Nauðsynlegt að gera breytingar á búvörusamningum Höskuldur Kári Schram skrifar 7. júní 2016 18:45 Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að gera verulega breytingar á búvörusamningum til að hægt verði að skapa sátt um málið. Hún vill fresta gildistöku á sauðfjárhlutanum, endurskoða tollamál og styrkja endurskoðunarákvæði samninganna. Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi landbúnaðarráðherra undirritaði búvörusamninga í febrúarmánuði síðastliðnum með fyrirvara um samþykki Alþingis. Bændur samþykktu samninga fyrir sitt leyti í atkvæðagreiðslu sem lauk í lok marsmánaðar en Alþingi á enn eftir að afgreiða máilð. Samningarnir eru afar umdeildir. Félag atvinnurekenda telur að ráðherra hafi mögulega brotið lög þegar hann undirritaði samningana og Samtök verslunar og þjónustu efast um að þeir standist stjórnarskrá. Samningarnir eru ennfremur sagðir grafa undan samkeppni í mjólkuriðnaði og svínabændur hafa gagnrýnt tollahlutann harðlega. Þrátíu og sjö prósent sauðfjárbænda greiddu atkvæði gegn samningunum. Atvinnuveganefnd fundaði um málið í gær en Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar á sunnudag vonast til þess að hægt verði að skapa sátt um málið og útilokaði ekki breytingar. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður vinstri grænna og varaformaður nefndarinnar segir nauðsynlegt að taka mið af þeirri gagnrýni sem hefur komið fram meðal annars varðandi tollamál. „Og ég tel að þessi búvörusamningur eins og hann liggur fyrir er ekki nógu góður. Og spurning um hvort það mætti fresta sauðfjárhlutanum. Hann rennur ekki úr gildi fyrr en eftir ár og skoða þann hluta betur,“ segir Lilja. Þá vill hún einnig styrkja endurskoðunarákvæði samninganna en nú gert ráð fyrir því að þeir verði endurskoðaðir árið 2019 og aftur árið 2023. „Það verður að vera eitthvað gagna af þeim. Ekki bara að það sé endurskoðað og það sé ekki neinn möguleiki að gera neinar breytingar,“ segir Lilja. Búvörusamningar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að gera verulega breytingar á búvörusamningum til að hægt verði að skapa sátt um málið. Hún vill fresta gildistöku á sauðfjárhlutanum, endurskoða tollamál og styrkja endurskoðunarákvæði samninganna. Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi landbúnaðarráðherra undirritaði búvörusamninga í febrúarmánuði síðastliðnum með fyrirvara um samþykki Alþingis. Bændur samþykktu samninga fyrir sitt leyti í atkvæðagreiðslu sem lauk í lok marsmánaðar en Alþingi á enn eftir að afgreiða máilð. Samningarnir eru afar umdeildir. Félag atvinnurekenda telur að ráðherra hafi mögulega brotið lög þegar hann undirritaði samningana og Samtök verslunar og þjónustu efast um að þeir standist stjórnarskrá. Samningarnir eru ennfremur sagðir grafa undan samkeppni í mjólkuriðnaði og svínabændur hafa gagnrýnt tollahlutann harðlega. Þrátíu og sjö prósent sauðfjárbænda greiddu atkvæði gegn samningunum. Atvinnuveganefnd fundaði um málið í gær en Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar á sunnudag vonast til þess að hægt verði að skapa sátt um málið og útilokaði ekki breytingar. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður vinstri grænna og varaformaður nefndarinnar segir nauðsynlegt að taka mið af þeirri gagnrýni sem hefur komið fram meðal annars varðandi tollamál. „Og ég tel að þessi búvörusamningur eins og hann liggur fyrir er ekki nógu góður. Og spurning um hvort það mætti fresta sauðfjárhlutanum. Hann rennur ekki úr gildi fyrr en eftir ár og skoða þann hluta betur,“ segir Lilja. Þá vill hún einnig styrkja endurskoðunarákvæði samninganna en nú gert ráð fyrir því að þeir verði endurskoðaðir árið 2019 og aftur árið 2023. „Það verður að vera eitthvað gagna af þeim. Ekki bara að það sé endurskoðað og það sé ekki neinn möguleiki að gera neinar breytingar,“ segir Lilja.
Búvörusamningar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira