Stærsta stundin í sögu íslenska fótboltans Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 07:00 Strákarnir æfa á Geoffroy-Guichard leikvanginum í Saint-Étienne í gær. Vísir/Vilhelm Blaðamenn frá Íslandi, Portúgal, Austurríki, Bretlandi, Hollandi, Noregi og Danmörku voru mættir á blaðamannafund íslenska landsliðsins í fótbolta í Saint-Étienne í gær þar sem Lars Lagerbäck, Heimir Hallgrímsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum. Áhuginn á strákunum okkar er gífurlegur en íslenskir fjölmiðlamenn gátu vart stundað vinnu sína fyrir spurningum kollega sinna. Til að byrja með reyndu Gylfi Þór og Aron Einar að gera ekki of mikið úr stórleiknum í kvöld gegn Portúgal sem verður sá fyrsti í sögunni hjá karlalandsliðinu á stórmóti. Þeir viðurkenndu þó fúslega að þeir gætu ekki beðið eftir stóru stundinni á Stade Geofrroy-Guichard. „Undirbúningurinn er mjög svipaður og fyrir alla leiki en auðvitað er komin smá spenna og eftirvænting í mannskapinn. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu. Þetta er nú samt bara fótboltaleikur og það er ekkert öðruvísi við þennan leik fyrir utan að hann er sá fyrsti hjá okkur á stórmóti,“ sagði Gylfi Þór og fyrirliðinn Aron Einar tók undir orð Swansea-mannsins: „Þetta er bara venjulegur leikur fyrir okkur. Við þurfum að halda okkur á jörðinni og ofpeppast ekki. Við erum með þrautreyndan þjálfara sem hefur gert þetta margoft áður. Hann miðlar sinni reynslu til okkar strákanna og heldur okkur á tánum,“ sagði Aron Einar sem verður stoltur fyrirliði í kvöld. „Við erum mjög stoltir. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann. Þetta er stór leikur en við þurfum að nálgast þennan leik eins og hvern annan leik. Það er mjög erfitt að lýsa því hversu stoltur maður er að vera að fara að spila við bestu þjóðir í heiminum. Ég er virkilega stoltur af því sem við höfum áorkað sem lið,“ sagði Aron Einar.Vísir/VilhelmRæðurnar leiðinlegar Bæði Gylfi Þór og Aron Einar voru að glíma við meiðsli undir lok tímabilsins á Englandi en báðir eru klárir í slaginn. Heimir Hallgrímsson sagði á fundinum að allir leikmenn liðsins gætu spilað í kvöld þó sumir væru frískari en aðrir. „Ég myndi ekki segja að ég hafi verið tæpur en ég var meiddur í baki. Ég er algjörlega búinn að ná mér,“ sagði Gylfi Þór um sig. Portúgalskir blaðamenn á fundinum spurðu nánast eingöngu út í Cristiano Ronaldo og hvernig íslenska liðið ætlaði að reyna að ráða við hann. Lars var spurður hvort til stæði að setja yfirfrakka á hann. „Við spilum ekki þannig, það kæmi mér á óvart ef við tækjum þá ákvörðun að breyta því. Hann er frábær leikmaður og auðvitað leggjum við einhverja aukaáherslu á Ronaldo. Portúgalska liðið er samt mjög gott og með marga góða einstaklinga,“ sagði Lars. Hollenskur blaðamaður á staðnum vildi mikið fá að vita um frægar ræður Lars Lagerbäck og hvernig hann hvetur sína menn til dáða fyrir leiki. Hann sagði að leikmennirnir væru eflaust ekki sammála því að ræðurnar væru skemmtilegar og það kom á daginn þegar Gylfi var spurður út í þær. „Á ég að segja satt? Þær eru ekkert mjög skemmtilegar. Nei, nei. Þær eru fínar. Hann veit alveg hvað hann er að tala um, karlinn. Hann hefur gríðarlega mikla reynslu og ekki bara af alþjóðlegum bolta og sérstaklega stórmótum. Þeir Heimir ná vel saman og mynda flott teymi,“ sagði Gylfi Þór.Gylfi Þór Sigurðsson í teygjuæfingum á æfingunni í gær.Vísir/VilhelmMiklir karakterar Mörg þúsund íslenskir stuðningsmenn eru mættir til Frakklands til að styðja strákana okkar en stærstur hluti þeirra mætir til Saint-Étienne í dag. Þeir munu reyna að mála stúkuna og eflaust borgina bláa í dag. „Þetta skiptir okkur miklu máli. Það sáu allir Hollandsleikinn úti. Þangað komu 3.000 manns að styðja okkur og stemningin eftir leik var frábær. Að fá svona stuðning frá sínu fólki er magnað. Við erum auðvitað stoltir af að spila fyrir Íslands hönd á þessu sviði,“ sagði Aron Einar. En hvernig verður það fyrir strákana okkar að reyna að vera andlega tilbúnir í leikinn þegar þeir ganga út á völl og átta sig almennilega á því að þeir eru að spila á Evrópumótinu í fótbolta? „Ég held að við getum ekkert í raun sagt fyrr en leikurinn er byrjaður hvernig hverjum og einum líður. Þetta er stærsta stundin í íslenskri fótboltasögu. Við verðum samt að gera greinarmun á þessu og vera ekki of tilfinninganæmir þegar við komum inn á völlinn. Þessir strákar okkar eru samt svo miklir karakterar að þeir geta ýtt þessu frá sér. En fyrir fólkið sem hefur unnið að boltanum heima í mörg ár er þetta stærsta stundin í íslenskri fótboltasögu,“ sagði Heimir Hallgrímsson.Vísir/Vilhelm EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Blaðamenn frá Íslandi, Portúgal, Austurríki, Bretlandi, Hollandi, Noregi og Danmörku voru mættir á blaðamannafund íslenska landsliðsins í fótbolta í Saint-Étienne í gær þar sem Lars Lagerbäck, Heimir Hallgrímsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum. Áhuginn á strákunum okkar er gífurlegur en íslenskir fjölmiðlamenn gátu vart stundað vinnu sína fyrir spurningum kollega sinna. Til að byrja með reyndu Gylfi Þór og Aron Einar að gera ekki of mikið úr stórleiknum í kvöld gegn Portúgal sem verður sá fyrsti í sögunni hjá karlalandsliðinu á stórmóti. Þeir viðurkenndu þó fúslega að þeir gætu ekki beðið eftir stóru stundinni á Stade Geofrroy-Guichard. „Undirbúningurinn er mjög svipaður og fyrir alla leiki en auðvitað er komin smá spenna og eftirvænting í mannskapinn. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu. Þetta er nú samt bara fótboltaleikur og það er ekkert öðruvísi við þennan leik fyrir utan að hann er sá fyrsti hjá okkur á stórmóti,“ sagði Gylfi Þór og fyrirliðinn Aron Einar tók undir orð Swansea-mannsins: „Þetta er bara venjulegur leikur fyrir okkur. Við þurfum að halda okkur á jörðinni og ofpeppast ekki. Við erum með þrautreyndan þjálfara sem hefur gert þetta margoft áður. Hann miðlar sinni reynslu til okkar strákanna og heldur okkur á tánum,“ sagði Aron Einar sem verður stoltur fyrirliði í kvöld. „Við erum mjög stoltir. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann. Þetta er stór leikur en við þurfum að nálgast þennan leik eins og hvern annan leik. Það er mjög erfitt að lýsa því hversu stoltur maður er að vera að fara að spila við bestu þjóðir í heiminum. Ég er virkilega stoltur af því sem við höfum áorkað sem lið,“ sagði Aron Einar.Vísir/VilhelmRæðurnar leiðinlegar Bæði Gylfi Þór og Aron Einar voru að glíma við meiðsli undir lok tímabilsins á Englandi en báðir eru klárir í slaginn. Heimir Hallgrímsson sagði á fundinum að allir leikmenn liðsins gætu spilað í kvöld þó sumir væru frískari en aðrir. „Ég myndi ekki segja að ég hafi verið tæpur en ég var meiddur í baki. Ég er algjörlega búinn að ná mér,“ sagði Gylfi Þór um sig. Portúgalskir blaðamenn á fundinum spurðu nánast eingöngu út í Cristiano Ronaldo og hvernig íslenska liðið ætlaði að reyna að ráða við hann. Lars var spurður hvort til stæði að setja yfirfrakka á hann. „Við spilum ekki þannig, það kæmi mér á óvart ef við tækjum þá ákvörðun að breyta því. Hann er frábær leikmaður og auðvitað leggjum við einhverja aukaáherslu á Ronaldo. Portúgalska liðið er samt mjög gott og með marga góða einstaklinga,“ sagði Lars. Hollenskur blaðamaður á staðnum vildi mikið fá að vita um frægar ræður Lars Lagerbäck og hvernig hann hvetur sína menn til dáða fyrir leiki. Hann sagði að leikmennirnir væru eflaust ekki sammála því að ræðurnar væru skemmtilegar og það kom á daginn þegar Gylfi var spurður út í þær. „Á ég að segja satt? Þær eru ekkert mjög skemmtilegar. Nei, nei. Þær eru fínar. Hann veit alveg hvað hann er að tala um, karlinn. Hann hefur gríðarlega mikla reynslu og ekki bara af alþjóðlegum bolta og sérstaklega stórmótum. Þeir Heimir ná vel saman og mynda flott teymi,“ sagði Gylfi Þór.Gylfi Þór Sigurðsson í teygjuæfingum á æfingunni í gær.Vísir/VilhelmMiklir karakterar Mörg þúsund íslenskir stuðningsmenn eru mættir til Frakklands til að styðja strákana okkar en stærstur hluti þeirra mætir til Saint-Étienne í dag. Þeir munu reyna að mála stúkuna og eflaust borgina bláa í dag. „Þetta skiptir okkur miklu máli. Það sáu allir Hollandsleikinn úti. Þangað komu 3.000 manns að styðja okkur og stemningin eftir leik var frábær. Að fá svona stuðning frá sínu fólki er magnað. Við erum auðvitað stoltir af að spila fyrir Íslands hönd á þessu sviði,“ sagði Aron Einar. En hvernig verður það fyrir strákana okkar að reyna að vera andlega tilbúnir í leikinn þegar þeir ganga út á völl og átta sig almennilega á því að þeir eru að spila á Evrópumótinu í fótbolta? „Ég held að við getum ekkert í raun sagt fyrr en leikurinn er byrjaður hvernig hverjum og einum líður. Þetta er stærsta stundin í íslenskri fótboltasögu. Við verðum samt að gera greinarmun á þessu og vera ekki of tilfinninganæmir þegar við komum inn á völlinn. Þessir strákar okkar eru samt svo miklir karakterar að þeir geta ýtt þessu frá sér. En fyrir fólkið sem hefur unnið að boltanum heima í mörg ár er þetta stærsta stundin í íslenskri fótboltasögu,“ sagði Heimir Hallgrímsson.Vísir/Vilhelm
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira