Grafalvarlegt mál að kjaradeildur standi yfir þriðja sumarið í röð Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. maí 2016 19:04 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mjög alvarlegt mál að á háannatíma þriðja sumarið í röð séu í gangi kjaradeilur starfsstétta sem sjá um flugumferð til og frá landinu. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. Kjaraviðræður flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hafa staðið yfir frá því í nóvember. Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl síðastliðnum en það hefur valdið töluverðri röskun á flugi. Morgunblaðið greinir frá því í dag að yfirvinnubann og veikindi flugumferðarstjóra hafi kostað flugfélögin sem fljúga yfir Atlantshaf á annan milljarð króna vegna meiri brennslu eldsneytis sem stafar af því að fara óhagkvæmari flugleiðir. „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál. Við erum að sjá þriðja sumarið á háannatíma sem við stöndum í verulegum kjaradeilum í kringum flugið,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA. „Þar sjáum við hópa sem eru fámennir en mjög sterkt verkfallsvopn og með launahækkanir verulega umfram það sem aðrir eru að fá. Auðvitað getur þetta, svona síendurtekið, valdið álitshnekkjum hjá þeim alþjóðlegu flugfélögum sem hingað sækja og ferðamönnum.“ Sigurjón Jónasson formaður félags íslenskra flugumferðarstjóra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að það ætti ekki að vera náttúrulögmál að laun á Íslandi séu lægri en í öðrum löndum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að flugumferðarstjórar hafi hafnað tilboði sem svarar til 25 prósenta hækkunar launa, en það eru í kringum 250 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn segir kröfur flugumferðartjóra alltof háar og í engu samræmi við Saleksamkomulagið. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. „Það er auðvitað þetta alþjóðlega flug sem við erum að þjónusta sem fér hérna yfir landið. Þetta gæti skaðað hagsmuni okkar þegar fram í sækir með hvað það flug sérstaklega varðar. Deilan er í algjörum hnút og við sjáum enga lausn þar framundan nema flugumferðarstjórar slái verulega af sínum kröfum.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Krefjast nærri sextíu prósenta hækkunar Yfirvinnubann flugumferðastjóra hefur valdið raski á flugi síðan bannið hófst fyrr í mánuðinum. 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mjög alvarlegt mál að á háannatíma þriðja sumarið í röð séu í gangi kjaradeilur starfsstétta sem sjá um flugumferð til og frá landinu. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. Kjaraviðræður flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hafa staðið yfir frá því í nóvember. Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl síðastliðnum en það hefur valdið töluverðri röskun á flugi. Morgunblaðið greinir frá því í dag að yfirvinnubann og veikindi flugumferðarstjóra hafi kostað flugfélögin sem fljúga yfir Atlantshaf á annan milljarð króna vegna meiri brennslu eldsneytis sem stafar af því að fara óhagkvæmari flugleiðir. „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál. Við erum að sjá þriðja sumarið á háannatíma sem við stöndum í verulegum kjaradeilum í kringum flugið,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA. „Þar sjáum við hópa sem eru fámennir en mjög sterkt verkfallsvopn og með launahækkanir verulega umfram það sem aðrir eru að fá. Auðvitað getur þetta, svona síendurtekið, valdið álitshnekkjum hjá þeim alþjóðlegu flugfélögum sem hingað sækja og ferðamönnum.“ Sigurjón Jónasson formaður félags íslenskra flugumferðarstjóra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að það ætti ekki að vera náttúrulögmál að laun á Íslandi séu lægri en í öðrum löndum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að flugumferðarstjórar hafi hafnað tilboði sem svarar til 25 prósenta hækkunar launa, en það eru í kringum 250 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn segir kröfur flugumferðartjóra alltof háar og í engu samræmi við Saleksamkomulagið. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. „Það er auðvitað þetta alþjóðlega flug sem við erum að þjónusta sem fér hérna yfir landið. Þetta gæti skaðað hagsmuni okkar þegar fram í sækir með hvað það flug sérstaklega varðar. Deilan er í algjörum hnút og við sjáum enga lausn þar framundan nema flugumferðarstjórar slái verulega af sínum kröfum.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Krefjast nærri sextíu prósenta hækkunar Yfirvinnubann flugumferðastjóra hefur valdið raski á flugi síðan bannið hófst fyrr í mánuðinum. 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Krefjast nærri sextíu prósenta hækkunar Yfirvinnubann flugumferðastjóra hefur valdið raski á flugi síðan bannið hófst fyrr í mánuðinum. 30. apríl 2016 07:00