Aðskilnað strax Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2016 08:30 Það er ekki forsvaranlegt að stóru viðskiptabankarnir geti stundað fjárfestingarstarfsemi fyrir eigin reikning á sama tíma og þeir taka við innlánum frá almenningi. Þess vegna þarf Alþingi að setja lög um aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka áður en ríkissjóður selur hlut sinn í bönkunum. Á bak við tillöguna um aðskilnað býr sú skoðun að vanda sem bankarnir lentu í megi að hluta rekja til þess að stjórnendur og eigendur þeirra hafi notað umráðafé bankanna, ekki síst innlán, til að stunda áhættufjárfestingar og spákaupmennsku. Fjárfestingarbankastarfsemin hafi þannig notið góðs af innistæðutryggingum sem áttu að verja hagsmuni almennings ásamt óbeinni ríkisábyrgð á bönkum sem voru taldir of mikilvægir til að komast í þrot. Þetta kemur fram í Framtíðarskipan fjármálakerfisins, skýrslu þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra til Alþingis frá mars 2012. Vandamálið við þennan aðskilnað í framkvæmd lýtur að því hvernig eigi að orða slíka bannreglu í lögum.The Independent Commission on Banking, nefnd Sir John Vickers, lagði til í skýrslu í september 2011 að hannað yrði sérstakt skipulag til að greina að fjárfestingarbankastarfsemi og venjulega viðskiptabankastarfsemi með girðingum (e. ringfencing) innan sömu samstæðu í Bretlandi. Nefndin taldi þetta fullnægjandi leið til að ná markmiðum aðskilnaðar án þess að leggja til fullan aðskilnað. Liikanen-nefndin, sem framkvæmdastjórn ESB setti á laggirnar undir forystu Erkki Liikanen, seðlabankastjóra Finnlands, var á svipuðum slóðum í niðurstöðum sinnar skýrslu sem kom út í október 2012. Þar er lagt til að bankar sinni fjárfestingum fyrir eigin reikning í öðru félagi með sjálfstæða kennitölu innan sömu samstæðu ef eigin viðskipti eru stór hluti af starfsemi viðkomandi banka. Þetta fæli í sér að fjárfestingarstarfsemi yfir tilteknum þröskuldi yrði í sérstöku félagi og aðskilin frá þeirri starfsemi bankans sem tæki við innlánum frá sparifjáreigendum. Afleiðingin af þessu yrði sú að innlán og tryggingin sem fylgir þeim myndi ekki lengur styðja við áhættusamar fjárfestingar. Þetta fæli jafnframt í sér að ekki yrði röskun á viðskiptamódeli fjármálafyrirtækja í Evrópu þar sem aðskilnaðurinn yrði bara innan sömu samstæðu fyrirtækja. Bankar gætu áfram boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölbreytt úrval fjármálaþjónustu. Sparifjáreigendur eiga að geta treyst því að innlán þeirra séu öruggari en önnur fjármögnun bankans sem þeir stunda viðskipti við. Afar mikilvægt er að tryggja aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka í einhverri mynd áður en ríkissjóður selur hlut sinn í bönkunum. Síðasta haust lagði Ögmundur Jónasson ásamt sjö öðrum þingmönnum fram tillögu til þingsályktunar um að fela fjármála- og efnahagsráðherra að útbúa lagafrumvarp sem tryggi þennan aðskilnað til þess að „lágmarka áhættu þjóðarbúsins vegna bankareksturs og minnka líkur á tjóni almennings af völdum áfalla í bankastarfsemi.“ Þetta er skynsamleg tillaga og heppilegast væri ef Alþingi samþykkti hana. Hún hefur hins vegar aldrei komist á dagskrá þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það er ekki forsvaranlegt að stóru viðskiptabankarnir geti stundað fjárfestingarstarfsemi fyrir eigin reikning á sama tíma og þeir taka við innlánum frá almenningi. Þess vegna þarf Alþingi að setja lög um aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka áður en ríkissjóður selur hlut sinn í bönkunum. Á bak við tillöguna um aðskilnað býr sú skoðun að vanda sem bankarnir lentu í megi að hluta rekja til þess að stjórnendur og eigendur þeirra hafi notað umráðafé bankanna, ekki síst innlán, til að stunda áhættufjárfestingar og spákaupmennsku. Fjárfestingarbankastarfsemin hafi þannig notið góðs af innistæðutryggingum sem áttu að verja hagsmuni almennings ásamt óbeinni ríkisábyrgð á bönkum sem voru taldir of mikilvægir til að komast í þrot. Þetta kemur fram í Framtíðarskipan fjármálakerfisins, skýrslu þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra til Alþingis frá mars 2012. Vandamálið við þennan aðskilnað í framkvæmd lýtur að því hvernig eigi að orða slíka bannreglu í lögum.The Independent Commission on Banking, nefnd Sir John Vickers, lagði til í skýrslu í september 2011 að hannað yrði sérstakt skipulag til að greina að fjárfestingarbankastarfsemi og venjulega viðskiptabankastarfsemi með girðingum (e. ringfencing) innan sömu samstæðu í Bretlandi. Nefndin taldi þetta fullnægjandi leið til að ná markmiðum aðskilnaðar án þess að leggja til fullan aðskilnað. Liikanen-nefndin, sem framkvæmdastjórn ESB setti á laggirnar undir forystu Erkki Liikanen, seðlabankastjóra Finnlands, var á svipuðum slóðum í niðurstöðum sinnar skýrslu sem kom út í október 2012. Þar er lagt til að bankar sinni fjárfestingum fyrir eigin reikning í öðru félagi með sjálfstæða kennitölu innan sömu samstæðu ef eigin viðskipti eru stór hluti af starfsemi viðkomandi banka. Þetta fæli í sér að fjárfestingarstarfsemi yfir tilteknum þröskuldi yrði í sérstöku félagi og aðskilin frá þeirri starfsemi bankans sem tæki við innlánum frá sparifjáreigendum. Afleiðingin af þessu yrði sú að innlán og tryggingin sem fylgir þeim myndi ekki lengur styðja við áhættusamar fjárfestingar. Þetta fæli jafnframt í sér að ekki yrði röskun á viðskiptamódeli fjármálafyrirtækja í Evrópu þar sem aðskilnaðurinn yrði bara innan sömu samstæðu fyrirtækja. Bankar gætu áfram boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölbreytt úrval fjármálaþjónustu. Sparifjáreigendur eiga að geta treyst því að innlán þeirra séu öruggari en önnur fjármögnun bankans sem þeir stunda viðskipti við. Afar mikilvægt er að tryggja aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka í einhverri mynd áður en ríkissjóður selur hlut sinn í bönkunum. Síðasta haust lagði Ögmundur Jónasson ásamt sjö öðrum þingmönnum fram tillögu til þingsályktunar um að fela fjármála- og efnahagsráðherra að útbúa lagafrumvarp sem tryggi þennan aðskilnað til þess að „lágmarka áhættu þjóðarbúsins vegna bankareksturs og minnka líkur á tjóni almennings af völdum áfalla í bankastarfsemi.“ Þetta er skynsamleg tillaga og heppilegast væri ef Alþingi samþykkti hana. Hún hefur hins vegar aldrei komist á dagskrá þingsins.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun