Erdogan sagði að Þjóðverjar ættu að líta sér nær þegar kæmi að þjóðarmorðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júní 2016 23:27 Angela Merkel kanslari Þýskalands og Erdogan forseti Tyrklands á fundi á loftslagsráðstefnunni í París í fyrra. vísir/getty Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, var afar harðorður í garð Þýskalands í ræðu sem hann hélt í dag en í liðinni viku samþykkti þýska þingið ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni var fordæmt. Sagði Erdogan að Þjóðverjar ættu að líta sér nær í stað þess að saka aðra um þjóðarmorð. Í kjölfarið á ályktuninni kallaði tyrkneska ríkisstjórnin sendiherra sinn í Þýskalandi heim en í dag sagðist Erdogan ekki aðeins vera að tala til Þýskalands eða Evrópu heldur heimsins alls. Sagði hann að Tyrkland myndi aldrei nokkurn tímann fallast á ásakanir um að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum. Hótaði Erdogan að láta Evrópu eina um áhyggjur sínar ef málið varðandi yrði ekki leyst. „Málið er ekki Armenar heldur er það að verið sé að nota þetta til þess að kúga Tyrkland,“ sagði Erdogan. Hann sagði síðan að Þjóðverjar ættu að líta sér nær; vegna helfararinnar væru þeir seinasta þjóðin sem ætti að saka aðra um þjóðarmorð. Þá nefndi Erdogan jafnframt morðin á frumbyggjum í Namibíu á tímum Þýska keisaradæmisins en yfirvöld í Þýskalandi hafa ekki ályktað sem svo að þar hafi verið þjóðarmorð. „Annað hvort finnum við lausn á vandamálum okkar á sanngjarnan hátt eða Tyrkland hættir að vera það sem aðskilur Evrópu frá vandamálum álfunnar,“ sagði Erdogan án þess að skilgreina frekar hver vandamálin væru en væntanlega átti forsetinn við þann stöðuga straum flóttamanna sem reynir að komast til Evrópu á hverjum degi, meðal annars í gegnum Tyrkland. Fyrr á árinu tók flóttamannasamningur ESB við Tyrkland gildi. Samkvæmt samningnum skal senda flóttamenn sem koma ólöglega inn í Grikkland aftur til Tyrklands ef þeir sækja um hæli eða ef hælisumsókn þeirra er hafnað. Fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem sendur er til baka skuldbindur ESB sig til að taka á móti einum Sýrlendingi sem hefur lagt fram formlega umsókn um hæli. Þeir Sýrlendingar sem ekki fá hæli í Grikklandi verða sendir í flóttamannabúðir í Suður-Tyrklandi í stað þeirra sem verða sendir beint til Evrópu á grundvelli samningsins. Armenía Namibía Tyrkland Tengdar fréttir Þjóðverjar viðurkenna þjóðarmorð á Armenum Þingsályktunartillaga um viðrkenninguna var samþykkt nú í dag en Tyrkir hafa mótmælt henni harðlega. 2. júní 2016 11:22 Tyrkir kalla sendiherra sinn heim frá Þýskalandi Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar var fordæmt. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, var afar harðorður í garð Þýskalands í ræðu sem hann hélt í dag en í liðinni viku samþykkti þýska þingið ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni var fordæmt. Sagði Erdogan að Þjóðverjar ættu að líta sér nær í stað þess að saka aðra um þjóðarmorð. Í kjölfarið á ályktuninni kallaði tyrkneska ríkisstjórnin sendiherra sinn í Þýskalandi heim en í dag sagðist Erdogan ekki aðeins vera að tala til Þýskalands eða Evrópu heldur heimsins alls. Sagði hann að Tyrkland myndi aldrei nokkurn tímann fallast á ásakanir um að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum. Hótaði Erdogan að láta Evrópu eina um áhyggjur sínar ef málið varðandi yrði ekki leyst. „Málið er ekki Armenar heldur er það að verið sé að nota þetta til þess að kúga Tyrkland,“ sagði Erdogan. Hann sagði síðan að Þjóðverjar ættu að líta sér nær; vegna helfararinnar væru þeir seinasta þjóðin sem ætti að saka aðra um þjóðarmorð. Þá nefndi Erdogan jafnframt morðin á frumbyggjum í Namibíu á tímum Þýska keisaradæmisins en yfirvöld í Þýskalandi hafa ekki ályktað sem svo að þar hafi verið þjóðarmorð. „Annað hvort finnum við lausn á vandamálum okkar á sanngjarnan hátt eða Tyrkland hættir að vera það sem aðskilur Evrópu frá vandamálum álfunnar,“ sagði Erdogan án þess að skilgreina frekar hver vandamálin væru en væntanlega átti forsetinn við þann stöðuga straum flóttamanna sem reynir að komast til Evrópu á hverjum degi, meðal annars í gegnum Tyrkland. Fyrr á árinu tók flóttamannasamningur ESB við Tyrkland gildi. Samkvæmt samningnum skal senda flóttamenn sem koma ólöglega inn í Grikkland aftur til Tyrklands ef þeir sækja um hæli eða ef hælisumsókn þeirra er hafnað. Fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem sendur er til baka skuldbindur ESB sig til að taka á móti einum Sýrlendingi sem hefur lagt fram formlega umsókn um hæli. Þeir Sýrlendingar sem ekki fá hæli í Grikklandi verða sendir í flóttamannabúðir í Suður-Tyrklandi í stað þeirra sem verða sendir beint til Evrópu á grundvelli samningsins.
Armenía Namibía Tyrkland Tengdar fréttir Þjóðverjar viðurkenna þjóðarmorð á Armenum Þingsályktunartillaga um viðrkenninguna var samþykkt nú í dag en Tyrkir hafa mótmælt henni harðlega. 2. júní 2016 11:22 Tyrkir kalla sendiherra sinn heim frá Þýskalandi Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar var fordæmt. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Þjóðverjar viðurkenna þjóðarmorð á Armenum Þingsályktunartillaga um viðrkenninguna var samþykkt nú í dag en Tyrkir hafa mótmælt henni harðlega. 2. júní 2016 11:22
Tyrkir kalla sendiherra sinn heim frá Þýskalandi Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar var fordæmt. 3. júní 2016 07:00