Fjárframlög vegna skemmda af hálfu náttúrunnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. apríl 2016 14:22 Frá vettvangi Skaftárhlaups síðasta haust. vísir/vilhelm Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að veita fjórum sveitarfélögum og þremur stofnunum aukin fjárframlög til að mæta ófyrirséðum útgjöldum vegna ágangs náttúrunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisstjórninni. Sveitarfélögin fjögur eru Fjarðarbyggð, Breiðdalshreppur, Borgarfjörður eystri og Djúpavogshreppur. Hæstu upphæðina fær Fjarðarbyggð eða rúmlega 46 milljónir króna. Breiðdalshreppur fær tæpar fjórtán milljónir en síðari tvö sveitarfélögin fá um eina og hálfa milljón hvort. Sveitarfélögin urðu öll fyrir barðinu á óveðri undir lok síðasta árs og eru framlögin til komin vegna þess. „Ljóst er að fjárhagslegt tjón sveitarfélaga var þó nokkurt og erfitt fyrir þau að takast á við það án stuðnings. Hafnarmannvirki, grjótvarnir, veitukerfi, vegir og fleira sem tryggingar ná ekki yfir urðu fyrir skemmdum í sveitarfélögum á Austurlandi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Vegagerðin fékk 181,2 milljónir til að bæta skemmdir sem urðu vegna óveðursins en einnig til að mæta kostnaði sem stofnaðist vegna Skaftárhlaups. Landgræðsla ríkisins fékk fjörutíu milljónir til að hefta sandfok og svifryksmengun vegna hlaupsins. Minjastofnun og Húsafriðunarsjóður fengu svo allt að 35 milljón krónur til að bæta tjón á fornminjum sem sköðuðust í óveðrinu. Í tilkynningunni kemur einnig fram að tjónamat á vátryggðum, tilkynntum og metnum tjónum til Viðlagatryggingar Íslands nema um 70 m.kr. vegna tjónamála hjá einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum. Örfá tjónamál eru enn í vinnslu, en fjárhæðir þeirra munu að líkindum hafa óveruleg áhrif á heildarkostnað. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24 Skúrar splundruðust á Stöðvarfirði Tjónið eftir óveðrið á Austurlandi er gífurlegt. Bryggjur skoluðust burt á Eskifirði og stór verbúð fauk í nærri heilu lagi á Stöðvarfirði. 31. desember 2015 07:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að veita fjórum sveitarfélögum og þremur stofnunum aukin fjárframlög til að mæta ófyrirséðum útgjöldum vegna ágangs náttúrunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisstjórninni. Sveitarfélögin fjögur eru Fjarðarbyggð, Breiðdalshreppur, Borgarfjörður eystri og Djúpavogshreppur. Hæstu upphæðina fær Fjarðarbyggð eða rúmlega 46 milljónir króna. Breiðdalshreppur fær tæpar fjórtán milljónir en síðari tvö sveitarfélögin fá um eina og hálfa milljón hvort. Sveitarfélögin urðu öll fyrir barðinu á óveðri undir lok síðasta árs og eru framlögin til komin vegna þess. „Ljóst er að fjárhagslegt tjón sveitarfélaga var þó nokkurt og erfitt fyrir þau að takast á við það án stuðnings. Hafnarmannvirki, grjótvarnir, veitukerfi, vegir og fleira sem tryggingar ná ekki yfir urðu fyrir skemmdum í sveitarfélögum á Austurlandi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Vegagerðin fékk 181,2 milljónir til að bæta skemmdir sem urðu vegna óveðursins en einnig til að mæta kostnaði sem stofnaðist vegna Skaftárhlaups. Landgræðsla ríkisins fékk fjörutíu milljónir til að hefta sandfok og svifryksmengun vegna hlaupsins. Minjastofnun og Húsafriðunarsjóður fengu svo allt að 35 milljón krónur til að bæta tjón á fornminjum sem sköðuðust í óveðrinu. Í tilkynningunni kemur einnig fram að tjónamat á vátryggðum, tilkynntum og metnum tjónum til Viðlagatryggingar Íslands nema um 70 m.kr. vegna tjónamála hjá einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum. Örfá tjónamál eru enn í vinnslu, en fjárhæðir þeirra munu að líkindum hafa óveruleg áhrif á heildarkostnað.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24 Skúrar splundruðust á Stöðvarfirði Tjónið eftir óveðrið á Austurlandi er gífurlegt. Bryggjur skoluðust burt á Eskifirði og stór verbúð fauk í nærri heilu lagi á Stöðvarfirði. 31. desember 2015 07:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07
Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24
Skúrar splundruðust á Stöðvarfirði Tjónið eftir óveðrið á Austurlandi er gífurlegt. Bryggjur skoluðust burt á Eskifirði og stór verbúð fauk í nærri heilu lagi á Stöðvarfirði. 31. desember 2015 07:00