Maðurinn sem slasaðist var alls ekki í stakk búinn fyrir fjallgöngu Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. maí 2016 13:45 Hífa þurfti manninn upp með þyrlu þar sem ljóst var að erfitt væri að koma börum til hans. Vísir/Björgunarfélag Ísafjarðar Ferðamaðurinn sem bjarga þurfti úr Naustahvilft í fjallinu fyrir ofan flugvöllinn á Ísafirði í gær var alls ekki í stakk búinn fyrir fjallgöngu. Það voru vinir hans þrír ekki heldur. Maðurinn ökklabraut sig eftir að hafa lent í grjóthruni og gerði brattinn þar sem þeir voru aðstæður til björgunar gífurlega erfiðar. „Þeir voru alls ekki búnir, hvorki í fatnaði eða skófatnaði til þess að fara í fjallgöngu,“ segir Eggert Stefánsson sem situr í svæðisstjórn björgunarsveita á norðanverðum Vestfjörðum. „Þeir voru heldur ekki með neinn klifurbúnað sem til þarf þegar menn eru komnir á þær slóðir sem þeir voru á.“ Mennirnir voru komnir töluvert lengra upp fjallið en hefðbundin gönguleið leyfir en hún endar í 225 metra hæð yfir sjávarmáli. Mennirnir voru komnir langleiðina upp að brún eða í 500 – 600 metra hæð þegar slysið átti sér stað. „Þar er snarbratt og jarðvegurinn laus. Þarna getur komið grjóthrun sem varð akkúrat raunin núna, því sá sem slasaðist fékk á sig stein.“Lagt var af stað með börur upp fjallið en aðeins reyndustu fjallgöngumenn gátu komist til þeirra og alls óvíst að hægt væri að koma börunum alla leið á slysstað.Vísir/Björgunarfélag ÍsafjarðarErfiðar björgunaraðstæðurEftir slysið dreifðust félagarnir fjórir. Einn var eftir hjá slösuðum vini sínum á meðan hinir tveir héldu niður á leið til þess að sækja hjálp. Björgunaraðstæður voru mjög erfiðar að sögn Eggerts vegna bratta. „Það var það mikill bratti þarna á staðnum að það var óvíst að það væri hægt að koma honum í börur ef til þess hefði þurft. Björgunarmenn þurftu að setja upp tryggingar og línur. Það fór enginn þarna efst í fjallið nema vönustu fjallamenn. Sem betur fer þá gat þyrlan svo athafnað sig þarna og þeir gátu híft hann upp í búnaði sem þeir voru með.“ Eggert segir að það hafi verið mesta mildi að ekki hafi farið verr. „Mér skilst að það hafi komið steinn aftan að hann. Hann slasaðist mikið á vinstri fæti og ökklinn brotnaði. Síðan voru björgunarmenn þarna í nokkurri hættu, því það var grjóthrun á meðan þeir voru þarna.“Er mikið um að erlendir ferðamenn séu að koma sér í hættulegar aðstæður?„Kannski ekki mikið en þetta er að gerast af og til. Það eru nokkur dæmi um þetta bæði hér í firðinum og í nágrenni. Þeir koma sér í aðstæður sem þeir koma sér ekki hjálparlaust út úr. Sem betur fer er ekki mikið um að þeir slasist en þurfa þó aðstoð. Koma sér í sjálfheldu eða verða hræddir.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sækja slasaðan göngumann Talið að maðurinn sé fótbrotinn. 19. maí 2016 22:12 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Ferðamaðurinn sem bjarga þurfti úr Naustahvilft í fjallinu fyrir ofan flugvöllinn á Ísafirði í gær var alls ekki í stakk búinn fyrir fjallgöngu. Það voru vinir hans þrír ekki heldur. Maðurinn ökklabraut sig eftir að hafa lent í grjóthruni og gerði brattinn þar sem þeir voru aðstæður til björgunar gífurlega erfiðar. „Þeir voru alls ekki búnir, hvorki í fatnaði eða skófatnaði til þess að fara í fjallgöngu,“ segir Eggert Stefánsson sem situr í svæðisstjórn björgunarsveita á norðanverðum Vestfjörðum. „Þeir voru heldur ekki með neinn klifurbúnað sem til þarf þegar menn eru komnir á þær slóðir sem þeir voru á.“ Mennirnir voru komnir töluvert lengra upp fjallið en hefðbundin gönguleið leyfir en hún endar í 225 metra hæð yfir sjávarmáli. Mennirnir voru komnir langleiðina upp að brún eða í 500 – 600 metra hæð þegar slysið átti sér stað. „Þar er snarbratt og jarðvegurinn laus. Þarna getur komið grjóthrun sem varð akkúrat raunin núna, því sá sem slasaðist fékk á sig stein.“Lagt var af stað með börur upp fjallið en aðeins reyndustu fjallgöngumenn gátu komist til þeirra og alls óvíst að hægt væri að koma börunum alla leið á slysstað.Vísir/Björgunarfélag ÍsafjarðarErfiðar björgunaraðstæðurEftir slysið dreifðust félagarnir fjórir. Einn var eftir hjá slösuðum vini sínum á meðan hinir tveir héldu niður á leið til þess að sækja hjálp. Björgunaraðstæður voru mjög erfiðar að sögn Eggerts vegna bratta. „Það var það mikill bratti þarna á staðnum að það var óvíst að það væri hægt að koma honum í börur ef til þess hefði þurft. Björgunarmenn þurftu að setja upp tryggingar og línur. Það fór enginn þarna efst í fjallið nema vönustu fjallamenn. Sem betur fer þá gat þyrlan svo athafnað sig þarna og þeir gátu híft hann upp í búnaði sem þeir voru með.“ Eggert segir að það hafi verið mesta mildi að ekki hafi farið verr. „Mér skilst að það hafi komið steinn aftan að hann. Hann slasaðist mikið á vinstri fæti og ökklinn brotnaði. Síðan voru björgunarmenn þarna í nokkurri hættu, því það var grjóthrun á meðan þeir voru þarna.“Er mikið um að erlendir ferðamenn séu að koma sér í hættulegar aðstæður?„Kannski ekki mikið en þetta er að gerast af og til. Það eru nokkur dæmi um þetta bæði hér í firðinum og í nágrenni. Þeir koma sér í aðstæður sem þeir koma sér ekki hjálparlaust út úr. Sem betur fer er ekki mikið um að þeir slasist en þurfa þó aðstoð. Koma sér í sjálfheldu eða verða hræddir.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sækja slasaðan göngumann Talið að maðurinn sé fótbrotinn. 19. maí 2016 22:12 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira