Chicharito sár út í Manchester United og Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2016 17:45 Javier Hernandez fagnar marki í leik með Bayer Leverkusen. Vísir/Getty Javier Hernandez, markaskorarinn mikli frá Mexíkó, átti mjög flott tímabil með þýska liðinu Bayer Leverkusen en hann grætur það samt að hafa ekki fengið að njóta sín hjá Manchester United eða Real Madrid. Chicharito eins og hann er jafnan kallaður er nú kominn til móts við landsliðið þar sem Mexíkó keppir í hundrað ára afmælisútgáfu af Ameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í júní og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Chicharito skoraði eina markið þegar Mexíkó vann 1-0 sigur á Síle í síðasta undirbúningsleiknum fyrir Ameríkukeppnina. Fyrsti leikur liðsins verður síðan á móti Úrúgvæ á sunnudaginn. Chicharito, sem er orðinn 28 ára gamall, hefur nú skorað 44 mörk fyrir landsliðið og er aðeins tveimur mörkum frá því að jafna markamet landsliðsins sem er í eigu Jared Borgetti. Javier Hernandez skoraði 26 mörk í 40 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með Bayer Leverkusen. Hann er samt enn að hugsa um hvað hefði getað orðið hjá Manchester United eða Real Madrid. Javier Hernandez spilaði í fimm ár með Manchester United og skoraði það 37 deildarmörk. Hann spilaði þar fleiri leiki sem varamaður (54) en byrjunarliðsmaður (49). Á einu tímabili hjá Real Madrid var hann með 7 deildarmörk í 23 leikjum en hann var varamaður í 16 leikjanna. Allt aðra sögu er að segja af þessu tímabili en Javier Hernandez byrjaði 25 af 28 deildarleikjum sínum með Bayer Leverkusen og það voru aðeins þeir Thomas Müller, Pierre-Emerick Aubameyang og Robert Lewandowski sem skoruðu fleiri mörk í deildinni. „Við þekkjum öll söguna hjá Manchester United og Real Madrid en eru keppa í Evrópu og um alla titla í boði. Ég var samt að spila fyrir þriðja besta liðið í Þýskalandi," sagði Javier Hernandez í viðtali við FourFourTwo. „Ef að ég hefði fengið fleiri tækifæri hjá United eða Real Madrid hefði ég líklega orðið stjarna þar líka en við fáum bara aldrei að komast að því," sagði Javier Hernandez. „Ég fékk aldrei að spila tuttugu leiki í röð og fólk gat því aldrei sagt: „Hann er góður leikmaður sem ætti að vera áfram." eða „Hann er engin stjarna og ekki góður leikmaður," sagði Chicharito. „Spyrjið bara stuðningsmenn United. Tölurnar tala sínu máli. Ég byrjaði bara 85 leiki hjá United og skoraði 60 mörk. Hjá Real Madrid byrjaði ég bara tólf leiki en skoraði níu mörk. Hjá Leverkusen hef ég byrjað 37 leiki og skorað 26 mörk. Munurinn er að Leverkusen vill hafa mig inn á vellinum. Hin liðin vildu það ekki," sagði Chicharito. Enski boltinn Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Javier Hernandez, markaskorarinn mikli frá Mexíkó, átti mjög flott tímabil með þýska liðinu Bayer Leverkusen en hann grætur það samt að hafa ekki fengið að njóta sín hjá Manchester United eða Real Madrid. Chicharito eins og hann er jafnan kallaður er nú kominn til móts við landsliðið þar sem Mexíkó keppir í hundrað ára afmælisútgáfu af Ameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í júní og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Chicharito skoraði eina markið þegar Mexíkó vann 1-0 sigur á Síle í síðasta undirbúningsleiknum fyrir Ameríkukeppnina. Fyrsti leikur liðsins verður síðan á móti Úrúgvæ á sunnudaginn. Chicharito, sem er orðinn 28 ára gamall, hefur nú skorað 44 mörk fyrir landsliðið og er aðeins tveimur mörkum frá því að jafna markamet landsliðsins sem er í eigu Jared Borgetti. Javier Hernandez skoraði 26 mörk í 40 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með Bayer Leverkusen. Hann er samt enn að hugsa um hvað hefði getað orðið hjá Manchester United eða Real Madrid. Javier Hernandez spilaði í fimm ár með Manchester United og skoraði það 37 deildarmörk. Hann spilaði þar fleiri leiki sem varamaður (54) en byrjunarliðsmaður (49). Á einu tímabili hjá Real Madrid var hann með 7 deildarmörk í 23 leikjum en hann var varamaður í 16 leikjanna. Allt aðra sögu er að segja af þessu tímabili en Javier Hernandez byrjaði 25 af 28 deildarleikjum sínum með Bayer Leverkusen og það voru aðeins þeir Thomas Müller, Pierre-Emerick Aubameyang og Robert Lewandowski sem skoruðu fleiri mörk í deildinni. „Við þekkjum öll söguna hjá Manchester United og Real Madrid en eru keppa í Evrópu og um alla titla í boði. Ég var samt að spila fyrir þriðja besta liðið í Þýskalandi," sagði Javier Hernandez í viðtali við FourFourTwo. „Ef að ég hefði fengið fleiri tækifæri hjá United eða Real Madrid hefði ég líklega orðið stjarna þar líka en við fáum bara aldrei að komast að því," sagði Javier Hernandez. „Ég fékk aldrei að spila tuttugu leiki í röð og fólk gat því aldrei sagt: „Hann er góður leikmaður sem ætti að vera áfram." eða „Hann er engin stjarna og ekki góður leikmaður," sagði Chicharito. „Spyrjið bara stuðningsmenn United. Tölurnar tala sínu máli. Ég byrjaði bara 85 leiki hjá United og skoraði 60 mörk. Hjá Real Madrid byrjaði ég bara tólf leiki en skoraði níu mörk. Hjá Leverkusen hef ég byrjað 37 leiki og skorað 26 mörk. Munurinn er að Leverkusen vill hafa mig inn á vellinum. Hin liðin vildu það ekki," sagði Chicharito.
Enski boltinn Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira