Mótherjar dagsins frá Ungverjalandi: Forna stórveldið komið aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 07:00 Adam Szalai skorar fyrra mark Ungverja gegn Austurríki. vísir/getty Næstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu er Ungverjaland. Sögulega eru Ungverjar ein stærsta og merkasta fótboltaþjóð Evrópu. Á sjötta áratug síðustu aldar fór liðið alla leið í úrslitaleik HM í Sviss með Ferenc Puskás í fararbroddi en tapaði. Um áratugaskeið voru ungversk lið meðal þeirra sterkustu í Evrópu. Frá tíunda áratug síðustu aldar og þar til nú hefur ungversk knattspyrna ekki verið upp á marga fiska. Ungverjar komust á HM 1978, 1982 og 1986 en síðan þá hafa þeir ekki komist á stórmót. Ungverjar hafa heldur ekki verið á Evrópumóti síðan 1972 þegar þeir náðu fjórða sæti. Þó Ungverjar séu ekki í fyrsta sinn á stórmóti eins og Íslendingar upplifir ný kynslóð fótboltaáhugamanna ungverska landsliðið á meðal þeirra bestu í fyrsta sinn. Ólíkt Íslandi hefði Ungverjaland ekki komist á 16 liða Evrópumótið. Liðið var ekkert sérstaklega sannfærandi í undankeppninni þar sem það fékk 16 stig í slakasta riðlinum sem Norður-Írland vann. Ungverjar tóku svo Norðmenn í umspilsleikjum sem voru ekki mikið fyrir augað. Ungverska liðið nýtti tímann greinilega vel frá því það tryggði sig inn á EM og er betra í dag. Varnarleikurinn er þéttur og má alls ekki lenda undir gegn því. Auk öflugs varnarleiks er joggingbuxnamarkvörðurinn Gábor Király betri en enginn í markinu. Ungverjaland er ekki ósvipað íslenska liðinu en þar er engin ofurstjarna heldur sterk liðsheild sem verst vel frá fremsta manni. Ungverjum líður ekki alltof vel með boltann. Þeir vilja frekar liggja til baka og beita beittum skyndisóknum með fyrirliðann Balázs Dzsudzsák sem sinn besta mann. Ungverjaland er sýnd veiði en ekki gefin en staðreyndin er sú að Ísland er betra lið og eiga strákarnir okkar að stefna á sigur eins og þeir pottþétt gera. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira
Næstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu er Ungverjaland. Sögulega eru Ungverjar ein stærsta og merkasta fótboltaþjóð Evrópu. Á sjötta áratug síðustu aldar fór liðið alla leið í úrslitaleik HM í Sviss með Ferenc Puskás í fararbroddi en tapaði. Um áratugaskeið voru ungversk lið meðal þeirra sterkustu í Evrópu. Frá tíunda áratug síðustu aldar og þar til nú hefur ungversk knattspyrna ekki verið upp á marga fiska. Ungverjar komust á HM 1978, 1982 og 1986 en síðan þá hafa þeir ekki komist á stórmót. Ungverjar hafa heldur ekki verið á Evrópumóti síðan 1972 þegar þeir náðu fjórða sæti. Þó Ungverjar séu ekki í fyrsta sinn á stórmóti eins og Íslendingar upplifir ný kynslóð fótboltaáhugamanna ungverska landsliðið á meðal þeirra bestu í fyrsta sinn. Ólíkt Íslandi hefði Ungverjaland ekki komist á 16 liða Evrópumótið. Liðið var ekkert sérstaklega sannfærandi í undankeppninni þar sem það fékk 16 stig í slakasta riðlinum sem Norður-Írland vann. Ungverjar tóku svo Norðmenn í umspilsleikjum sem voru ekki mikið fyrir augað. Ungverska liðið nýtti tímann greinilega vel frá því það tryggði sig inn á EM og er betra í dag. Varnarleikurinn er þéttur og má alls ekki lenda undir gegn því. Auk öflugs varnarleiks er joggingbuxnamarkvörðurinn Gábor Király betri en enginn í markinu. Ungverjaland er ekki ósvipað íslenska liðinu en þar er engin ofurstjarna heldur sterk liðsheild sem verst vel frá fremsta manni. Ungverjum líður ekki alltof vel með boltann. Þeir vilja frekar liggja til baka og beita beittum skyndisóknum með fyrirliðann Balázs Dzsudzsák sem sinn besta mann. Ungverjaland er sýnd veiði en ekki gefin en staðreyndin er sú að Ísland er betra lið og eiga strákarnir okkar að stefna á sigur eins og þeir pottþétt gera.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira