Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2016 20:45 Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra með nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót, sem áætlað er að kosti yfir fjóra milljarða króna. Brúarsmíðin hefst á næsta ári, samkvæmt samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Gamla brúin er orðin 55 ára gömul, byggð árið 1961, en hún var á þeim tíma sú næstlengsta á Íslandi, á eftir Lagarfljótsbrú, 255 metra löng. En hún er fyrir löngu orðin barn síns tíma, einbreið, sem veldur því að aðeins er hægt að aka yfir hana í aðra áttina í einu, og vegna þess hversu löng hún er myndast iðulega biðraðir við brúarendana meðan bílstjórar bíða eftir því að komast yfir.Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót var sú næstlengsta á landinu þar til brýrnar yfir Skeiðarársand voru opnaðar árið 1974.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þá er hún líka sérlega óslétt sem þýðir að menn verða að aka rólega, ætli menn ekki að hossast þeim mun meira. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld má einmitt sjá hvernig bílarnir hossast þegar ekið er eftir bugðóttu brúargólfinu. Núverandi þjóðvegur um Hornafjörð liggur meðfram fjöllunum í talsverðum hlykk. Með nýju brúarstæði er hægt að taka hann af og ná þannig 11,8 kílómetra styttingu með því að leggja veginn sunnar. Og svona mun nýja brúin líta út, samkvæmt tölvuteikningu en hún verður 250 metra löng og 10 metra breið. Vegagerðin áætlar að heildarkostnaður við brú og vegagerð nemi 4.250 milljónum króna.Svona mun nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót líta út. Útsýni verður til jöklanna á Mýrum.Tölvuteikning/Vegagerðin.Samgönguáætlun, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, miðar við að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Hvenær verkinu lýkur ræðst af fjárveitingum en líklegt að vegafarendur þurfi enn að bíða í þrjú til fjögur ár eftir að aka á nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót. Ásamt Vaðlaheiðargöngum verður hún mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. Mestu viðbrigðin verða þó væntanlega fyrir íbúa sveitanna vestan Hornafjarðar, Mýra, Suðursveitar og Öræfasveitar, sem sækja þjónustu til Hafnar. Ferð í verslun eða skóla styttist þannig um 24 kílómetra, fram og til baka. Mikilvægi nýrrar brúar var meðal annars lýst á Stöð 2 í þættinum Um land allt, um ferðaþjónustuna á Smyrlabjörgum. Alþingi Hornafjörður Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Bændagisting með stærsta veitingasal Suðausturlands Lítil bændagisting, sem barnmörg hjón byrjuðu með á Smyrlabjörgum í Suðursveit árið 1990, hefur vaxið upp í að verða eitt veglegasta sveitahótel landsins og þar er nú stærsti veitingasalur Suðausturlands. 4. nóvember 2013 18:45 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra með nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót, sem áætlað er að kosti yfir fjóra milljarða króna. Brúarsmíðin hefst á næsta ári, samkvæmt samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Gamla brúin er orðin 55 ára gömul, byggð árið 1961, en hún var á þeim tíma sú næstlengsta á Íslandi, á eftir Lagarfljótsbrú, 255 metra löng. En hún er fyrir löngu orðin barn síns tíma, einbreið, sem veldur því að aðeins er hægt að aka yfir hana í aðra áttina í einu, og vegna þess hversu löng hún er myndast iðulega biðraðir við brúarendana meðan bílstjórar bíða eftir því að komast yfir.Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót var sú næstlengsta á landinu þar til brýrnar yfir Skeiðarársand voru opnaðar árið 1974.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þá er hún líka sérlega óslétt sem þýðir að menn verða að aka rólega, ætli menn ekki að hossast þeim mun meira. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld má einmitt sjá hvernig bílarnir hossast þegar ekið er eftir bugðóttu brúargólfinu. Núverandi þjóðvegur um Hornafjörð liggur meðfram fjöllunum í talsverðum hlykk. Með nýju brúarstæði er hægt að taka hann af og ná þannig 11,8 kílómetra styttingu með því að leggja veginn sunnar. Og svona mun nýja brúin líta út, samkvæmt tölvuteikningu en hún verður 250 metra löng og 10 metra breið. Vegagerðin áætlar að heildarkostnaður við brú og vegagerð nemi 4.250 milljónum króna.Svona mun nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót líta út. Útsýni verður til jöklanna á Mýrum.Tölvuteikning/Vegagerðin.Samgönguáætlun, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, miðar við að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Hvenær verkinu lýkur ræðst af fjárveitingum en líklegt að vegafarendur þurfi enn að bíða í þrjú til fjögur ár eftir að aka á nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót. Ásamt Vaðlaheiðargöngum verður hún mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. Mestu viðbrigðin verða þó væntanlega fyrir íbúa sveitanna vestan Hornafjarðar, Mýra, Suðursveitar og Öræfasveitar, sem sækja þjónustu til Hafnar. Ferð í verslun eða skóla styttist þannig um 24 kílómetra, fram og til baka. Mikilvægi nýrrar brúar var meðal annars lýst á Stöð 2 í þættinum Um land allt, um ferðaþjónustuna á Smyrlabjörgum.
Alþingi Hornafjörður Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00 Bændagisting með stærsta veitingasal Suðausturlands Lítil bændagisting, sem barnmörg hjón byrjuðu með á Smyrlabjörgum í Suðursveit árið 1990, hefur vaxið upp í að verða eitt veglegasta sveitahótel landsins og þar er nú stærsti veitingasalur Suðausturlands. 4. nóvember 2013 18:45 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Hér eru vegirnir sem fá mestu peningana Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 28. mars 2016 19:00
Bændagisting með stærsta veitingasal Suðausturlands Lítil bændagisting, sem barnmörg hjón byrjuðu með á Smyrlabjörgum í Suðursveit árið 1990, hefur vaxið upp í að verða eitt veglegasta sveitahótel landsins og þar er nú stærsti veitingasalur Suðausturlands. 4. nóvember 2013 18:45
Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30