Umdeild ummæli Magnúsar Orra Schram Birgir Dýrfjörð skrifar 2. júní 2016 07:00 Við eigum að stofna nýja hreyfingu sem stefni saman fólki frá miðju til vinstri. Hreyfingu sem rúmar fjölbreyttar raddir og mörg sjónarmið.“ – Þessi ummæli Magnúsar Orra Schram lýsa þeim draumi að sameina alla jafnaðarmenn í einni öflugri hreyfingu. Hann vill hefja samtal við aðrar stjórnmálahreyfingar og fólk utan flokka, um auðlindir í almannaþágu, um nýja stjórnarskrá, umhverfisvernd, eflingu velferðar, jöfn tækifæri o.fl. o.fl. Samfylkingin er ávöxtur þróunar og rökrétt er að halda opnum tækifærum til að hún geti þróast áfram. Á þeirri vegferð verður að sýna tillitsemi. Ekki má stranda á nafngiftum. Samfylkingin héldi t.d. vel sóma sínum í flokki sem héti Jafnaðarmannaflokkur Íslands. Það er eðlilegt að fólki sýnist sitt hvað um framtíðarsýn Magnúsar Orra og ræði það. En afar ómakleg ummæli Ólínu Þorvarðardóttur og Margrétar Frímannsdóttur, í fjölmiðlum, gefa þó tilefni til að skoða aðdraganda og tilurð Samfylkingarinnar. Margrét sagði m.a. að hugmyndin væri algjört bull og fólk ætti að skoða það sem fyrir er og byggja ofan á það. Lítilsvirðandi ummæli hennar í garð frambjóðendanna til formanns hirði ég ekki um að tíunda hér. Fyrirsögnin um skrif Ólínu Þorvarðardóttur í fjölmiðlum var: „Ólína biðst vægðar gegn sjálfsmorðsárásum örvæntingarfullra formannsframbjóðenda.“ Þar skrifar hún um „karlpeninginn“ í Samfylkingunni, sem boðar dauða flokksins nema hann fái að ráða honum. Hún skrifar þar um, að flokkurinn geti dafnað vel fái hann frið fyrir fólki með þeirra hugarfar. Ætli ráðið til að fá frið fyrir „karlpeningnum“ í Samfylkingunni sé þá að breyta henni í Kvennalista? Þróun samfylkingar félagshyggjufólks Haustið 1989 voru viðræður milli fólks úr Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum um að sameinast í framboði til borgarstjórnar Reykjavíkur. Ekki náðist eining í Alþýðubandalaginu, en öflugur hópur undir forystu Kristínar Ólafsdóttur, borgarfulltrúa og Margrétar Björnsdóttur og fleiri jafnaðarmanna í Alþýðubandalaginu ákvað að bjóða fram undir heitinu Nýr vettvangur. Það var forsenda fyrir framboðinu að Alþýðuflokkurinn yrði ekki formlegur aðili að því. Þá tók Alþýðuflokkurinn þá djörfu ákvörðun, í fyrsta sinn frá stofnun hans, að bjóða ekki fram eigin lista til borgarstjórnar. Hann gaf af sínu og lýsti yfir stuðningi við Nýjan vettvang. Enginn sakaði forustu Alþýðuflokksins um sjálfsmorðsárás. Enginn sagði þá um félaga sína, – einsog Ólína nú: „Flokkurinn á alla möguleika á því að dafna vel fái hann frið fyrir fólki með þetta hugarfar.“ Enginn lýsti því sem „sjálfsmorðsárásum örvæntingafullra frambjóðenda“. Enginn sagði þá að „karlpeningurinn“ í Alþýðuflokknum „kepptist við að boða dauða flokksins nema þeir fái að stjórna honum“. Við röðun á framboðslista Nýs vettvangs var svo viðhaft opið prófkjör. Í efsta sæti listans lenti þekkt fréttakona í sjónvarpinu. Ólína Þorvarðardóttir. Hún var óflokksbundin. Varaformaður Alþýðuflokksins Jóhanna Sigurðardóttir hvatti svo flokksfólk mjög að kjósa óflokksbundna manneskju. Líklega er það skáldleg gráglettni að tilvitnuð ummæli hér að ofan eru öll fengin úr skrifum Ólínu Þorvarðardóttur. Þau féllu vegna hugmynda Magnúsar Orra um að þróa Samfylkinguna áfram á nýjum vettvangi jafnaðarmanna. Var R-listinn sjálfsmorðsárás? Árið 1994 ákváðu félagshyggjuflokkarnir þrír í Reykjavík plús Kvennalistinn að sameinast í einu framboði, R-listanum. Líklega er tími R-listans árangursríkasta skeiðið í samstarfi félagshyggjuaflanna í landinu. Myndi Ólína kalla stofnun hans sjálfsmorðsárás? Varla. Árið 1994 varð einnig sá afdrifaríki atburður í sundrungarsögu félagshyggjuflokkanna að einn þeirra, Alþýðuflokkurinn, var klofinn. Jóhanna Sigurðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir og fleiri góðir jafnaðarmenn stofnuðu Þjóðvaka eftir að Jóhanna Sigurðardóttir tapaði formannskjöri í Alþýðuflokknum. Þá hefði verið hægt að snúa fyrrgreindum ummælum Ólínu um Magnús Orra upp á hana sjálfa, og tala um „kvenpening, sem keppist við að boða dauða flokksins nema þær fái að stjórna honum“. – Klofningur Alþýðuflokksins leiddi af sér stjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, sem stóð í fjórtán ár, með þekktum afleiðingum. Árið 1999 ákváðu Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn, Samtök um kvennalista og Þjóðvaki að mynda kosningabandalag, sem síðar yrði flokkur. Kosningabandalagið var kallað Samfylkingin. Enginn var sakaður um sjálfsmorðsárás. Markmið Samfylkingarinnar var að ná öllum þessum flokkum í eina hreyfingu. Það gekk að mestu leyti eftir utan þó að Alþýðubandalagið klofnaði. Úr þeim klofningi varð til stjórnmálaflokkur, Vinstri græn, sem nú mælist helmingi stærri en Samfylkingin. Kannski er sú staðreynd ástæða fyrir beiskjunni í stóradómi Margrétar Frímannsdóttur, þáverandi formanns Alþýðubandalagsins, í sjónvarpinu 18. maí sl. Ég hef hér að framan stiklað á nokkrum atriðum sem varða breytingar á starfsháttum félagshyggjuflokkanna á Íslandi. Lifandi samfélög taka breytingum. Stjórnmálahreyfingar mega ekki staðna. Þær verða að geta lagað starfshætti sína og skipulag að breyttum samfélögum. Það er kjarni lýðræðisjafnaðarmanna, að geta það og gera, án þess að grunnkenningin: „ég á að gæta bróður míns“ breytist. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Við eigum að stofna nýja hreyfingu sem stefni saman fólki frá miðju til vinstri. Hreyfingu sem rúmar fjölbreyttar raddir og mörg sjónarmið.“ – Þessi ummæli Magnúsar Orra Schram lýsa þeim draumi að sameina alla jafnaðarmenn í einni öflugri hreyfingu. Hann vill hefja samtal við aðrar stjórnmálahreyfingar og fólk utan flokka, um auðlindir í almannaþágu, um nýja stjórnarskrá, umhverfisvernd, eflingu velferðar, jöfn tækifæri o.fl. o.fl. Samfylkingin er ávöxtur þróunar og rökrétt er að halda opnum tækifærum til að hún geti þróast áfram. Á þeirri vegferð verður að sýna tillitsemi. Ekki má stranda á nafngiftum. Samfylkingin héldi t.d. vel sóma sínum í flokki sem héti Jafnaðarmannaflokkur Íslands. Það er eðlilegt að fólki sýnist sitt hvað um framtíðarsýn Magnúsar Orra og ræði það. En afar ómakleg ummæli Ólínu Þorvarðardóttur og Margrétar Frímannsdóttur, í fjölmiðlum, gefa þó tilefni til að skoða aðdraganda og tilurð Samfylkingarinnar. Margrét sagði m.a. að hugmyndin væri algjört bull og fólk ætti að skoða það sem fyrir er og byggja ofan á það. Lítilsvirðandi ummæli hennar í garð frambjóðendanna til formanns hirði ég ekki um að tíunda hér. Fyrirsögnin um skrif Ólínu Þorvarðardóttur í fjölmiðlum var: „Ólína biðst vægðar gegn sjálfsmorðsárásum örvæntingarfullra formannsframbjóðenda.“ Þar skrifar hún um „karlpeninginn“ í Samfylkingunni, sem boðar dauða flokksins nema hann fái að ráða honum. Hún skrifar þar um, að flokkurinn geti dafnað vel fái hann frið fyrir fólki með þeirra hugarfar. Ætli ráðið til að fá frið fyrir „karlpeningnum“ í Samfylkingunni sé þá að breyta henni í Kvennalista? Þróun samfylkingar félagshyggjufólks Haustið 1989 voru viðræður milli fólks úr Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum um að sameinast í framboði til borgarstjórnar Reykjavíkur. Ekki náðist eining í Alþýðubandalaginu, en öflugur hópur undir forystu Kristínar Ólafsdóttur, borgarfulltrúa og Margrétar Björnsdóttur og fleiri jafnaðarmanna í Alþýðubandalaginu ákvað að bjóða fram undir heitinu Nýr vettvangur. Það var forsenda fyrir framboðinu að Alþýðuflokkurinn yrði ekki formlegur aðili að því. Þá tók Alþýðuflokkurinn þá djörfu ákvörðun, í fyrsta sinn frá stofnun hans, að bjóða ekki fram eigin lista til borgarstjórnar. Hann gaf af sínu og lýsti yfir stuðningi við Nýjan vettvang. Enginn sakaði forustu Alþýðuflokksins um sjálfsmorðsárás. Enginn sagði þá um félaga sína, – einsog Ólína nú: „Flokkurinn á alla möguleika á því að dafna vel fái hann frið fyrir fólki með þetta hugarfar.“ Enginn lýsti því sem „sjálfsmorðsárásum örvæntingafullra frambjóðenda“. Enginn sagði þá að „karlpeningurinn“ í Alþýðuflokknum „kepptist við að boða dauða flokksins nema þeir fái að stjórna honum“. Við röðun á framboðslista Nýs vettvangs var svo viðhaft opið prófkjör. Í efsta sæti listans lenti þekkt fréttakona í sjónvarpinu. Ólína Þorvarðardóttir. Hún var óflokksbundin. Varaformaður Alþýðuflokksins Jóhanna Sigurðardóttir hvatti svo flokksfólk mjög að kjósa óflokksbundna manneskju. Líklega er það skáldleg gráglettni að tilvitnuð ummæli hér að ofan eru öll fengin úr skrifum Ólínu Þorvarðardóttur. Þau féllu vegna hugmynda Magnúsar Orra um að þróa Samfylkinguna áfram á nýjum vettvangi jafnaðarmanna. Var R-listinn sjálfsmorðsárás? Árið 1994 ákváðu félagshyggjuflokkarnir þrír í Reykjavík plús Kvennalistinn að sameinast í einu framboði, R-listanum. Líklega er tími R-listans árangursríkasta skeiðið í samstarfi félagshyggjuaflanna í landinu. Myndi Ólína kalla stofnun hans sjálfsmorðsárás? Varla. Árið 1994 varð einnig sá afdrifaríki atburður í sundrungarsögu félagshyggjuflokkanna að einn þeirra, Alþýðuflokkurinn, var klofinn. Jóhanna Sigurðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir og fleiri góðir jafnaðarmenn stofnuðu Þjóðvaka eftir að Jóhanna Sigurðardóttir tapaði formannskjöri í Alþýðuflokknum. Þá hefði verið hægt að snúa fyrrgreindum ummælum Ólínu um Magnús Orra upp á hana sjálfa, og tala um „kvenpening, sem keppist við að boða dauða flokksins nema þær fái að stjórna honum“. – Klofningur Alþýðuflokksins leiddi af sér stjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, sem stóð í fjórtán ár, með þekktum afleiðingum. Árið 1999 ákváðu Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn, Samtök um kvennalista og Þjóðvaki að mynda kosningabandalag, sem síðar yrði flokkur. Kosningabandalagið var kallað Samfylkingin. Enginn var sakaður um sjálfsmorðsárás. Markmið Samfylkingarinnar var að ná öllum þessum flokkum í eina hreyfingu. Það gekk að mestu leyti eftir utan þó að Alþýðubandalagið klofnaði. Úr þeim klofningi varð til stjórnmálaflokkur, Vinstri græn, sem nú mælist helmingi stærri en Samfylkingin. Kannski er sú staðreynd ástæða fyrir beiskjunni í stóradómi Margrétar Frímannsdóttur, þáverandi formanns Alþýðubandalagsins, í sjónvarpinu 18. maí sl. Ég hef hér að framan stiklað á nokkrum atriðum sem varða breytingar á starfsháttum félagshyggjuflokkanna á Íslandi. Lifandi samfélög taka breytingum. Stjórnmálahreyfingar mega ekki staðna. Þær verða að geta lagað starfshætti sína og skipulag að breyttum samfélögum. Það er kjarni lýðræðisjafnaðarmanna, að geta það og gera, án þess að grunnkenningin: „ég á að gæta bróður míns“ breytist. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun