Jóhanna og Jónína á hinsegin hátíð í Litháen Þórdís Valsdóttir skrifar 8. júní 2016 06:00 Baltic Pride er sameiginleg hinseginhátið Eystrarsaltsríkjanna. Mynd/Augustas Didzgalvis. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og eiginkona hennar, Jónína Leósdóttir, taka þátt í Baltic Pride hátíðarhöldum í Litháen í næstu viku. Baltic Pride hátíðin er sameiginleg réttindahátíð hinsegin fólks í Eystrasaltsríkjunum og verður haldin í áttunda sinn í Vilníus, höfuðborg Litháens. Jóhanna og Jónína munu báðar halda ræðu á viðburðinum „Pride Voices“ þann 16. júní, þar sem þekktir einstaklingar úr alþjóðlegu hinsegin samfélagi deila reynslusögum sínum. „Í Litháen eru réttindi hinsegin fólks langt á eftir ykkar á Íslandi, það er enn tiltökumál að tala opinskátt um það að vera hinsegin,“ segir Vladimir Simonko, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.Jóhanna og Jónína taka þátt í Baltic Pride. Fréttablaðið/Anton BrinkÍ viðtali við skipuleggjendur hátíðarinnar segja Jóhanna og Jónína að þær séu upp með sér að hafa verið boðið að halda ræður á viðburðinum og að það sé mikil ánægja að vera lítill hluti af hátíðarhöldunum í ár. Vladimir segir að saga Jóhönnu og Jónínu sé hvetjandi fyrir hinsegin samfélag Litháens. Litháen er eitt af sjö löndum Evrópu sem viðurkenna ekkert form af sambúð eða samvistum samkynja einstaklinga. „Þingið okkar er ekki tilbúið til að stíga það stóra skref að heimila sambúð eða hjónaband samkynja pars. Saga þeirra er jákvæð og veitir okkur innblástur,“ segir Vladimir. Jóhanna og Jónína gengu í hjónaband árið 2010, sama ár og ný hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi. Eystrasaltsríkin halda upp á 25 ára sjálfstæði sitt í ár og Vladimir segir Litháa bera mikinn hlýhug til Íslendinga, en Ísland ruddi brautina að viðurkenningu á sjálfstæði ríkjanna þann 11. febrúar árið 1991. Auk Jóhönnu og Jónínu munu fleiri þekktir einstaklingar taka þátt í viðburðinum. Þar á meðal Ulrike Lunacek, varaforseti Evrópuþingsins, og Wamala Dennis Mawejje, aðgerðasinni í málefnum hinsegin fólks í Úganda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016 Hinsegin Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og eiginkona hennar, Jónína Leósdóttir, taka þátt í Baltic Pride hátíðarhöldum í Litháen í næstu viku. Baltic Pride hátíðin er sameiginleg réttindahátíð hinsegin fólks í Eystrasaltsríkjunum og verður haldin í áttunda sinn í Vilníus, höfuðborg Litháens. Jóhanna og Jónína munu báðar halda ræðu á viðburðinum „Pride Voices“ þann 16. júní, þar sem þekktir einstaklingar úr alþjóðlegu hinsegin samfélagi deila reynslusögum sínum. „Í Litháen eru réttindi hinsegin fólks langt á eftir ykkar á Íslandi, það er enn tiltökumál að tala opinskátt um það að vera hinsegin,“ segir Vladimir Simonko, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.Jóhanna og Jónína taka þátt í Baltic Pride. Fréttablaðið/Anton BrinkÍ viðtali við skipuleggjendur hátíðarinnar segja Jóhanna og Jónína að þær séu upp með sér að hafa verið boðið að halda ræður á viðburðinum og að það sé mikil ánægja að vera lítill hluti af hátíðarhöldunum í ár. Vladimir segir að saga Jóhönnu og Jónínu sé hvetjandi fyrir hinsegin samfélag Litháens. Litháen er eitt af sjö löndum Evrópu sem viðurkenna ekkert form af sambúð eða samvistum samkynja einstaklinga. „Þingið okkar er ekki tilbúið til að stíga það stóra skref að heimila sambúð eða hjónaband samkynja pars. Saga þeirra er jákvæð og veitir okkur innblástur,“ segir Vladimir. Jóhanna og Jónína gengu í hjónaband árið 2010, sama ár og ný hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi. Eystrasaltsríkin halda upp á 25 ára sjálfstæði sitt í ár og Vladimir segir Litháa bera mikinn hlýhug til Íslendinga, en Ísland ruddi brautina að viðurkenningu á sjálfstæði ríkjanna þann 11. febrúar árið 1991. Auk Jóhönnu og Jónínu munu fleiri þekktir einstaklingar taka þátt í viðburðinum. Þar á meðal Ulrike Lunacek, varaforseti Evrópuþingsins, og Wamala Dennis Mawejje, aðgerðasinni í málefnum hinsegin fólks í Úganda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016
Hinsegin Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira