Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2016 19:30 Fornleifafræðingar hafa fundið rústir í Kanada sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. Fornleifafundurinn vekur heimsathygli enda gæti hann varpað skýrara ljósi á hvar Vínland var og hversu langt Leifur heppni, Þorfinnur karlsefni og Guðríður Þorbjarnardóttir komust. Íslendingar alast upp við frásagnir fornsagnanna af siglingum víkinga, fyrst til Grænlands og síðan til Ameríku, til lands þess sem kallað var Vínland. Víkingatóftirnar á L'ance aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands fundust árið 1960 og eru fyrsta og eina áþreifanlega sönnunin fyrir því að fólk upprunnið frá Íslandi hafi komið þangað fyrir þúsund árum. Nú er þar rekið safn og skálarnir þar eiga að sýna hvernig búðir víkinganna litu út. Þar hafa meðal annars fundist steinar sem ættaðir eru frá vestanverðu Íslandi og eru því bein sönnun um þangað bárust hlutir frá Íslandi á tímum Vínlandsferða.L'ance aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Húsin voru reist til að sýna hvernig skálar víkinganna eru taldir hafa litið út.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En nú gætu aðrar víkingatóftir verið fundnar, á Point Rosee á suðvesturhluta Nýfundnalands. Fornleifafundur þar hefur vakið heimsathygli í dag og sérstakur þáttur um málið verður sýndur í Bretlandi og Bandaríkjunum eftir helgi. Fornleifafræðingurinn Sarah H. Parcak fann staðinn með sérstakri gervihnattatækni í samstarfi við fleiri fornleifafræðinga, þeirra á meðal Douglas Bolender, prófessor við Massachusetts-háskóla. Douglas hefur í mörg ár unnið að fornleifarannsóknum í Skagafirði, á slóðum Guðríðar Þorbjarnardóttur, eiginkonu Þorfinns Karlsefnis, sem talin er hafa fætt fyrsta evrópska barnið í Ameríku, Snorra Þorfinnsson. Douglas Bolender segir að þessi nýi fornleifafundur geti breytt sögunni. Frumrannsókn bendir til að þarna hafi farið fram járnvinnsla en einnig hefur fundist torfveggur. Framundan eru margra ára rannsóknir á staðnum, sem afar spennandi verður fyrir Íslendinga að fylgjast með, endu gætu þær varpað skýrara ljósi á það hvar Vínland var og hversu langt Leifur heppni og félagar komust inn í Ameríku. Fornminjar Tengdar fréttir Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Fornleifafræðingar hafa fundið rústir í Kanada sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. Fornleifafundurinn vekur heimsathygli enda gæti hann varpað skýrara ljósi á hvar Vínland var og hversu langt Leifur heppni, Þorfinnur karlsefni og Guðríður Þorbjarnardóttir komust. Íslendingar alast upp við frásagnir fornsagnanna af siglingum víkinga, fyrst til Grænlands og síðan til Ameríku, til lands þess sem kallað var Vínland. Víkingatóftirnar á L'ance aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands fundust árið 1960 og eru fyrsta og eina áþreifanlega sönnunin fyrir því að fólk upprunnið frá Íslandi hafi komið þangað fyrir þúsund árum. Nú er þar rekið safn og skálarnir þar eiga að sýna hvernig búðir víkinganna litu út. Þar hafa meðal annars fundist steinar sem ættaðir eru frá vestanverðu Íslandi og eru því bein sönnun um þangað bárust hlutir frá Íslandi á tímum Vínlandsferða.L'ance aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Húsin voru reist til að sýna hvernig skálar víkinganna eru taldir hafa litið út.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En nú gætu aðrar víkingatóftir verið fundnar, á Point Rosee á suðvesturhluta Nýfundnalands. Fornleifafundur þar hefur vakið heimsathygli í dag og sérstakur þáttur um málið verður sýndur í Bretlandi og Bandaríkjunum eftir helgi. Fornleifafræðingurinn Sarah H. Parcak fann staðinn með sérstakri gervihnattatækni í samstarfi við fleiri fornleifafræðinga, þeirra á meðal Douglas Bolender, prófessor við Massachusetts-háskóla. Douglas hefur í mörg ár unnið að fornleifarannsóknum í Skagafirði, á slóðum Guðríðar Þorbjarnardóttur, eiginkonu Þorfinns Karlsefnis, sem talin er hafa fætt fyrsta evrópska barnið í Ameríku, Snorra Þorfinnsson. Douglas Bolender segir að þessi nýi fornleifafundur geti breytt sögunni. Frumrannsókn bendir til að þarna hafi farið fram járnvinnsla en einnig hefur fundist torfveggur. Framundan eru margra ára rannsóknir á staðnum, sem afar spennandi verður fyrir Íslendinga að fylgjast með, endu gætu þær varpað skýrara ljósi á það hvar Vínland var og hversu langt Leifur heppni og félagar komust inn í Ameríku.
Fornminjar Tengdar fréttir Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45