EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júní 2016 08:00 Ronaldo hafði lítinn áhuga á að skiptast á treyjum við Aron Einar Gunnarsson. vísir/getty Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Það hefur svo sem ekki skipt íslenska stuðningsmenn neinu máli en nú vilja allra þjóða kvikyndi tengja sig við land eldgosa, ísjaka og miðnætursólar. Portúgalskir stuðningsmenn segjast skammast sín fyrir Cristiano Ronaldo og Norðmenn minna á sterk tengsl sín við Ísland. Núna er kannski góður tími til að skrifa undir samning við Norðmenn þess efnis að Leifur heppni hafi verið Íslendingur. „Það er fullt af liði búið að hoppa á íslenska vagninn,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson við blaðamenn í gær. Strákarnir okkar hafa fundið fyrir miklum áhuga að utan undanfarna mánuði, áhuga sem hefur aðeins aukist eftir komu liðsins hingað. Allt í einu eru m.a.s. íslenskir blaðamenn orðnir áhugaverðir. Getið þið útskýrt það af hverju strákarnir okkar eru svona góðir? Hvað finnst ykkur um Lars Lagerbäck? Hvað eru ykkar frábæru stuðningsmenn að syngja? Geturðu þýtt textann fyrir mig? Hegðun og ummæli Cristianos Ronaldo um okkar menn urðu til þess að athyglin á leiknum gegn Portúgal varð mun meiri en hún hefði orðið ella. Úrslitin eru frábær en langt í frá gríðarlega óvænt í sögulegu samhengi. Þótt þeir rauðklæddu hafi verið mun líklegri vissu allir sem hafa snefilsvit á fótbolta að okkar menn ættu möguleika. Svo er það að kunna að taka tapi, reyndar jafntefli í þessu tilfelli. Auðvelda leiðin fyrir Ronaldo hefði verið að hrósa litla liðinu fyrir elju og dugnað, láta skítkast eiga sig. Honum var það fyrirmunað og örugglega margir sem hafa stokkið á Messi-vagninn eftir ummæli hans um strákana okkar.vísir/stefánLeiknum lauk á tveimur aukaspyrnum utan teigs, tveimur dauðafærum fyrir Ronaldo. Báðar spyrnurnar fóru í varnarveginn og var flautað til leiksloka eftir þá síðari. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði okkar, ætlaði að skiptast á treyjum við Ronaldo, sem einnig er fyrirliði, en gekk í burtu. Nýtt viðurnefni Kristins R. Ólafssonar, Rögnvaldur Reginskita, gæti verið komið til að vera hjá sparkvissa Portúgalanum. Æfingin var blaut hjá strákunum í Annecy í gær. Ég sá reyndar ekki æfinguna en annað er óumflýjanlegt því það rigndi allan daginn. Rigningin kom í veg fyrir að fjölmiðlamótið í fótbolta gæti farið fram. Allajafna keppa fjölmiðlamenn í keilu í svona ferðum en afrekskeiluspilarinn Björn Sigurðsson, Böddi the great, gleymdi að bóka sal. Fram undan er ferðadagur til Marseille á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Þar verður mikið húllumhæ hjá Íslendingum sem verða örugglega ekki færri en í Saint-Étienne þar sem átta þúsund landar okkar studdu okkar menn. Íslenska pressan fær að fljóta með strákunum í flugvélinni með loforði um að láta leikmennina í friði um borð í vélinni. Það loforð verður ekki svikið enda fullkomlega sjálfsagt. Strákarnir okkar eru hins vegar lítið að pæla í þjóðhátíðardeginum. „Ha? Fagna á morgun?“ sagði Jóhann Berg spurður af erlendu pressunni hvort íslensku strákarnir ætluðu að slá upp veislu í tilefni dagsins. „Leikurinn er á laugardag.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Sjá meira
Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Það hefur svo sem ekki skipt íslenska stuðningsmenn neinu máli en nú vilja allra þjóða kvikyndi tengja sig við land eldgosa, ísjaka og miðnætursólar. Portúgalskir stuðningsmenn segjast skammast sín fyrir Cristiano Ronaldo og Norðmenn minna á sterk tengsl sín við Ísland. Núna er kannski góður tími til að skrifa undir samning við Norðmenn þess efnis að Leifur heppni hafi verið Íslendingur. „Það er fullt af liði búið að hoppa á íslenska vagninn,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson við blaðamenn í gær. Strákarnir okkar hafa fundið fyrir miklum áhuga að utan undanfarna mánuði, áhuga sem hefur aðeins aukist eftir komu liðsins hingað. Allt í einu eru m.a.s. íslenskir blaðamenn orðnir áhugaverðir. Getið þið útskýrt það af hverju strákarnir okkar eru svona góðir? Hvað finnst ykkur um Lars Lagerbäck? Hvað eru ykkar frábæru stuðningsmenn að syngja? Geturðu þýtt textann fyrir mig? Hegðun og ummæli Cristianos Ronaldo um okkar menn urðu til þess að athyglin á leiknum gegn Portúgal varð mun meiri en hún hefði orðið ella. Úrslitin eru frábær en langt í frá gríðarlega óvænt í sögulegu samhengi. Þótt þeir rauðklæddu hafi verið mun líklegri vissu allir sem hafa snefilsvit á fótbolta að okkar menn ættu möguleika. Svo er það að kunna að taka tapi, reyndar jafntefli í þessu tilfelli. Auðvelda leiðin fyrir Ronaldo hefði verið að hrósa litla liðinu fyrir elju og dugnað, láta skítkast eiga sig. Honum var það fyrirmunað og örugglega margir sem hafa stokkið á Messi-vagninn eftir ummæli hans um strákana okkar.vísir/stefánLeiknum lauk á tveimur aukaspyrnum utan teigs, tveimur dauðafærum fyrir Ronaldo. Báðar spyrnurnar fóru í varnarveginn og var flautað til leiksloka eftir þá síðari. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði okkar, ætlaði að skiptast á treyjum við Ronaldo, sem einnig er fyrirliði, en gekk í burtu. Nýtt viðurnefni Kristins R. Ólafssonar, Rögnvaldur Reginskita, gæti verið komið til að vera hjá sparkvissa Portúgalanum. Æfingin var blaut hjá strákunum í Annecy í gær. Ég sá reyndar ekki æfinguna en annað er óumflýjanlegt því það rigndi allan daginn. Rigningin kom í veg fyrir að fjölmiðlamótið í fótbolta gæti farið fram. Allajafna keppa fjölmiðlamenn í keilu í svona ferðum en afrekskeiluspilarinn Björn Sigurðsson, Böddi the great, gleymdi að bóka sal. Fram undan er ferðadagur til Marseille á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Þar verður mikið húllumhæ hjá Íslendingum sem verða örugglega ekki færri en í Saint-Étienne þar sem átta þúsund landar okkar studdu okkar menn. Íslenska pressan fær að fljóta með strákunum í flugvélinni með loforði um að láta leikmennina í friði um borð í vélinni. Það loforð verður ekki svikið enda fullkomlega sjálfsagt. Strákarnir okkar eru hins vegar lítið að pæla í þjóðhátíðardeginum. „Ha? Fagna á morgun?“ sagði Jóhann Berg spurður af erlendu pressunni hvort íslensku strákarnir ætluðu að slá upp veislu í tilefni dagsins. „Leikurinn er á laugardag.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Sjá meira