Birkir Már um sjálfsmarkið: Hitti boltann ekki nógu vel Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:06 Birkir setur boltann í eigið mark. vísir/epa Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Ísland og Ungverjaland mættust í Marseille í F-riðli á EM 2016 í dag. Gylfi Þór Sigurðsson kom íslenska liðinu yfir á 40. mínútu en þegar tvær mínútur voru til leiksloka stýrði Birkir fyrirgjöf Nemanja Nikolić framhjá Hannesi Þór Halldórssyni og jafnaði metin í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Birkir var að vonum súr og svekktur í leikslok. „Það er erfitt að lýsa því, ég er mjög svekktur,“ sagði Birkir. „Ég var fyrir framan minn mann og ætlaði að hreinsa boltann í burtu. Ef ég hefði verið mjög heppinn hefði hann farið í burtu en ég hitti hann ekki nógu vel,“ bætti bakvörðurinn við. Íslenska liðið lá mjög aftarlega í leiknum í dag og færðist aftar og aftar eftir því sem á leið. Birkir segir að það hafi ekki verið meðvituð ákvörðun að falla svona aftarlega á völlinn. „Uppleggið var ekki að liggja í vörn allan seinni hálfleikinn. Við náðum ekki að halda boltanum nógu vel þegar við unnum hann og fengum alltaf nýja og nýja sókn á okkur,“ sagði Birkir sem kvaðst þó ánægður með varnarleik Íslands í dag og sagði að Ungverjarnir hefðu ekki fengið mörg færi í leiknum. Ísland er nú með tvö stig og mætir Austurríki í síðasta leik sínum í riðlakeppninni á miðvikudaginn. „Við erum taplausir en finnst samt eins og við höfum tapað þessum leik. Við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik þar sem við þurfum að ná í þrjú stig,“ sagði Birkir Már að lokum.Markið má sjá hér að neðan (aðeins aðgengilegt á Íslandi).Jöfnunarmark Ungverja. 1-1 #EMÍsland https://t.co/xDYd7eXvcV— Síminn (@siminn) June 18, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Ísland og Ungverjaland mættust í Marseille í F-riðli á EM 2016 í dag. Gylfi Þór Sigurðsson kom íslenska liðinu yfir á 40. mínútu en þegar tvær mínútur voru til leiksloka stýrði Birkir fyrirgjöf Nemanja Nikolić framhjá Hannesi Þór Halldórssyni og jafnaði metin í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Birkir var að vonum súr og svekktur í leikslok. „Það er erfitt að lýsa því, ég er mjög svekktur,“ sagði Birkir. „Ég var fyrir framan minn mann og ætlaði að hreinsa boltann í burtu. Ef ég hefði verið mjög heppinn hefði hann farið í burtu en ég hitti hann ekki nógu vel,“ bætti bakvörðurinn við. Íslenska liðið lá mjög aftarlega í leiknum í dag og færðist aftar og aftar eftir því sem á leið. Birkir segir að það hafi ekki verið meðvituð ákvörðun að falla svona aftarlega á völlinn. „Uppleggið var ekki að liggja í vörn allan seinni hálfleikinn. Við náðum ekki að halda boltanum nógu vel þegar við unnum hann og fengum alltaf nýja og nýja sókn á okkur,“ sagði Birkir sem kvaðst þó ánægður með varnarleik Íslands í dag og sagði að Ungverjarnir hefðu ekki fengið mörg færi í leiknum. Ísland er nú með tvö stig og mætir Austurríki í síðasta leik sínum í riðlakeppninni á miðvikudaginn. „Við erum taplausir en finnst samt eins og við höfum tapað þessum leik. Við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik þar sem við þurfum að ná í þrjú stig,“ sagði Birkir Már að lokum.Markið má sjá hér að neðan (aðeins aðgengilegt á Íslandi).Jöfnunarmark Ungverja. 1-1 #EMÍsland https://t.co/xDYd7eXvcV— Síminn (@siminn) June 18, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira