Hefur alltaf haft áhuga á leikstjórn Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 4. júní 2016 09:15 Oddur Júlíusson er aðstoðarleikstjóri Djöflaeyjunnar, en þetta mun vera frumraun hans í leikstjórasætinu. Vísir/Hanna Sem stendur er ég í miðju æfingaferli á Djöflaeyjunni þar sem ég er í hlutverki aðstoðarleikstjóra en Atli Rafn Sigurðsson er leikstjóri verksins,“ segir Oddur Júlíusson leikari spurður út í aðkomu sína að verkinu Djöflaeyjan sem frumsýnt verður í þjóðleikhúsinu 3. september. Oddur útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013 og hefur frá þeim tíma verið á samningi hjá Þjóðleikhúsinu og farið með fjölda hlutverka, en hann var tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár sem leikari ársins í aukahlutverki fyrir verkið Um það bil, í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. „Það er búið að vera alveg frábært að vinna hér í Þjóðleikhúsinu ég hef á þeim stutta tíma sem ég hef unnið hér fengið frábær tækifæri og tekið þátt í mjög skemmtilegum og krefjandi verkefnum.“ Meðal leiksýninga sem Oddur hefur tekið þátt í eru Hleyptu þeim rétta inn, Fjalla-Eyvindur, Dýrin í Hálsaskógi, Óvitar, Ofsi, Spamalot, Eldraunin. „Þetta hefur verið einstaklega skemmtilegt, ég hef fengið að þroskast mikið sem leikari og finnst ég eiga mikið inni. Í dag er ég að leika í leiksýningunni, Í hjarta Hróa hattar en það eru nokkrar sýningar eftir áður en leikhúsið fer í sumarfrí,“ segir Oddur. Eins og fram hefur komið er Oddur aðstoðarleikstjóri í Djöflaeyjunni, en þetta mun vera frumraun hans í leikstjórasætinu. Djöflaeyjan er nýr söngleikur, byggður á metsölubók Einars Kárasonar og fjallar verkið um drauma, sorgir og sigra fjölskyldu Karólínu spákonu, og mannlífið í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum. „Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og hópurinn allur alveg frábær, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að vera leikstjóri og stefni jafnvel á það seinna meir, það er frábært að vinna með Atla Rafni hann er algjör fagmaður og ég get lært mikið af honum,“ segir Oddur. Næsta leikár Þjóðleikhússins var kynnt í síðustu viku og má búast við virkilega spennandi vetri en fjöldi verka er nú þegar komið í vinnslu. „Þetta eru virkilega spennandi tímar. Ásamt því að vera aðstoðarleikstjóri í Djöflaeyjunni kem ég til með að leika einleik í skemmtilegu verki sem nefnist Lofthræddi örninn Örvar, verkið fjallar að miklu leyti um það hvernig það er að takast á við og yfirstíga ótta. Verkið er með frekar óhefðbundnu sniði en þetta mun vera farandsýning þar sem við komum jafnvel til með að frumsýna verkið í Vestmanneyjum og fara svo í ferðalag um landið í kjölfarið, við erum að færa Þjóðleikhúsið nær landsbyggðinni og að þessu sinni verða það börnin sem fá að njóta þess,“ segir Oddur spennur fyrir komandi tímum. Nú styttist óðum í sumarfrí en nóg verður að gera hjá Oddi þar sem hann meðal annars tekur þátt í uppsetningu Icelandic Sagas - The greatest hits, sem sýnt er í Hörpu en á sýningunni er farið yfir fjörutíu Íslendingasögur á aðeins sjötíu og fimm mínútum. „Þetta verður skemmtilegt sumar. Ég ákvað að skella mér í smá aukavinnu og kem inn í sýninguna í júlí. Svo ætla ég líka að reyna að nýta sumarið í það að ferðast, fara á Bræðsluna og njóta lífsins,“ segir Oddur brosandi. Menning Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Sem stendur er ég í miðju æfingaferli á Djöflaeyjunni þar sem ég er í hlutverki aðstoðarleikstjóra en Atli Rafn Sigurðsson er leikstjóri verksins,“ segir Oddur Júlíusson leikari spurður út í aðkomu sína að verkinu Djöflaeyjan sem frumsýnt verður í þjóðleikhúsinu 3. september. Oddur útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013 og hefur frá þeim tíma verið á samningi hjá Þjóðleikhúsinu og farið með fjölda hlutverka, en hann var tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár sem leikari ársins í aukahlutverki fyrir verkið Um það bil, í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. „Það er búið að vera alveg frábært að vinna hér í Þjóðleikhúsinu ég hef á þeim stutta tíma sem ég hef unnið hér fengið frábær tækifæri og tekið þátt í mjög skemmtilegum og krefjandi verkefnum.“ Meðal leiksýninga sem Oddur hefur tekið þátt í eru Hleyptu þeim rétta inn, Fjalla-Eyvindur, Dýrin í Hálsaskógi, Óvitar, Ofsi, Spamalot, Eldraunin. „Þetta hefur verið einstaklega skemmtilegt, ég hef fengið að þroskast mikið sem leikari og finnst ég eiga mikið inni. Í dag er ég að leika í leiksýningunni, Í hjarta Hróa hattar en það eru nokkrar sýningar eftir áður en leikhúsið fer í sumarfrí,“ segir Oddur. Eins og fram hefur komið er Oddur aðstoðarleikstjóri í Djöflaeyjunni, en þetta mun vera frumraun hans í leikstjórasætinu. Djöflaeyjan er nýr söngleikur, byggður á metsölubók Einars Kárasonar og fjallar verkið um drauma, sorgir og sigra fjölskyldu Karólínu spákonu, og mannlífið í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum. „Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og hópurinn allur alveg frábær, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að vera leikstjóri og stefni jafnvel á það seinna meir, það er frábært að vinna með Atla Rafni hann er algjör fagmaður og ég get lært mikið af honum,“ segir Oddur. Næsta leikár Þjóðleikhússins var kynnt í síðustu viku og má búast við virkilega spennandi vetri en fjöldi verka er nú þegar komið í vinnslu. „Þetta eru virkilega spennandi tímar. Ásamt því að vera aðstoðarleikstjóri í Djöflaeyjunni kem ég til með að leika einleik í skemmtilegu verki sem nefnist Lofthræddi örninn Örvar, verkið fjallar að miklu leyti um það hvernig það er að takast á við og yfirstíga ótta. Verkið er með frekar óhefðbundnu sniði en þetta mun vera farandsýning þar sem við komum jafnvel til með að frumsýna verkið í Vestmanneyjum og fara svo í ferðalag um landið í kjölfarið, við erum að færa Þjóðleikhúsið nær landsbyggðinni og að þessu sinni verða það börnin sem fá að njóta þess,“ segir Oddur spennur fyrir komandi tímum. Nú styttist óðum í sumarfrí en nóg verður að gera hjá Oddi þar sem hann meðal annars tekur þátt í uppsetningu Icelandic Sagas - The greatest hits, sem sýnt er í Hörpu en á sýningunni er farið yfir fjörutíu Íslendingasögur á aðeins sjötíu og fimm mínútum. „Þetta verður skemmtilegt sumar. Ég ákvað að skella mér í smá aukavinnu og kem inn í sýninguna í júlí. Svo ætla ég líka að reyna að nýta sumarið í það að ferðast, fara á Bræðsluna og njóta lífsins,“ segir Oddur brosandi.
Menning Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira