Michelsen-ræningi aftur á Hraunið eftir dvöl á Vernd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. maí 2016 15:18 Verðmæti þýfisins í Michelsen-ráninu var um 50 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Pólskur karlmaður sem hlaut sjö ára fangelsisdóm í Hæstarétti árið 2013 fyrir rán í úra- og skartgripaversluninni Michelsen hefur verið dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir þjófnað í febrúar síðastliðnum. Maðurinn, Pawel Jerzy Podburaczynski, játaði við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa stolið tveimur iPhone 6S snjallsímum auk annars smáræðis úr verslun Elko í Skeifunni í febrúar. Verðmæti hlutanna nam rúmlega 300 þúsund krónum. Pawel framdi brot sitt á meðan hann var vistmaður hjá félagasamtökunum Vernd en þar geta fangar fengið að dvelja þegar liðið er á afplánun þeirra svo framarlega sem þeir séu við nám eða vinnu og hafa hegðað sér vel innan veggja fangelsisins. Rjúfi fangi þau skilyrði sem honum eru sett á Vernd getur Fangelsismálastofnun ákveðið að hann skuli fluttur aftur í afplánun í fangelsi. Pawel er nú vistaður á Litla-Hrauni. 14 af 72 föngum á Vernd rufu skilyrði árið 2015. Ránið í skartgripaversluninni árið 2011 þótti ofbeldisfullt en Pawel var einn fjögurra sem frömdu ránið. Pólverjarnir fjórir höfðu engin tengsl við Ísland heldur komu gagngert hingað til lands til verksins. Rændu þeir 49 armbandsúrum og tóku fjóra bíla í heimildarleysi við ránið. Virði þýfisins var metið á rúmlega 50 milljónir króna. Pawel hlaut fimm ára dóm í héraði vorið 2012 en Hæstiréttur þyngdi dóminn í sjö ár árið 2013. Hann hefur áður hlotið sjö ára dóm í Póllandi fyrir rán og hylmingu. Hafði sá dómur ítrekunaráhrif á dóminn í Hæstarétti. Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Tengdar fréttir Í sjö ára fangelsi fyrir að ræna úrsmið Hæstiréttur dæmdi í dag pólskan karlmann, Pawel Jerzy Podburaczynski, í sjö ára fangelsi fyrir að hafa ásamt öðrum mönnum ráðist með ofbeldi og hótunum á starfsfólk úra- og skartgripaverslunarinnar Michelsen og tekið þaðan 49 armbandsúr, auk þess að hafa tekið fjóra bíla í heimildarleysi til þess að nota við ránið. Pawel var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur og því ljóst að Hæstiréttur þyngir dóminn um tvö ár. 14. mars 2013 16:45 Höfuðpaurinn er félagi í pólskum glæpasamtökum Tveir pólskir karlmenn játa aðild sína að úraráninu. Sá sem dæmdur var fyrir að skipuleggja ránið segir heilann á bak við aðgerðina vera þekktan glæpamann í Póllandi. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. 14. júní 2012 10:15 Rolex-ræningjarnir fóru í sund eftir velheppnað rán Ástæðan fyrir því að Marcin Tomsz Lech tók að sér að keyra bíl í Michelsen-ráninu var einfaldlega sú að hann neytti ekki fíkniefna og sagðist vera góður ökumaður og ratvís í ókunnugum aðstæðum. Þetta kemur fram í dóminum yfir Marcin en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi hann í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í dag. Félagar hans, sem komust af landi brott áður en Marcin var handsamaður, rændu verslunina í október á síðasta ári. 8. mars 2012 16:18 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Pólskur karlmaður sem hlaut sjö ára fangelsisdóm í Hæstarétti árið 2013 fyrir rán í úra- og skartgripaversluninni Michelsen hefur verið dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir þjófnað í febrúar síðastliðnum. Maðurinn, Pawel Jerzy Podburaczynski, játaði við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa stolið tveimur iPhone 6S snjallsímum auk annars smáræðis úr verslun Elko í Skeifunni í febrúar. Verðmæti hlutanna nam rúmlega 300 þúsund krónum. Pawel framdi brot sitt á meðan hann var vistmaður hjá félagasamtökunum Vernd en þar geta fangar fengið að dvelja þegar liðið er á afplánun þeirra svo framarlega sem þeir séu við nám eða vinnu og hafa hegðað sér vel innan veggja fangelsisins. Rjúfi fangi þau skilyrði sem honum eru sett á Vernd getur Fangelsismálastofnun ákveðið að hann skuli fluttur aftur í afplánun í fangelsi. Pawel er nú vistaður á Litla-Hrauni. 14 af 72 föngum á Vernd rufu skilyrði árið 2015. Ránið í skartgripaversluninni árið 2011 þótti ofbeldisfullt en Pawel var einn fjögurra sem frömdu ránið. Pólverjarnir fjórir höfðu engin tengsl við Ísland heldur komu gagngert hingað til lands til verksins. Rændu þeir 49 armbandsúrum og tóku fjóra bíla í heimildarleysi við ránið. Virði þýfisins var metið á rúmlega 50 milljónir króna. Pawel hlaut fimm ára dóm í héraði vorið 2012 en Hæstiréttur þyngdi dóminn í sjö ár árið 2013. Hann hefur áður hlotið sjö ára dóm í Póllandi fyrir rán og hylmingu. Hafði sá dómur ítrekunaráhrif á dóminn í Hæstarétti.
Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Tengdar fréttir Í sjö ára fangelsi fyrir að ræna úrsmið Hæstiréttur dæmdi í dag pólskan karlmann, Pawel Jerzy Podburaczynski, í sjö ára fangelsi fyrir að hafa ásamt öðrum mönnum ráðist með ofbeldi og hótunum á starfsfólk úra- og skartgripaverslunarinnar Michelsen og tekið þaðan 49 armbandsúr, auk þess að hafa tekið fjóra bíla í heimildarleysi til þess að nota við ránið. Pawel var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur og því ljóst að Hæstiréttur þyngir dóminn um tvö ár. 14. mars 2013 16:45 Höfuðpaurinn er félagi í pólskum glæpasamtökum Tveir pólskir karlmenn játa aðild sína að úraráninu. Sá sem dæmdur var fyrir að skipuleggja ránið segir heilann á bak við aðgerðina vera þekktan glæpamann í Póllandi. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. 14. júní 2012 10:15 Rolex-ræningjarnir fóru í sund eftir velheppnað rán Ástæðan fyrir því að Marcin Tomsz Lech tók að sér að keyra bíl í Michelsen-ráninu var einfaldlega sú að hann neytti ekki fíkniefna og sagðist vera góður ökumaður og ratvís í ókunnugum aðstæðum. Þetta kemur fram í dóminum yfir Marcin en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi hann í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í dag. Félagar hans, sem komust af landi brott áður en Marcin var handsamaður, rændu verslunina í október á síðasta ári. 8. mars 2012 16:18 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Í sjö ára fangelsi fyrir að ræna úrsmið Hæstiréttur dæmdi í dag pólskan karlmann, Pawel Jerzy Podburaczynski, í sjö ára fangelsi fyrir að hafa ásamt öðrum mönnum ráðist með ofbeldi og hótunum á starfsfólk úra- og skartgripaverslunarinnar Michelsen og tekið þaðan 49 armbandsúr, auk þess að hafa tekið fjóra bíla í heimildarleysi til þess að nota við ránið. Pawel var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur og því ljóst að Hæstiréttur þyngir dóminn um tvö ár. 14. mars 2013 16:45
Höfuðpaurinn er félagi í pólskum glæpasamtökum Tveir pólskir karlmenn játa aðild sína að úraráninu. Sá sem dæmdur var fyrir að skipuleggja ránið segir heilann á bak við aðgerðina vera þekktan glæpamann í Póllandi. Aðalmeðferð málsins fór fram í gær. 14. júní 2012 10:15
Rolex-ræningjarnir fóru í sund eftir velheppnað rán Ástæðan fyrir því að Marcin Tomsz Lech tók að sér að keyra bíl í Michelsen-ráninu var einfaldlega sú að hann neytti ekki fíkniefna og sagðist vera góður ökumaður og ratvís í ókunnugum aðstæðum. Þetta kemur fram í dóminum yfir Marcin en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi hann í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í dag. Félagar hans, sem komust af landi brott áður en Marcin var handsamaður, rændu verslunina í október á síðasta ári. 8. mars 2012 16:18