Sjónvarpskappræður um súlurit? Birgir Örn Steinarsson skrifar 26. maí 2016 23:36 Hildur og Sturla hefðu viljað koma málefnum sínum að í sjónvarps kappræðunum í kvöld. Vísir Forsetaframbjóðendurnir Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson virðast ekki hafa verið sátt við að vera ekki boðið í kappræður Stöðvar 2 í kvöld en bæði létu þau heyra í sér á Facebook síðum sínum vegna málsins. Einungis þeim frambjóðendum sem mældust með yfir 2,5% fylgi í skoðanakönnunum var boði. Því náðu þau Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson, Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir. Hin fimm sem eru líka í framboði var því gert að sitja heima. Það eru ásamt þeim Hildi og Sturlu þau Ástþór Magnússon, Elísabet Jökulsdóttir og Guðrún Margrét Pálsdóttir.Hvetur fólk til þess að svara rangt í skoðanakönnunumHildur hvatti fólk til þess á sinni Facebook síðu að svara rangt næst þegar haft er samband við það vegna skoðanakannana. „Veljið einhvern af þeim frambjóðendum sem eru útilokaðir frá kappræðum og styðjið þannig lýðræðið,“ skrifar hún á vegg sinn. „Fjölmiðlum og kannana fyrirtækjum kemur ekkert við hverja þið ætlið að kjósa. Sýnum kerfinu að það er ekkert án fólksins.“Ekki nógu góð í súluritumSturla Jónsson deildi í kvöld myndbandi á síðu sinni þar sem hann tjáir sig um málið; „Ég held að þetta séu sjónvarpskappræður um súlurit,“ segir Sturla í myndbandinu. „Það er spurning hvort að þeir fjölmiðlamenn sem stýra þessu hafi vit á þjóðmálum yfir höfuð? Nema að þau séu í súluritum. Það er eins og að við hin fimm sem erum að bjóða okkur fram líka, að við höfum málefni en við erum ekki nógu góð í súluritunum. Þá er sennilegra miklu betra að kjósa um súlurit því þau eru svo ofboðslga einföld en ekki um þjóðfélagsmálin sem skipta okkur öll og börnin okkar máli.“ Sjá má myndband Sturlu hér fyrir neðan; Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30 Þau eru í framboði til forseta Íslands Níu manns skiluðu inn löglegu framboði til innanríkisráðuneytisins vegna forsetakosninganna í sumar. 25. maí 2016 16:26 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson virðast ekki hafa verið sátt við að vera ekki boðið í kappræður Stöðvar 2 í kvöld en bæði létu þau heyra í sér á Facebook síðum sínum vegna málsins. Einungis þeim frambjóðendum sem mældust með yfir 2,5% fylgi í skoðanakönnunum var boði. Því náðu þau Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson, Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir. Hin fimm sem eru líka í framboði var því gert að sitja heima. Það eru ásamt þeim Hildi og Sturlu þau Ástþór Magnússon, Elísabet Jökulsdóttir og Guðrún Margrét Pálsdóttir.Hvetur fólk til þess að svara rangt í skoðanakönnunumHildur hvatti fólk til þess á sinni Facebook síðu að svara rangt næst þegar haft er samband við það vegna skoðanakannana. „Veljið einhvern af þeim frambjóðendum sem eru útilokaðir frá kappræðum og styðjið þannig lýðræðið,“ skrifar hún á vegg sinn. „Fjölmiðlum og kannana fyrirtækjum kemur ekkert við hverja þið ætlið að kjósa. Sýnum kerfinu að það er ekkert án fólksins.“Ekki nógu góð í súluritumSturla Jónsson deildi í kvöld myndbandi á síðu sinni þar sem hann tjáir sig um málið; „Ég held að þetta séu sjónvarpskappræður um súlurit,“ segir Sturla í myndbandinu. „Það er spurning hvort að þeir fjölmiðlamenn sem stýra þessu hafi vit á þjóðmálum yfir höfuð? Nema að þau séu í súluritum. Það er eins og að við hin fimm sem erum að bjóða okkur fram líka, að við höfum málefni en við erum ekki nógu góð í súluritunum. Þá er sennilegra miklu betra að kjósa um súlurit því þau eru svo ofboðslga einföld en ekki um þjóðfélagsmálin sem skipta okkur öll og börnin okkar máli.“ Sjá má myndband Sturlu hér fyrir neðan;
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30 Þau eru í framboði til forseta Íslands Níu manns skiluðu inn löglegu framboði til innanríkisráðuneytisins vegna forsetakosninganna í sumar. 25. maí 2016 16:26 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30
Þau eru í framboði til forseta Íslands Níu manns skiluðu inn löglegu framboði til innanríkisráðuneytisins vegna forsetakosninganna í sumar. 25. maí 2016 16:26