Einkunnir gegn Ungverjalandi: Ragnar bestur 18. júní 2016 17:53 Ragnar í baráttunni við Adam Nagy í kvöld. vísir/getty Ísland gerði grátlegt jafntefli við Ungverjalandi í annari umferð F-riðils, en liði skildu jöfn 1-1 á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille. Ísland er því með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina á Evrópumótinu í Frakklandi. Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir með marki á 40. mínútu, en Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Lokatölur 1-1. Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Vísis úr leiknum, en Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins með níu í einkunn. Næstir komu Kári Árnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson allir með átta.Einkunnagjöf Íslands:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Virkaði óvenju óöruggur í markinu og missti bolta og fyrirgjafir frá sér. Engin afdrifarík mistök samt.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Skilaði sínu og gott betur. Engin mistök hjá Birki sem lenti stundum í veseni þegar Jóhann Berg gleymdi sér í varnarleiknum. Var afar óheppinn í sjálfsmarkinu.Kári Árnason, miðvörður 8 Traustur sem endranær, tók engar áhættur og þeir Ragnar að ná frábærlega saman í hjarta varnarinnar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Leiðtoginn í vörninni. Yfirvegaður og veitir félögum sínum mikið öryggi. Steig ekki feilspor og besti maður Íslands í kvöld.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Var í erfiðu varnarhlutverki en leysti það oftast vel. Mark Ungverja kom þó frá hægri kantinum.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Fékk besta færi Íslands einn gegn Király í markinu en varið frá honum. Mesti skrekkurinn farinn úr honum eftir Portúgalsleikinn en fengum ekki nóg út úr hraða hans og leikni. Duglegur eins og aðrir.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Fyrirliðinn barðist en var mistækur í fyrri hálfleiknum. Tapaði boltanum og átti skrýtnar sendingar. Blokkaði lykilskot í fyrri hálfleiknum. Sótti vítið sem mark Íslands kom úr.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Sást ekki fyrsta hálftímann en þegar hann fékk boltann fengu okkar menn trú, eitthvað gerðist fram á við. Skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Lítið með framan af en færðist inn á miðjuna þegar Aron Einar fór útaf og lét vel til sín taka. Gríðarlega mikilvægt að eiga mann sem getur leyst Aron svo vel af hólmi.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Gekk ekki jafnvel að koma sér inn í leikinn og gegn Portúgal enda allt öðruvísi leikur þar sem okkar menn sáu lítið af boltanum. Gekk illa að halda boltanum en barðist eins og ljón.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Hélt áfram vinnusemi sinni í háloftunum en eins og gegn Portúgal hafnaði seinni bolti nánast alltaf hjá mótherja.Varamenn:Emil Hallfreðsson 5 (Kom inn á fyrir Aron Einar á 66. mínútu) Kom inn á á kantinn þegar Aron Einar meiddist. Var skynsamur, fór ekki of framarlega en Íslendingar voru í nauðvörn nánast allan þann tíma sem Emil var inn á.Alfreð Finnbogason 6 (Kom inn á fyrir Jón Daða á 69. mínútu) Átti mjög klóka innkomu, vann boltann einu sinni í hættulegri aukaspyrnu Ungverja og hljóp úr sér lungun. Fórnaði sér með broti á mikilvægu augnabliki og missir af leiknum gegn Austurríki.Eiður Smári Guðjohnsen (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 84. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en fékk sínar fyrstu mínútur á stórmóti með íslenska landsliðinu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Ísland gerði grátlegt jafntefli við Ungverjalandi í annari umferð F-riðils, en liði skildu jöfn 1-1 á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille. Ísland er því með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina á Evrópumótinu í Frakklandi. Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir með marki á 40. mínútu, en Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Lokatölur 1-1. Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Vísis úr leiknum, en Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins með níu í einkunn. Næstir komu Kári Árnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson allir með átta.Einkunnagjöf Íslands:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Virkaði óvenju óöruggur í markinu og missti bolta og fyrirgjafir frá sér. Engin afdrifarík mistök samt.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Skilaði sínu og gott betur. Engin mistök hjá Birki sem lenti stundum í veseni þegar Jóhann Berg gleymdi sér í varnarleiknum. Var afar óheppinn í sjálfsmarkinu.Kári Árnason, miðvörður 8 Traustur sem endranær, tók engar áhættur og þeir Ragnar að ná frábærlega saman í hjarta varnarinnar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Leiðtoginn í vörninni. Yfirvegaður og veitir félögum sínum mikið öryggi. Steig ekki feilspor og besti maður Íslands í kvöld.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Var í erfiðu varnarhlutverki en leysti það oftast vel. Mark Ungverja kom þó frá hægri kantinum.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Fékk besta færi Íslands einn gegn Király í markinu en varið frá honum. Mesti skrekkurinn farinn úr honum eftir Portúgalsleikinn en fengum ekki nóg út úr hraða hans og leikni. Duglegur eins og aðrir.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Fyrirliðinn barðist en var mistækur í fyrri hálfleiknum. Tapaði boltanum og átti skrýtnar sendingar. Blokkaði lykilskot í fyrri hálfleiknum. Sótti vítið sem mark Íslands kom úr.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Sást ekki fyrsta hálftímann en þegar hann fékk boltann fengu okkar menn trú, eitthvað gerðist fram á við. Skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Lítið með framan af en færðist inn á miðjuna þegar Aron Einar fór útaf og lét vel til sín taka. Gríðarlega mikilvægt að eiga mann sem getur leyst Aron svo vel af hólmi.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Gekk ekki jafnvel að koma sér inn í leikinn og gegn Portúgal enda allt öðruvísi leikur þar sem okkar menn sáu lítið af boltanum. Gekk illa að halda boltanum en barðist eins og ljón.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Hélt áfram vinnusemi sinni í háloftunum en eins og gegn Portúgal hafnaði seinni bolti nánast alltaf hjá mótherja.Varamenn:Emil Hallfreðsson 5 (Kom inn á fyrir Aron Einar á 66. mínútu) Kom inn á á kantinn þegar Aron Einar meiddist. Var skynsamur, fór ekki of framarlega en Íslendingar voru í nauðvörn nánast allan þann tíma sem Emil var inn á.Alfreð Finnbogason 6 (Kom inn á fyrir Jón Daða á 69. mínútu) Átti mjög klóka innkomu, vann boltann einu sinni í hættulegri aukaspyrnu Ungverja og hljóp úr sér lungun. Fórnaði sér með broti á mikilvægu augnabliki og missir af leiknum gegn Austurríki.Eiður Smári Guðjohnsen (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 84. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en fékk sínar fyrstu mínútur á stórmóti með íslenska landsliðinu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45