Alfreð: Kem ferskur inn í 16-liða úrslitin Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:34 Alfreð í baráttunni við Richárd Guzmics í leiknum í dag. vísir/getty Alfreð Finnbogason segir að tilfinningin eftir viðureign Íslands og Ungverjalands í Marseille í dag hafi verið eins og eftir tapleik. Íslenska liðið leiddi í tæpar 50 mínútur en fékk á sig jöfnunarmark tveimur mínútum fyrir leikslok og varð af tveimur stigum. „Þannig var andrúmsloftið í klefanum. Það er mjög svekkjandi að fá bara eitt stig þegar þú leggur svona mikið í leikinn,“ sagði Alfreð í leikslok. Hann kom inn á sem varamaður á 69. mínútu. En kann framherjinn skýringu á því af hverju íslenska liðið féll svona aftarlega á völlinn í seinni hálfleik? „Það er erfitt að segja. Þegar maður kom inn í leikinn voru menn rosalega þreyttir. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir með boltann í dag,“ sagði Alfreð en Íslendingar voru aðeins 33% með boltann í leiknum í dag og einungis 66% sendinga þeirra rötuðu á samherja. „Við spörkuðum honum alltaf fram og töpuðum honum oftast. Á móti svona liði verðum við að vera rólegri með boltann og spila aðeins í gegnum þá. Það fer mikil orka í að elta boltann í svona langan tíma og það er kannski ástæðan fyrir því að menn voru ekki nógu ferskir til að klára leikinn í seinni hálfleik.“ Alfreð segir að leikurinn í dag hafi verið jafn og ekki hafi munað miklu á liðunum. „Leikurinn var í járnum, þótt þeir hafi verið meira með boltann. En svo sofnuðum við aðeins og þeir refsuðu,“ sagði Alfreð sem fékk að líta gula spjaldið skömmu eftir að hann kom inn á. Það þýðir að hann verður í leikbanni gegn Austurríki á miðvikudaginn. „Mér fannst þetta ekki mikið. Ég elti hann einhverja 60 metra, svo missir hann boltann of langt frá sér og hann gefur mér gult. „Mér fannst það ekki verðskulda gult spjald. Það var ekkert augljóst brot þarna. Dómarinn var mjög slakur og þetta var kannski í takti við hans frammistöðu. Það er ömurlegt að vera kominn í bann eftir tvo leiki á svona móti en ég hef auðvitað fulla trú á strákunum og kem ferskur inn í 16-liða úrslitin,“ sagði framherjinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Alfreð Finnbogason segir að tilfinningin eftir viðureign Íslands og Ungverjalands í Marseille í dag hafi verið eins og eftir tapleik. Íslenska liðið leiddi í tæpar 50 mínútur en fékk á sig jöfnunarmark tveimur mínútum fyrir leikslok og varð af tveimur stigum. „Þannig var andrúmsloftið í klefanum. Það er mjög svekkjandi að fá bara eitt stig þegar þú leggur svona mikið í leikinn,“ sagði Alfreð í leikslok. Hann kom inn á sem varamaður á 69. mínútu. En kann framherjinn skýringu á því af hverju íslenska liðið féll svona aftarlega á völlinn í seinni hálfleik? „Það er erfitt að segja. Þegar maður kom inn í leikinn voru menn rosalega þreyttir. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir með boltann í dag,“ sagði Alfreð en Íslendingar voru aðeins 33% með boltann í leiknum í dag og einungis 66% sendinga þeirra rötuðu á samherja. „Við spörkuðum honum alltaf fram og töpuðum honum oftast. Á móti svona liði verðum við að vera rólegri með boltann og spila aðeins í gegnum þá. Það fer mikil orka í að elta boltann í svona langan tíma og það er kannski ástæðan fyrir því að menn voru ekki nógu ferskir til að klára leikinn í seinni hálfleik.“ Alfreð segir að leikurinn í dag hafi verið jafn og ekki hafi munað miklu á liðunum. „Leikurinn var í járnum, þótt þeir hafi verið meira með boltann. En svo sofnuðum við aðeins og þeir refsuðu,“ sagði Alfreð sem fékk að líta gula spjaldið skömmu eftir að hann kom inn á. Það þýðir að hann verður í leikbanni gegn Austurríki á miðvikudaginn. „Mér fannst þetta ekki mikið. Ég elti hann einhverja 60 metra, svo missir hann boltann of langt frá sér og hann gefur mér gult. „Mér fannst það ekki verðskulda gult spjald. Það var ekkert augljóst brot þarna. Dómarinn var mjög slakur og þetta var kannski í takti við hans frammistöðu. Það er ömurlegt að vera kominn í bann eftir tvo leiki á svona móti en ég hef auðvitað fulla trú á strákunum og kem ferskur inn í 16-liða úrslitin,“ sagði framherjinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira