Samþykktu rannsókn á þætti þýska bankans sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. maí 2016 11:28 Þingsályktunartillaga verður lögð fyrir þingið, vísir/gva Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að hefja rannsókn á þætti þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Þingsályktunartillaga þess efnis verður lögð fyrir þingið þar sem farið er fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð hið fyrsta. Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að lagt verði til að rannsókn hefjist og ljúki svo fljótt sem auðið sé. „[..] Jafnframt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þingsályktun Alþingis frá haustinu 2012 um rannsókn á öðrum fjármálastofnunum. Við metum þá samþykkt í ljósi þeirra rannsókna sem fram hafa farið og líklegt að muni leiða til þess að nýjar upplýsingar komi fram,“ segir Ögmundur í samtali við fréttastofu. „Hvað varðar Búnaðarbankann og sölu á eignarhlut ríkisins í honum að þá er það samkvæmt ábendingu umboðsmanns Alþingis að hann telur afdráttarlaust að þarna komi nýjar niðurstöður fram. Þannig að þetta er fyrsta skrefið að leggja fyrir þingið að hið bráðasta verði skipuð rannsóknarnefnd sem fari í saumana á þessum hluta samþykktarinnar frá 2012 og síðan munum við meta aðra þætti í framhaldinu,“ bætir hann við. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, greindi frá því í vikunni að nýjar upplýsingar hefðu borist embættinu sem gætu varpað frekara ljósi á aðkomu hins þýska banka að kaupunum. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagðist á Alþingi í morgun telja skynsamlegt að þáttur bankans verði rannsakaður. Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Forsætisráðherra telur skynsamlegt að rannsaka þátt þýska bankans Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra telur skynsamlegt að þáttur þýska bankans Hauck & Aufhäuser á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003 verði rannsakaður. 26. maí 2016 11:02 „Hauck & Aufhäuser var leppur það er alveg augljóst“ Í undirbúningi er þingsályktunartillaga um sérstaka rannsókn á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Tilefnið er bréf umboðsmanns Alþingis. Bankinn virðist hafa verið fjármagnaður af Kaupþingi banka til að auðvelda sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings í maí 2003. 25. maí 2016 20:00 Finnur Ingólfsson kannast ekki við að þýski bankinn hafi verið leppur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vinnur að skipun rannsóknarnefndar vegna aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum. Aðilar innan S-hópsins kannast ekki við að bankinn hafi verið leppur. 26. maí 2016 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að hefja rannsókn á þætti þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Þingsályktunartillaga þess efnis verður lögð fyrir þingið þar sem farið er fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð hið fyrsta. Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að lagt verði til að rannsókn hefjist og ljúki svo fljótt sem auðið sé. „[..] Jafnframt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þingsályktun Alþingis frá haustinu 2012 um rannsókn á öðrum fjármálastofnunum. Við metum þá samþykkt í ljósi þeirra rannsókna sem fram hafa farið og líklegt að muni leiða til þess að nýjar upplýsingar komi fram,“ segir Ögmundur í samtali við fréttastofu. „Hvað varðar Búnaðarbankann og sölu á eignarhlut ríkisins í honum að þá er það samkvæmt ábendingu umboðsmanns Alþingis að hann telur afdráttarlaust að þarna komi nýjar niðurstöður fram. Þannig að þetta er fyrsta skrefið að leggja fyrir þingið að hið bráðasta verði skipuð rannsóknarnefnd sem fari í saumana á þessum hluta samþykktarinnar frá 2012 og síðan munum við meta aðra þætti í framhaldinu,“ bætir hann við. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, greindi frá því í vikunni að nýjar upplýsingar hefðu borist embættinu sem gætu varpað frekara ljósi á aðkomu hins þýska banka að kaupunum. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagðist á Alþingi í morgun telja skynsamlegt að þáttur bankans verði rannsakaður.
Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Forsætisráðherra telur skynsamlegt að rannsaka þátt þýska bankans Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra telur skynsamlegt að þáttur þýska bankans Hauck & Aufhäuser á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003 verði rannsakaður. 26. maí 2016 11:02 „Hauck & Aufhäuser var leppur það er alveg augljóst“ Í undirbúningi er þingsályktunartillaga um sérstaka rannsókn á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Tilefnið er bréf umboðsmanns Alþingis. Bankinn virðist hafa verið fjármagnaður af Kaupþingi banka til að auðvelda sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings í maí 2003. 25. maí 2016 20:00 Finnur Ingólfsson kannast ekki við að þýski bankinn hafi verið leppur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vinnur að skipun rannsóknarnefndar vegna aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum. Aðilar innan S-hópsins kannast ekki við að bankinn hafi verið leppur. 26. maí 2016 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Forsætisráðherra telur skynsamlegt að rannsaka þátt þýska bankans Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra telur skynsamlegt að þáttur þýska bankans Hauck & Aufhäuser á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003 verði rannsakaður. 26. maí 2016 11:02
„Hauck & Aufhäuser var leppur það er alveg augljóst“ Í undirbúningi er þingsályktunartillaga um sérstaka rannsókn á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Tilefnið er bréf umboðsmanns Alþingis. Bankinn virðist hafa verið fjármagnaður af Kaupþingi banka til að auðvelda sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings í maí 2003. 25. maí 2016 20:00
Finnur Ingólfsson kannast ekki við að þýski bankinn hafi verið leppur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vinnur að skipun rannsóknarnefndar vegna aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum. Aðilar innan S-hópsins kannast ekki við að bankinn hafi verið leppur. 26. maí 2016 07:00