besta. „Vonandi náum við sem bestu úrslitunum og fylgjum því svo eftir í næstu leikjum.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira