Að fanga hversdagsleikann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2016 09:45 Langskemmtilegast er að teikna beint á staðnum ef veður leyfir,” segir Elín Elísabet. Vísir/Pjetur „Haustið 2011 vantaði mig og vinkonu mína vinnu í mánuð. Við hringdum í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra því okkur fannst nafnið á fyrirtækinu svo heimilislegt. Vorum ráðnar og ég hef snúið þangað á hverju ári síðan til að vinna því það er allt heimilislegt í þessu þorpi,“ segir Elín Elísabet Einarsdóttir um ást sína Borgarfirði eystra.Nú er Elín að leggja lokahönd á bókina Onyfir með nýjum teikingum að austan og er að safna fyrir útgáfu hennar á Karolinafund. Titillinn vísar í málnotkun Borgfirðinga sem segja gjarnan onyfir (ofan yfir) þegar þeir ætla af Héraðinu aftur til sinna heimkynna. Bókin er lokaverkefni hennar frá teiknideild Myndlistarskólans í Reykjavík.„Ég fór austur í mars og er nýkomin til baka. Mér finnst langskemmtilegast að teikna á staðnum ef veðrið leyfir,“ segir hún og lýsir tempóinu í þorpinu. „Þó ég hafi stundum verið þar að vinna í fiski allan daginn finnst mér samt eins og ég sé í fríi, það er svo mikil ró yfir öllu. Þetta langaði mig að fanga með teikningunum - þennan sérstaka hversdagsleika á Borgarfirði eystra.“ Unnið í grásleppu í Fiskverkun Kalla Sveins.Þess má geta að Elín Elísabet verður með bókina og teikningar úr henni á útskriftarsýningunni í Myndlistaskólanum í Reykjavík sem verður opnuð 12. maí. Svo verður hún með sína eigin sýningu á Borgafirði eystra í lok júlí. Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Haustið 2011 vantaði mig og vinkonu mína vinnu í mánuð. Við hringdum í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra því okkur fannst nafnið á fyrirtækinu svo heimilislegt. Vorum ráðnar og ég hef snúið þangað á hverju ári síðan til að vinna því það er allt heimilislegt í þessu þorpi,“ segir Elín Elísabet Einarsdóttir um ást sína Borgarfirði eystra.Nú er Elín að leggja lokahönd á bókina Onyfir með nýjum teikingum að austan og er að safna fyrir útgáfu hennar á Karolinafund. Titillinn vísar í málnotkun Borgfirðinga sem segja gjarnan onyfir (ofan yfir) þegar þeir ætla af Héraðinu aftur til sinna heimkynna. Bókin er lokaverkefni hennar frá teiknideild Myndlistarskólans í Reykjavík.„Ég fór austur í mars og er nýkomin til baka. Mér finnst langskemmtilegast að teikna á staðnum ef veðrið leyfir,“ segir hún og lýsir tempóinu í þorpinu. „Þó ég hafi stundum verið þar að vinna í fiski allan daginn finnst mér samt eins og ég sé í fríi, það er svo mikil ró yfir öllu. Þetta langaði mig að fanga með teikningunum - þennan sérstaka hversdagsleika á Borgarfirði eystra.“ Unnið í grásleppu í Fiskverkun Kalla Sveins.Þess má geta að Elín Elísabet verður með bókina og teikningar úr henni á útskriftarsýningunni í Myndlistaskólanum í Reykjavík sem verður opnuð 12. maí. Svo verður hún með sína eigin sýningu á Borgafirði eystra í lok júlí.
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira