Davíð Þór býður sig ekki fram til forseta Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. apríl 2016 20:00 Davíð Þór er héraðsprestur á Eskifirði. Davíð Þór Jónsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til embættis forseta Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook-síðu hans sem hann birti nú í kvöld. Hann segist hafa íhugað framboð af þeirri einu ástæðu að embætti forseta skipi frjálslyndur, fjölmenningarlega sinnaður einstaklingur sem skuldbindur sig til að beita embættinu í þágu mannúðar, mannréttinda og lýðræðis. „Slíkur frambjóðandi er kominn fram,“ segir í tilkynningunni. „Hann heitir Andri Snær Magnason og lagði í framboðskynningu sinni sérstaka áherslu á fjöltyngi og fjölmenningarsamfélag á Íslandi. Af því dreg ég þá ályktun að þótt hann hafi kosið að setja umhverfismál á oddinn slái hjörtu okkar í takt þegar kemur að þeim málefnum sem verið hafa þungamiðja minna pælinga.“ Davíð Þór er héraðsprestur á Eskifirði og hefur íhugað málið undanfarna mánuði. Hann sagðist í samtali við Vísi í mars vilja berjast gegn uppgangi útlendingahaturs. Tilkynningu Davíðs má lesa í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsingin var birt hér.Þetta er fólkið sem hefur tilkynnt forsetaframboð í dag.Vísir/Stöð2Davíð Þór er héraðsprestur á Eskifirði og hefur íhugað málið undanfarna mánuði. Hann sagðist í samtali við Vísi í mars vilja berjast gegn uppgangi útlendingahaturs. Nú þegar hafa fjórtan karlar og konur tilkynnt að þau sækist eftir embættinu. Yfirlýsing Davíðs Þórs Jónssonar eins og hún birtist á Facebook-síðu hans:„Kæru vinir.Eins og ykkur flestum er kunnugt lét ég tilleiðast eftir að á mig var gengið að íhuga mjög alvarlega að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands. Nú hef ég hugleitt erindi mitt vandlega, kynnt mér forsetaembættið rækilega, sögu þess og valdsvið. Ég hef mótað mér mjög skýrar hugmyndir um það með hvaða hætti ég vil sjá embætti forseta rækt og hvaða gildi ég vil að forseti Íslands hafi að leiðarljósi í störfum sínum. Ég hef myndað mér mjög skýra og afdráttarlausa afstöðu til flests er varðar forsetaembættið. Má þar nefna stjórnarskrármálið, málskotsréttinn, þingrof, tengsl forseta og viðskiptalífs, umhverfismál, menningarlegt hlutverk forseta og hlutverk forseta sem „verndara trúarinnar“ að úreltri fyrirmynd þeirra einvaldshlutverka sem embættið var sniðið eftir í upphafi. Fyrst og fremst hef ég þó horft á hvernig forseti getur lagt mannúðar- og mannréttindamálum lið í embætti. Í raun má segja að ekkert sé nú eftir annað en að taka ákvörðun um að hrökkva eða stökkva.Ljóst hefur verið frá upphafi að þessi vinna þjónaði aldrei þeim tilgangi að fullnægja persónulegri metorðagirnd minni (sem er engin) né þörf minni fyrir athygli (sem er í örri rénun) heldur því einu að embætti forseta skipi frjálslyndur, fjölmenningarlega sinnaður einstaklingur sem skuldbindur sig til að beita embættinu í þágu mannúðar, mannréttinda og lýðræðis.Slíkur frambjóðandi er kominn fram.Hann heitir Andri Snær Magnason og lagði í framboðskynningu sinni sérstaka áherslu á fjöltyngi og fjölmenningarsamfélag á Íslandi. Af því dreg ég þá ályktun að þótt hann hafi kosið að setja umhverfismál á oddinn slái hjörtu okkar í takt þegar kemur að þeim málefnum sem verið hafa þungamiðja minna pælinga.Í ljósi þessa tel ég einsýnt að framboð af minni hálfu væri ekki líklegt til að þjóna tilgangi sínum. Vegna íslenskra kosningalaga tel ég meira að segja óhætt að taka svo djúpt í árinni að fullyrða að forsetaframboð mitt myndi beinlínis vinna gegn sínum eigin markmiðum með því að dreifa atkvæðum þeirra, sem vilja láta þessar hugsjónir ráða ferðinni, á óþarflega marga frambjóðendur.Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í embættið að sinni. Ég gæti ekki verið heill og sannur í kosningabaráttu sem ég hefði á tilfinningunni að ynni í reynd gegn sínum eigin markmiðum.Ég vona að þið, sem lýst hafið stuðningi við mig og hvatt mig áfram, virðið þessa ákvörðun og fallist á röksemdafærsluna fyrir henni. Það var ekki auðvelt að taka hana og henni fylgir nokkur tregi. En skynsemi mín segir mér að hún sé rétt.Ég er djúpt snortinn af því trausti sem mér hefur verið sýnt og er þakklátur fyrir stuðninginn. Sá fjandskapur sem ég hef mætt hefur ennfremur komið úr þeirri átt að hann hefur aðeins stappað í mig stálinu og sannfært mig um nauðsyn þess þjóðin taki höndum saman um þau gildi sem meginþorri hennar vill enn að samfélag okkar sé grundvallað á. Ég mun halda áfram að berjast fyrir kærleika og samlyndi – en ekki sem forseti Íslands.Ég skora á ykkur öll að láta ekki deigan síga og láta þessa hugsjón eftir sem áður stýra því hverjum þið greiðið atkvæði ykkar í kosningunum, sem senn fara í hönd, þótt nafn mitt verði ekki á kjörseðlinum.Það mun ég gera.Með ást og friði,Davíð Þór Jónsson“ Forsetakjör Tengdar fréttir Davíð Þór íhugar forsetaframboð: Vill berjast gegn uppgangi útlendingahaturs „Búum í samfélagi þar sem grunngildum samfélagsins hefur verið sagt stríð á hendur.“ 18. mars 2016 15:46 Hver verður næsti forseti Íslands? Tveir áratugir eru síðan sitjandi forseti var ekki í kjöri. Kosningar til embættis forseta Íslands fara fram þann 25. júní næstkomandi. Munu Íslendingar ganga að kjörborðinu og velja sér sjötta forsetann eftir að sjálfstæði var náð árið 1944. Þrettán hafa opinberlega gefið kost á sér í embættið en framboðsfrestur rennur út eftir tæpa tvo mánuði. 26. mars 2016 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
Davíð Þór Jónsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til embættis forseta Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook-síðu hans sem hann birti nú í kvöld. Hann segist hafa íhugað framboð af þeirri einu ástæðu að embætti forseta skipi frjálslyndur, fjölmenningarlega sinnaður einstaklingur sem skuldbindur sig til að beita embættinu í þágu mannúðar, mannréttinda og lýðræðis. „Slíkur frambjóðandi er kominn fram,“ segir í tilkynningunni. „Hann heitir Andri Snær Magnason og lagði í framboðskynningu sinni sérstaka áherslu á fjöltyngi og fjölmenningarsamfélag á Íslandi. Af því dreg ég þá ályktun að þótt hann hafi kosið að setja umhverfismál á oddinn slái hjörtu okkar í takt þegar kemur að þeim málefnum sem verið hafa þungamiðja minna pælinga.“ Davíð Þór er héraðsprestur á Eskifirði og hefur íhugað málið undanfarna mánuði. Hann sagðist í samtali við Vísi í mars vilja berjast gegn uppgangi útlendingahaturs. Tilkynningu Davíðs má lesa í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsingin var birt hér.Þetta er fólkið sem hefur tilkynnt forsetaframboð í dag.Vísir/Stöð2Davíð Þór er héraðsprestur á Eskifirði og hefur íhugað málið undanfarna mánuði. Hann sagðist í samtali við Vísi í mars vilja berjast gegn uppgangi útlendingahaturs. Nú þegar hafa fjórtan karlar og konur tilkynnt að þau sækist eftir embættinu. Yfirlýsing Davíðs Þórs Jónssonar eins og hún birtist á Facebook-síðu hans:„Kæru vinir.Eins og ykkur flestum er kunnugt lét ég tilleiðast eftir að á mig var gengið að íhuga mjög alvarlega að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands. Nú hef ég hugleitt erindi mitt vandlega, kynnt mér forsetaembættið rækilega, sögu þess og valdsvið. Ég hef mótað mér mjög skýrar hugmyndir um það með hvaða hætti ég vil sjá embætti forseta rækt og hvaða gildi ég vil að forseti Íslands hafi að leiðarljósi í störfum sínum. Ég hef myndað mér mjög skýra og afdráttarlausa afstöðu til flests er varðar forsetaembættið. Má þar nefna stjórnarskrármálið, málskotsréttinn, þingrof, tengsl forseta og viðskiptalífs, umhverfismál, menningarlegt hlutverk forseta og hlutverk forseta sem „verndara trúarinnar“ að úreltri fyrirmynd þeirra einvaldshlutverka sem embættið var sniðið eftir í upphafi. Fyrst og fremst hef ég þó horft á hvernig forseti getur lagt mannúðar- og mannréttindamálum lið í embætti. Í raun má segja að ekkert sé nú eftir annað en að taka ákvörðun um að hrökkva eða stökkva.Ljóst hefur verið frá upphafi að þessi vinna þjónaði aldrei þeim tilgangi að fullnægja persónulegri metorðagirnd minni (sem er engin) né þörf minni fyrir athygli (sem er í örri rénun) heldur því einu að embætti forseta skipi frjálslyndur, fjölmenningarlega sinnaður einstaklingur sem skuldbindur sig til að beita embættinu í þágu mannúðar, mannréttinda og lýðræðis.Slíkur frambjóðandi er kominn fram.Hann heitir Andri Snær Magnason og lagði í framboðskynningu sinni sérstaka áherslu á fjöltyngi og fjölmenningarsamfélag á Íslandi. Af því dreg ég þá ályktun að þótt hann hafi kosið að setja umhverfismál á oddinn slái hjörtu okkar í takt þegar kemur að þeim málefnum sem verið hafa þungamiðja minna pælinga.Í ljósi þessa tel ég einsýnt að framboð af minni hálfu væri ekki líklegt til að þjóna tilgangi sínum. Vegna íslenskra kosningalaga tel ég meira að segja óhætt að taka svo djúpt í árinni að fullyrða að forsetaframboð mitt myndi beinlínis vinna gegn sínum eigin markmiðum með því að dreifa atkvæðum þeirra, sem vilja láta þessar hugsjónir ráða ferðinni, á óþarflega marga frambjóðendur.Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í embættið að sinni. Ég gæti ekki verið heill og sannur í kosningabaráttu sem ég hefði á tilfinningunni að ynni í reynd gegn sínum eigin markmiðum.Ég vona að þið, sem lýst hafið stuðningi við mig og hvatt mig áfram, virðið þessa ákvörðun og fallist á röksemdafærsluna fyrir henni. Það var ekki auðvelt að taka hana og henni fylgir nokkur tregi. En skynsemi mín segir mér að hún sé rétt.Ég er djúpt snortinn af því trausti sem mér hefur verið sýnt og er þakklátur fyrir stuðninginn. Sá fjandskapur sem ég hef mætt hefur ennfremur komið úr þeirri átt að hann hefur aðeins stappað í mig stálinu og sannfært mig um nauðsyn þess þjóðin taki höndum saman um þau gildi sem meginþorri hennar vill enn að samfélag okkar sé grundvallað á. Ég mun halda áfram að berjast fyrir kærleika og samlyndi – en ekki sem forseti Íslands.Ég skora á ykkur öll að láta ekki deigan síga og láta þessa hugsjón eftir sem áður stýra því hverjum þið greiðið atkvæði ykkar í kosningunum, sem senn fara í hönd, þótt nafn mitt verði ekki á kjörseðlinum.Það mun ég gera.Með ást og friði,Davíð Þór Jónsson“
Forsetakjör Tengdar fréttir Davíð Þór íhugar forsetaframboð: Vill berjast gegn uppgangi útlendingahaturs „Búum í samfélagi þar sem grunngildum samfélagsins hefur verið sagt stríð á hendur.“ 18. mars 2016 15:46 Hver verður næsti forseti Íslands? Tveir áratugir eru síðan sitjandi forseti var ekki í kjöri. Kosningar til embættis forseta Íslands fara fram þann 25. júní næstkomandi. Munu Íslendingar ganga að kjörborðinu og velja sér sjötta forsetann eftir að sjálfstæði var náð árið 1944. Þrettán hafa opinberlega gefið kost á sér í embættið en framboðsfrestur rennur út eftir tæpa tvo mánuði. 26. mars 2016 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
Davíð Þór íhugar forsetaframboð: Vill berjast gegn uppgangi útlendingahaturs „Búum í samfélagi þar sem grunngildum samfélagsins hefur verið sagt stríð á hendur.“ 18. mars 2016 15:46
Hver verður næsti forseti Íslands? Tveir áratugir eru síðan sitjandi forseti var ekki í kjöri. Kosningar til embættis forseta Íslands fara fram þann 25. júní næstkomandi. Munu Íslendingar ganga að kjörborðinu og velja sér sjötta forsetann eftir að sjálfstæði var náð árið 1944. Þrettán hafa opinberlega gefið kost á sér í embættið en framboðsfrestur rennur út eftir tæpa tvo mánuði. 26. mars 2016 07:00