Eitilharðir dásama Davíð á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2016 11:34 Þeir sem styðja Davíð eru harðir í horn að taka á Facebook, og dásama sinn mann, lofa og verja fram í rauðan dauðann. Facebook einkenndist fram af degi í gær af fallegum myndum af nýútskrifuðum stúdentum og hamingjuóskum þeim til handa og fjölskyldna þeirra. En, eftir forsetaframbjóðendaþátt Björns Inga Hrafnssonar á Stöð 2 fór þar allt í bál og brand. Og sitt sýnist hverjum.Stærri steinar en Staksteinar í götu Guðna Davíð var býsna herskár í þættinum og hamraði á fjórum atriðum: Icesave, meintri afstöðu Guðna til ESB, stjórnarskrá og svo þorskastríðinu. Hann hélt því fram að Guðni væri á hlaupum frá afstöðu sinni. Vísir spurði Guðna nú rétt fyrir hádegi út í það hvort það hafi komið honum á óvart hversu herskár Davíð hefði verið? „Nei. Lífið leggur stærri steina í götu manns en Staksteina,“ segir Guðni. „Davíð í sínum gamla ham í sjónvarpinu áðan að reyna að slá Guðna út af laginu með hálfsannleik og yfirburða óvífni. Sem betur fer stóðst Guðni atlöguna,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur á sinni Facebooksíðu og talar greinilega fyrir munn fjölmargra, miðað við undirtektir.Guðni segir lífið hafa lagt stærri steina í sína götu en Staksteina.En, meðan svo sýnist að meirihluti þeirra sem tjá sig á Facebook telji Davíð Oddsson hafa vaðið yfir Guðna Th. Jóhannesson á skítugum skónum á skjánum, með dónaskap og fráleitum ásökunum svo mjög að Guðni spurði Davíð hvort hann hefði „enga sómakennd“, ríkir nokkur fögnuður meðal stuðningsmanna Davíðs.Churchill Íslands er Davíð Oddsson „Það sjá allir hver er Churchill okkar Íslendinga ... eftir þáttinn á Eyjunni,“ er setning sem vitnað er í meðal Davíðs-manna, meðal annars af af Halli Hallssyni sagnfræðingi og rithöfundi; sem telur engan vafa á leika að Davíð hafi sýnt mikla yfirburði í téðum þætti.Hannes Hólmsteinn Gissurarson lætur ekki sitt eftir liggja sem fyrr, þegar Davíð er annars vegar. Og hann beinir meðal annars orðum sínum til Guðjóns: „[...]þú hefðir þá átt að sleppa því að tala um hálfsannleik og yfirburða ósvífni. Og án þess að ég vilji vera persónulegur eins og þið Eiður Guðnason voruð, finnst mér nú koma úr hörðustu átt (eins og Baldur Hermannsson benti á undir rós hér áðan), þegar þú sakar aðra um lofrullur, sjálfur höfundur bókarinnar Saga af forseta!“Yfirburðir DavíðsÁ Facebook-síðu Björns Inga eru fjörlegar umræður, þar sem meðal annars er rætt um frammistöðu spyrilsins, og sitt sýnist hverjum. Og þar leggja aðdáendur Davíðs orð í belg, sem víðar á netinu. Hallur Hallsson greinir málið að hætti hússins: „Mögnuð umræða, auðvitað er allt umdeilt þá gjört er; tvennt stóð uppúr; vönduð stjórn Björns Inga sem lét þátttakendum eftir að vera í aðalhlutverkum og kröpp vörn GTh sem átti erfitt með standa fyrir máli sínu og fyrri yfirlýsingar; alveg sér í lagi Icesave og þorskastríðin.“Annar sem ekki velkist í vafa um yfirburði Davíðs Oddssonar er Árni Samúelsson bíókóngur: „Er erlendis og hlustadi a thattinn a Visir.is.. Get ekki sagt annad en ad David hafdi yfirburdi i ollu og var Gudni i mikilli vorn allan thattinn. Mikid skemmtanagildi ad hlusta a tharna.. Thakka fyrir mjog godan thatt Bingi.“Davíð kom sá og sigraðiMagnús Þór Hafsteinsson ritstjóri er einnig býsna ánægður með framgöngu Davíðs: „Þetta var mjög fínn þáttur. Auðvitað sótti Davíð á Guðna, við hverju bjóst fólk eiginlega? Guðni má ekki halda að forsetastóllinn komi bara fljótandi til hans á fjöl. Þetta vinnst ekki á einhverju koddahjali. Það var eins og leiftursókn Davíðs í þættinum kæmi Guðna hálft í hvoru í opna skjöldu. Þetta var upphafið sem segir nokkuð um það sem koma skal. Frambjóðendur munu takast á.“ Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður, sem sjálfur var að gæla við þá hugmynd að fara í framboð en hætti við þegar Ólafur Ragnar gaf kost á sér á ný (áður en hann skipti aftur um skoðun), hefur nú gerst eindreginn stuðningsmaður Davíðs, og þar með liggur í hlutarins eðli að erkióvinurinn er Guðni: „Veni Vidi Vici. BBQ hjá Binga, wow segi ég nú bara, þvílíkur munur á tveimur forsetaefnum. Ef einhver er í vafa núna hver verður næsti forseti, þá endilega gefðu þig fram. Davíð kom, sá og sigraði.“ Tengdar fréttir Hannes á útopnu á Facebook til varnar Davíð Hannes Hólmsteinn hefur ferðast vítt og breytt um víðerni netsins og leiðrétt eitt og annað sem sagt er um Davíð Oddsson. 27. maí 2016 11:19 Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Facebook einkenndist fram af degi í gær af fallegum myndum af nýútskrifuðum stúdentum og hamingjuóskum þeim til handa og fjölskyldna þeirra. En, eftir forsetaframbjóðendaþátt Björns Inga Hrafnssonar á Stöð 2 fór þar allt í bál og brand. Og sitt sýnist hverjum.Stærri steinar en Staksteinar í götu Guðna Davíð var býsna herskár í þættinum og hamraði á fjórum atriðum: Icesave, meintri afstöðu Guðna til ESB, stjórnarskrá og svo þorskastríðinu. Hann hélt því fram að Guðni væri á hlaupum frá afstöðu sinni. Vísir spurði Guðna nú rétt fyrir hádegi út í það hvort það hafi komið honum á óvart hversu herskár Davíð hefði verið? „Nei. Lífið leggur stærri steina í götu manns en Staksteina,“ segir Guðni. „Davíð í sínum gamla ham í sjónvarpinu áðan að reyna að slá Guðna út af laginu með hálfsannleik og yfirburða óvífni. Sem betur fer stóðst Guðni atlöguna,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur á sinni Facebooksíðu og talar greinilega fyrir munn fjölmargra, miðað við undirtektir.Guðni segir lífið hafa lagt stærri steina í sína götu en Staksteina.En, meðan svo sýnist að meirihluti þeirra sem tjá sig á Facebook telji Davíð Oddsson hafa vaðið yfir Guðna Th. Jóhannesson á skítugum skónum á skjánum, með dónaskap og fráleitum ásökunum svo mjög að Guðni spurði Davíð hvort hann hefði „enga sómakennd“, ríkir nokkur fögnuður meðal stuðningsmanna Davíðs.Churchill Íslands er Davíð Oddsson „Það sjá allir hver er Churchill okkar Íslendinga ... eftir þáttinn á Eyjunni,“ er setning sem vitnað er í meðal Davíðs-manna, meðal annars af af Halli Hallssyni sagnfræðingi og rithöfundi; sem telur engan vafa á leika að Davíð hafi sýnt mikla yfirburði í téðum þætti.Hannes Hólmsteinn Gissurarson lætur ekki sitt eftir liggja sem fyrr, þegar Davíð er annars vegar. Og hann beinir meðal annars orðum sínum til Guðjóns: „[...]þú hefðir þá átt að sleppa því að tala um hálfsannleik og yfirburða ósvífni. Og án þess að ég vilji vera persónulegur eins og þið Eiður Guðnason voruð, finnst mér nú koma úr hörðustu átt (eins og Baldur Hermannsson benti á undir rós hér áðan), þegar þú sakar aðra um lofrullur, sjálfur höfundur bókarinnar Saga af forseta!“Yfirburðir DavíðsÁ Facebook-síðu Björns Inga eru fjörlegar umræður, þar sem meðal annars er rætt um frammistöðu spyrilsins, og sitt sýnist hverjum. Og þar leggja aðdáendur Davíðs orð í belg, sem víðar á netinu. Hallur Hallsson greinir málið að hætti hússins: „Mögnuð umræða, auðvitað er allt umdeilt þá gjört er; tvennt stóð uppúr; vönduð stjórn Björns Inga sem lét þátttakendum eftir að vera í aðalhlutverkum og kröpp vörn GTh sem átti erfitt með standa fyrir máli sínu og fyrri yfirlýsingar; alveg sér í lagi Icesave og þorskastríðin.“Annar sem ekki velkist í vafa um yfirburði Davíðs Oddssonar er Árni Samúelsson bíókóngur: „Er erlendis og hlustadi a thattinn a Visir.is.. Get ekki sagt annad en ad David hafdi yfirburdi i ollu og var Gudni i mikilli vorn allan thattinn. Mikid skemmtanagildi ad hlusta a tharna.. Thakka fyrir mjog godan thatt Bingi.“Davíð kom sá og sigraðiMagnús Þór Hafsteinsson ritstjóri er einnig býsna ánægður með framgöngu Davíðs: „Þetta var mjög fínn þáttur. Auðvitað sótti Davíð á Guðna, við hverju bjóst fólk eiginlega? Guðni má ekki halda að forsetastóllinn komi bara fljótandi til hans á fjöl. Þetta vinnst ekki á einhverju koddahjali. Það var eins og leiftursókn Davíðs í þættinum kæmi Guðna hálft í hvoru í opna skjöldu. Þetta var upphafið sem segir nokkuð um það sem koma skal. Frambjóðendur munu takast á.“ Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður, sem sjálfur var að gæla við þá hugmynd að fara í framboð en hætti við þegar Ólafur Ragnar gaf kost á sér á ný (áður en hann skipti aftur um skoðun), hefur nú gerst eindreginn stuðningsmaður Davíðs, og þar með liggur í hlutarins eðli að erkióvinurinn er Guðni: „Veni Vidi Vici. BBQ hjá Binga, wow segi ég nú bara, þvílíkur munur á tveimur forsetaefnum. Ef einhver er í vafa núna hver verður næsti forseti, þá endilega gefðu þig fram. Davíð kom, sá og sigraði.“
Tengdar fréttir Hannes á útopnu á Facebook til varnar Davíð Hannes Hólmsteinn hefur ferðast vítt og breytt um víðerni netsins og leiðrétt eitt og annað sem sagt er um Davíð Oddsson. 27. maí 2016 11:19 Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Hannes á útopnu á Facebook til varnar Davíð Hannes Hólmsteinn hefur ferðast vítt og breytt um víðerni netsins og leiðrétt eitt og annað sem sagt er um Davíð Oddsson. 27. maí 2016 11:19
Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14