Costco mun umturna íslenskum markaði Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2016 10:15 Bjarki og Trausti meta það svo að íslensk verslun sé býsna andvaralaus, því innkoma Costco mun umturna íslenska markaðinum. Costco býður að jafnaði upp á 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. Gera má ráð fyrir því að þegar Costco opnar á Íslandi muni það bylta hinum íslenska markaði; áhrifin verða gríðarleg. Þetta segja þeir Bjarki Pétursson og Trausti Haraldsson frá Zenter markaðsrannsóknarfyrirtæki, sem hafa kannað sérstaklega hvaða áhrif koma Costco mun hafa á íslenskan markað. Þeir voru í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun.Leggja aðeins 15 prósent ofan á vöruverð Bjarki og Trausti hafa skrifað skýrslu um áhrifin en þeir hafa verið að vinna fyrir tugi fyrirtækja á smásölumarkaði hér heima. Þeir ákváðu að fara út og kíkja á Costco í grennd við London, sem er svipaðrar stærðar og til stendur að rísi hér á Íslandi. Þeir fengu viðtal við stjórnendur þar sem kynntu þeim búðina. Verð sem Costco býður uppá er að jafnað þrjátíu prósentum lægra en það sem gerist og gengur erlendis. En, hvað gerist þegar Costco kemur til Íslands? Mun það sama gilda hér. Bjarki og Trausti meta það sem svo. „Þeir voru mjög harðir á því að eini kostnaðurinn sem leggst ofan á sé flutningskostnaður.“ Þetta mun þó að einhverju leyti vera mismunandi hvað varðar ákveðnar vörur og að teknu tilliti til tolls og vasks. En, mottó fyrirtækisins er að leggja einungis 15 prósent ofan á vöruna, sem er miklum mun minna þekkist á Íslandi.Íslensk verslun andvaralaus Costco er fjölbreytt búð þar er boðið uppá mikið vöruúrval; raftæki, matvöru, heimilistæki, skrifstofuvörur, húsgögn, dekk, skartgripi, úr, föt, eldsneyti, gleraugu... „Þetta er annað stærsta verslunarkeðja í heiminum. Og veltir um það bil tíu sinnum meiru en íslenska hagkerfið. Þeir eru bara með gæðavörur. Þeir eru með meðlimakerfi, menn fá ekki að versla nema þeir séu meðlimir,“ segir þeir Bjarki og Trausti. Þá byggja þeir mikið á tilboðum og það að vera svona stórir mun hafa veruleg áhrif á markaðinn íslenska. Costco eru að fara að færa sig inn á skandinavískan markað og er Ísland nánast prótótýpa, með það hvernig þeir þar ætla að bera sig að við að koma undir sig fótunum þar. Bjarki og Trausti telja íslenska verslun vera nokkuð andvaralausa hvað varðar þessi gríðarlegu áhrif sem þeir ætla að verði með innkomu Costco. Íslenskir neytendur ættu ekki að láta viðtalið við Bjarka og Trausta fram hjá sér fara, en það má hlusta á hér neðar. Tengdar fréttir Costco opnar í nóvember „Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar. 24. maí 2016 11:43 Telja markaðsvirði N1 milljarði of hátt Capacent telur verulegan vöxt N1 á eldsneytismarkaði ólíklegan. 27. janúar 2016 08:00 Samkeppni frá útlöndum óumflýjanleg Íslensk fyrirtæki þurfa í auknum mæli að takast á við samkeppni erlendis frá. 17. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Costco býður að jafnaði upp á 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. Gera má ráð fyrir því að þegar Costco opnar á Íslandi muni það bylta hinum íslenska markaði; áhrifin verða gríðarleg. Þetta segja þeir Bjarki Pétursson og Trausti Haraldsson frá Zenter markaðsrannsóknarfyrirtæki, sem hafa kannað sérstaklega hvaða áhrif koma Costco mun hafa á íslenskan markað. Þeir voru í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun.Leggja aðeins 15 prósent ofan á vöruverð Bjarki og Trausti hafa skrifað skýrslu um áhrifin en þeir hafa verið að vinna fyrir tugi fyrirtækja á smásölumarkaði hér heima. Þeir ákváðu að fara út og kíkja á Costco í grennd við London, sem er svipaðrar stærðar og til stendur að rísi hér á Íslandi. Þeir fengu viðtal við stjórnendur þar sem kynntu þeim búðina. Verð sem Costco býður uppá er að jafnað þrjátíu prósentum lægra en það sem gerist og gengur erlendis. En, hvað gerist þegar Costco kemur til Íslands? Mun það sama gilda hér. Bjarki og Trausti meta það sem svo. „Þeir voru mjög harðir á því að eini kostnaðurinn sem leggst ofan á sé flutningskostnaður.“ Þetta mun þó að einhverju leyti vera mismunandi hvað varðar ákveðnar vörur og að teknu tilliti til tolls og vasks. En, mottó fyrirtækisins er að leggja einungis 15 prósent ofan á vöruna, sem er miklum mun minna þekkist á Íslandi.Íslensk verslun andvaralaus Costco er fjölbreytt búð þar er boðið uppá mikið vöruúrval; raftæki, matvöru, heimilistæki, skrifstofuvörur, húsgögn, dekk, skartgripi, úr, föt, eldsneyti, gleraugu... „Þetta er annað stærsta verslunarkeðja í heiminum. Og veltir um það bil tíu sinnum meiru en íslenska hagkerfið. Þeir eru bara með gæðavörur. Þeir eru með meðlimakerfi, menn fá ekki að versla nema þeir séu meðlimir,“ segir þeir Bjarki og Trausti. Þá byggja þeir mikið á tilboðum og það að vera svona stórir mun hafa veruleg áhrif á markaðinn íslenska. Costco eru að fara að færa sig inn á skandinavískan markað og er Ísland nánast prótótýpa, með það hvernig þeir þar ætla að bera sig að við að koma undir sig fótunum þar. Bjarki og Trausti telja íslenska verslun vera nokkuð andvaralausa hvað varðar þessi gríðarlegu áhrif sem þeir ætla að verði með innkomu Costco. Íslenskir neytendur ættu ekki að láta viðtalið við Bjarka og Trausta fram hjá sér fara, en það má hlusta á hér neðar.
Tengdar fréttir Costco opnar í nóvember „Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar. 24. maí 2016 11:43 Telja markaðsvirði N1 milljarði of hátt Capacent telur verulegan vöxt N1 á eldsneytismarkaði ólíklegan. 27. janúar 2016 08:00 Samkeppni frá útlöndum óumflýjanleg Íslensk fyrirtæki þurfa í auknum mæli að takast á við samkeppni erlendis frá. 17. febrúar 2016 10:00 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Costco opnar í nóvember „Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar. 24. maí 2016 11:43
Telja markaðsvirði N1 milljarði of hátt Capacent telur verulegan vöxt N1 á eldsneytismarkaði ólíklegan. 27. janúar 2016 08:00
Samkeppni frá útlöndum óumflýjanleg Íslensk fyrirtæki þurfa í auknum mæli að takast á við samkeppni erlendis frá. 17. febrúar 2016 10:00