NBA: Curry með tíu þrista í 73. sigri Golden State | Bættu met Bulls frá 1996 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 06:59 Stephen Curry og félagar hans Golden State Warriors áttu ekki í miklum vandræðum með að bæta met Michael Jordan og Chicago Bulls frá 1996 yfir flesta sigurleiki á einu NBA-tímabili þegar meistararnir enduðu deildarkeppnina á 21 stigs sigri á Memphis Grizzlies í nótt. Stephen Curry náði öðru sögulegu takmarki í leiknum en hann skoraði tíu þrista í leiknum og varð fyrsti maðurinn í NBA-sögunni til að skora 400 þriggja stiga körfur á einu tímabili. Þessar tíu þýddu að Curry skoraði alls 402 þriggja stiga körfur á leiktíðinni. Það setur kannski þetta afrek hans í samhengi að hann varð fyrr í vetur fyrsti NBA-leikmaðurinn til að skora 300 þriggja stiga körfur á einu tímabili og gamla metið hans frá því í fyrra voru 286 þristar. Curry bætti því metið sitt um 116 þriggja stiga körfur. Stephen Curry endaði leikinn með 46 stig og 6 stoðsendingar þrátt fyrir að spila bara í 30 mínútur. Hann nýtti 15 af 24 skotum þar af 10 af 19 fyrir utan þriggja stiga línuna. Chicago Bulls vann 72 af 82 leikjum sínum tímabilið 1995-96 og stóð það met í tuttugu ár. Golden State vann 73 af 82 leikjum sínum á þessu tímabili og varð því fyrsta liðið sem tapar undir tíu leikjum en tapleikirnir urðu bara níu. Klay Thompson skoraði 16 stig (4 þristar), Harrison Barnes var með 15 stig, Marreese Speights skoraði 12 stig á 12 mínútum og Draymond Green bætti við 11 stigum, 9 fráköstum og 7 stoðsendingum.Flestir sigurleikir á einu NBA-tímabili73-9 Golden State Warriors 2015-1672-10 Chicago Bulls 1995-9669-13 Los Angeles Lakers 1971-72 Chicago Bulls 1996-9768-13 Philadelphia 76ers 1966-6768-14 Boston Celtics 1972-7367-15 Boston Celtics 1985-86 Chicago Bulls 1991-92 Los Angeles Lakers 1999-2000 Dallas Mavericks 2006-07 San Antonio Spurs 2015-1666-16 Milwaukee Bucks 1970-71 season Boston Celtics 2007-08 Cleveland Cavaliers 2008-09 NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Sjá meira
Stephen Curry og félagar hans Golden State Warriors áttu ekki í miklum vandræðum með að bæta met Michael Jordan og Chicago Bulls frá 1996 yfir flesta sigurleiki á einu NBA-tímabili þegar meistararnir enduðu deildarkeppnina á 21 stigs sigri á Memphis Grizzlies í nótt. Stephen Curry náði öðru sögulegu takmarki í leiknum en hann skoraði tíu þrista í leiknum og varð fyrsti maðurinn í NBA-sögunni til að skora 400 þriggja stiga körfur á einu tímabili. Þessar tíu þýddu að Curry skoraði alls 402 þriggja stiga körfur á leiktíðinni. Það setur kannski þetta afrek hans í samhengi að hann varð fyrr í vetur fyrsti NBA-leikmaðurinn til að skora 300 þriggja stiga körfur á einu tímabili og gamla metið hans frá því í fyrra voru 286 þristar. Curry bætti því metið sitt um 116 þriggja stiga körfur. Stephen Curry endaði leikinn með 46 stig og 6 stoðsendingar þrátt fyrir að spila bara í 30 mínútur. Hann nýtti 15 af 24 skotum þar af 10 af 19 fyrir utan þriggja stiga línuna. Chicago Bulls vann 72 af 82 leikjum sínum tímabilið 1995-96 og stóð það met í tuttugu ár. Golden State vann 73 af 82 leikjum sínum á þessu tímabili og varð því fyrsta liðið sem tapar undir tíu leikjum en tapleikirnir urðu bara níu. Klay Thompson skoraði 16 stig (4 þristar), Harrison Barnes var með 15 stig, Marreese Speights skoraði 12 stig á 12 mínútum og Draymond Green bætti við 11 stigum, 9 fráköstum og 7 stoðsendingum.Flestir sigurleikir á einu NBA-tímabili73-9 Golden State Warriors 2015-1672-10 Chicago Bulls 1995-9669-13 Los Angeles Lakers 1971-72 Chicago Bulls 1996-9768-13 Philadelphia 76ers 1966-6768-14 Boston Celtics 1972-7367-15 Boston Celtics 1985-86 Chicago Bulls 1991-92 Los Angeles Lakers 1999-2000 Dallas Mavericks 2006-07 San Antonio Spurs 2015-1666-16 Milwaukee Bucks 1970-71 season Boston Celtics 2007-08 Cleveland Cavaliers 2008-09
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Sjá meira