Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2016 11:40 Þeir hjá Kúkú Campers eru býsna brattir ferðamálafrömuðir en þeir sitja nú undir ámæli um að fara hressilega fram úr sér. Óhætt er að segja að kraumandi kergja vegna ferðaþjónustunnar Kúkú Campers hafi brotist út í kjölfar fréttar Vísis um stóðlífi í Seljavallalaug. Þar kom meðal annars fram að þeir hjá Kúkú Campers eru afar brattir í markaðsstarfi sínu og senda meðal annars þau skilaboð til sinna umbjóðenda að gráupplagt sé, vegna strjálbýlis, að kasta klæðum um allar koppagrundir og hefja ástarleiki. Seljavallalaug hefur þótt upplagður vettvangur fyrir slíkar æfingar. Fyrirtækið er harðlega gagnrýnt í Facebook-hópi sem kallast Bakland ferðaþjónustunnar.Kalli Lú er ekki kátur með þá Kúkú Campers-menn.En, þó frjálsleg skilaboð um kynlífsparadísina Ísland hafi farið fyrir brjóstið á mörgum eru ýmis önnur skilaboð sem þykja misvísandi. Karl Lúðvíksson, leiðsögumaður í Langá og veiðiskríbent Vísis, bendir á það að í fyrra hafi hann í fjórgang þurft að beina fólki á vegum Kúkú Campers frá Langá, en það mætti með veiðistöng sína og vildi veiða sér í soðið. Karl segir Kúkú Campers-menn verði hreinlega að skoða hvaða vitleysu þeir eru að senda skjólstæðingum sínum. Karl vísar til skilaboða þar sem sagt er að íslensk lög heimili hverjum sem er að borða hvað sem er hvar sem er. „As a mesure to keep travelers alive in Iceland, there is a law here that allows anyone to eat anything of anyone’s property. You can´t take anything with you from another bloke’s land but you can eat as you want for 24 hours.“ Karl segist þekkja fjölmörg dæmi önnur um það að ferðalangar á vegum Kúkú Campers hafi ekki virt neitt sem heita veiðileyfi og farið um og viljað veiða. Á vegg Karls segist Halldór Gunnarsson, fyrir veiðistaðavefsins veidistadir.is hafa sent inn kvörtun til Ferðamálastofu vegna slíks.Steinarr Lár og Lárus Guðbjartsson eru sérlega hressir ferðamálafrömuðir, svo hressir að mörgum finnst nóg um.Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu fengu Kúkú Campers ferðaskipuleggjandaleyfi frá Ferðamálastofu í apríl 2012. Leyfið felur það í sér að þeim er leyfilegt að skipuleggja ferðir um landið. Vísi tókst ekki að ná tali af eigendum Kúkú Campers, þeim Steinarri Lár og Lárusi Guðbjartssyni, en var tjáð af starfsmanni fyrirtækisins, sem er með höfuðstöðvar í Hafnarfirði, að þeir væru væntanlegir uppúr hádegi. Vísir ræddi við Elías Bj. Gíslason forstöðumann á Akureyri. Hann er nýlega kominn aftur til starfa eftir frí og sagðist ekki þekkja nákvæmlega hvort mál tengd fyrirtækinu væru á borði Ferðamálastofu. Elías var á leið Austur þegar Vísir náði tali af honum, og var staddur á Jökuldal og gat því ekki skoðað gögn. Ólöf Ýrr ferðamálastjóri er í fríi. En, Elías sagði almennt að það væri vandamál innan ferðaþjónustunnar ákveðið ábyrgðarleysi, sem sagt að vilja gera út á þjónustu annarra. Sem oft væri jafnvel ekki fyrir hendi. Helena Þ. Karlsdóttir lögfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að ekki liggi fyrir neinar kvartanir hjá þeim vegna starfsemi Kúkú Campers, fyrir utan þessa sem áður er nefnd, hún var að berast. Nú liggur fyrir að skoða það erindi og þá einnig hvort þetta sé eitthvað sem heyri til friðar Ferðamálastofu eða hugsanlega einhverrar annarrar stofnunar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Stóðlífi í Seljavallalaug Efast er um að heilsusamlegt sé að fara í Seljavallalaug 10. maí 2016 14:08 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Óhætt er að segja að kraumandi kergja vegna ferðaþjónustunnar Kúkú Campers hafi brotist út í kjölfar fréttar Vísis um stóðlífi í Seljavallalaug. Þar kom meðal annars fram að þeir hjá Kúkú Campers eru afar brattir í markaðsstarfi sínu og senda meðal annars þau skilaboð til sinna umbjóðenda að gráupplagt sé, vegna strjálbýlis, að kasta klæðum um allar koppagrundir og hefja ástarleiki. Seljavallalaug hefur þótt upplagður vettvangur fyrir slíkar æfingar. Fyrirtækið er harðlega gagnrýnt í Facebook-hópi sem kallast Bakland ferðaþjónustunnar.Kalli Lú er ekki kátur með þá Kúkú Campers-menn.En, þó frjálsleg skilaboð um kynlífsparadísina Ísland hafi farið fyrir brjóstið á mörgum eru ýmis önnur skilaboð sem þykja misvísandi. Karl Lúðvíksson, leiðsögumaður í Langá og veiðiskríbent Vísis, bendir á það að í fyrra hafi hann í fjórgang þurft að beina fólki á vegum Kúkú Campers frá Langá, en það mætti með veiðistöng sína og vildi veiða sér í soðið. Karl segir Kúkú Campers-menn verði hreinlega að skoða hvaða vitleysu þeir eru að senda skjólstæðingum sínum. Karl vísar til skilaboða þar sem sagt er að íslensk lög heimili hverjum sem er að borða hvað sem er hvar sem er. „As a mesure to keep travelers alive in Iceland, there is a law here that allows anyone to eat anything of anyone’s property. You can´t take anything with you from another bloke’s land but you can eat as you want for 24 hours.“ Karl segist þekkja fjölmörg dæmi önnur um það að ferðalangar á vegum Kúkú Campers hafi ekki virt neitt sem heita veiðileyfi og farið um og viljað veiða. Á vegg Karls segist Halldór Gunnarsson, fyrir veiðistaðavefsins veidistadir.is hafa sent inn kvörtun til Ferðamálastofu vegna slíks.Steinarr Lár og Lárus Guðbjartsson eru sérlega hressir ferðamálafrömuðir, svo hressir að mörgum finnst nóg um.Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu fengu Kúkú Campers ferðaskipuleggjandaleyfi frá Ferðamálastofu í apríl 2012. Leyfið felur það í sér að þeim er leyfilegt að skipuleggja ferðir um landið. Vísi tókst ekki að ná tali af eigendum Kúkú Campers, þeim Steinarri Lár og Lárusi Guðbjartssyni, en var tjáð af starfsmanni fyrirtækisins, sem er með höfuðstöðvar í Hafnarfirði, að þeir væru væntanlegir uppúr hádegi. Vísir ræddi við Elías Bj. Gíslason forstöðumann á Akureyri. Hann er nýlega kominn aftur til starfa eftir frí og sagðist ekki þekkja nákvæmlega hvort mál tengd fyrirtækinu væru á borði Ferðamálastofu. Elías var á leið Austur þegar Vísir náði tali af honum, og var staddur á Jökuldal og gat því ekki skoðað gögn. Ólöf Ýrr ferðamálastjóri er í fríi. En, Elías sagði almennt að það væri vandamál innan ferðaþjónustunnar ákveðið ábyrgðarleysi, sem sagt að vilja gera út á þjónustu annarra. Sem oft væri jafnvel ekki fyrir hendi. Helena Þ. Karlsdóttir lögfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að ekki liggi fyrir neinar kvartanir hjá þeim vegna starfsemi Kúkú Campers, fyrir utan þessa sem áður er nefnd, hún var að berast. Nú liggur fyrir að skoða það erindi og þá einnig hvort þetta sé eitthvað sem heyri til friðar Ferðamálastofu eða hugsanlega einhverrar annarrar stofnunar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Stóðlífi í Seljavallalaug Efast er um að heilsusamlegt sé að fara í Seljavallalaug 10. maí 2016 14:08 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00
Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48
Stóðlífi í Seljavallalaug Efast er um að heilsusamlegt sé að fara í Seljavallalaug 10. maí 2016 14:08