Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2016 18:30 Bernd Storck, þjálfari Ungverja og lærisveinar hans fagna. Vísir/EPA Bernd Storck, hinn þýski þjálfari Ungverjalands, var stoltur af sínu liði eftir að Ungverjar jöfnuðu metin seint í leiknum gegn Íslandi í dag. „Við erum komnir með fjögur stig eftir að hafa náð þessu jöfnunarmarki og það áttum við skilið. Við stjórnuðum leiknum og reyndum að spila fótbolta,“ sagði Storck. Hann vildi ekki gagnrýna íslenska liðið og hrósaði því mikið. „Ísland varðist mjög vel en við náðum ekki að ógna þeim nógu mikið. En við misstum aldrei trúna og áttum þetta stig meira en skilið.“ Storck vildi ekki tjá sigum vítaspyrnudóminn í dag. „Ég sá þetta alls ekki og hef ekki áhuga á dóminum. Við sjáum til hvernig hinn leikurinn í riðlinum fer í kvöld og þá munum við sjá hvar við stöndum.“ Hann segist stoltur af sínu liði. „Við vorum að spila við mjög sterkan andstæðing en mínir menn hafa tekið miklum framförum og eiga skilið að vera í þeirri stöðu sem þeir eru í.“ „Það var ekki einfalt að ná þessum úrslitum enda að spila gegn mjög sterku íslensku liði. Það eru margir þaulreyndir leikmenn í því. Ísland er í hæsta gæðaflokki í alþjóðlegri knattspyrnu og því má ekki gleyma.“ Hann segir að Ungverjar hafi reynt allt til að sækja jöfnunarmarkið. „Við fórnuðum varnarmanni til að setja sterkan skallamann í sóknina og það gekk eftir. Ég veit að gleðin er mikil í Ungverjalandi og það eiga strákarnir mínir skilið.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Við vorum eiginlega með þrjú stig í hendi okkar Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi í 1-0 á móti Ungverjalandi og það munaði ekki miklu að markið hans hefði dugað til sigurs. Gylfi var því svekktur eftir leikinn. 18. júní 2016 18:14 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Twitter sprakk eftir vítið hans Gylfa: "Ég gleypti í mér tunguna!“ Ísland er komið yfir gegn Ungverjalandi í öðrum leik sínum á EM. 18. júní 2016 16:48 Kolbeinn: Okkur líður eins og við höfum tapað leiknum Var valinn maður leiksins af Knattspyrnusambandi Evrópu og sat því fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik. 18. júní 2016 18:15 Íslendingar svekktir eftir jafnteflið við Ungverja: „Aldrei liðið jafn illa á ævinni“ Það er óhætt að segja að jafnteflið við Ungverja í Marseille í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. 18. júní 2016 18:21 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Bernd Storck, hinn þýski þjálfari Ungverjalands, var stoltur af sínu liði eftir að Ungverjar jöfnuðu metin seint í leiknum gegn Íslandi í dag. „Við erum komnir með fjögur stig eftir að hafa náð þessu jöfnunarmarki og það áttum við skilið. Við stjórnuðum leiknum og reyndum að spila fótbolta,“ sagði Storck. Hann vildi ekki gagnrýna íslenska liðið og hrósaði því mikið. „Ísland varðist mjög vel en við náðum ekki að ógna þeim nógu mikið. En við misstum aldrei trúna og áttum þetta stig meira en skilið.“ Storck vildi ekki tjá sigum vítaspyrnudóminn í dag. „Ég sá þetta alls ekki og hef ekki áhuga á dóminum. Við sjáum til hvernig hinn leikurinn í riðlinum fer í kvöld og þá munum við sjá hvar við stöndum.“ Hann segist stoltur af sínu liði. „Við vorum að spila við mjög sterkan andstæðing en mínir menn hafa tekið miklum framförum og eiga skilið að vera í þeirri stöðu sem þeir eru í.“ „Það var ekki einfalt að ná þessum úrslitum enda að spila gegn mjög sterku íslensku liði. Það eru margir þaulreyndir leikmenn í því. Ísland er í hæsta gæðaflokki í alþjóðlegri knattspyrnu og því má ekki gleyma.“ Hann segir að Ungverjar hafi reynt allt til að sækja jöfnunarmarkið. „Við fórnuðum varnarmanni til að setja sterkan skallamann í sóknina og það gekk eftir. Ég veit að gleðin er mikil í Ungverjalandi og það eiga strákarnir mínir skilið.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Við vorum eiginlega með þrjú stig í hendi okkar Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi í 1-0 á móti Ungverjalandi og það munaði ekki miklu að markið hans hefði dugað til sigurs. Gylfi var því svekktur eftir leikinn. 18. júní 2016 18:14 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Twitter sprakk eftir vítið hans Gylfa: "Ég gleypti í mér tunguna!“ Ísland er komið yfir gegn Ungverjalandi í öðrum leik sínum á EM. 18. júní 2016 16:48 Kolbeinn: Okkur líður eins og við höfum tapað leiknum Var valinn maður leiksins af Knattspyrnusambandi Evrópu og sat því fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik. 18. júní 2016 18:15 Íslendingar svekktir eftir jafnteflið við Ungverja: „Aldrei liðið jafn illa á ævinni“ Það er óhætt að segja að jafnteflið við Ungverja í Marseille í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. 18. júní 2016 18:21 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Gylfi: Við vorum eiginlega með þrjú stig í hendi okkar Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi í 1-0 á móti Ungverjalandi og það munaði ekki miklu að markið hans hefði dugað til sigurs. Gylfi var því svekktur eftir leikinn. 18. júní 2016 18:14
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45
Twitter sprakk eftir vítið hans Gylfa: "Ég gleypti í mér tunguna!“ Ísland er komið yfir gegn Ungverjalandi í öðrum leik sínum á EM. 18. júní 2016 16:48
Kolbeinn: Okkur líður eins og við höfum tapað leiknum Var valinn maður leiksins af Knattspyrnusambandi Evrópu og sat því fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik. 18. júní 2016 18:15
Íslendingar svekktir eftir jafnteflið við Ungverja: „Aldrei liðið jafn illa á ævinni“ Það er óhætt að segja að jafnteflið við Ungverja í Marseille í kvöld hafi verið mikil vonbrigði. 18. júní 2016 18:21